Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Er virkilega verið að gera grín að okkur ??

Einhver spaugari í Bandaríkjunum dirfist að gera grín að stórasta landi í heima. Hvernig getur það verið að heimsmetaþjóðin fái slíka kveðju frá bandarískum ástvini. Þjóðin sem viðskiptaráð sagði á sínum tíma ætti enga samleið með öðrum þjóðum þar sem við stæðum þeim langtum framar á öllum sviðum. Á ekki að gera eitthvað í málunum t.d málsókn eða kynningarstarf og hvar er forsetinn.
mbl.is Gerir óspart grín að Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdagræðgi hvað?

Geir Haarde leyfir sér að tala um valdagræðgi eftir stjórnarskiptin. Þetta kemur nú úr hörðustu átt. Eftir 18 ára samfellda stjórnarsetu með tilheyrandi græðgi flokks hans hefur Ísland verið lagt í rúst. Í huga Geirs er hreinlega óhugsandi að flokkurinn sé ekki við völd til eilífðar. Hann virðist ekki vera búinn að skilja að enn eru einhverjar leyfar eftir af lýðræðinu.

Keyrði Davíð Baug í þrot ?

Hún virðist ansi langsótt kenning Jóns Ásgeirs um að Davíð Oddsson hafi keyrt Baug í þrot, þó seðlabankastjóranum sé trúandi til alls. Ef sannleikskorn er í fullyrðingu Jóns Ásgeirs þarf seðlabankastjórinn umsvifalaust að leita sér aðstoðar sérfræðings í geðlækningum en ef þetta er bull (sem það trúlega er) þarf Jón Ásgeir hins vegar að leita sér aðstoðar.

Tæpitungulaust

Er ekki löngu kominn tími til að nota réttu orðin um fjárglæframenn útrásarinnar. Þau fara orðið í taugarnar á mér loðmullulegu orð og setningar eins og: Að fara svolítið fram úr sér, vera ógætinn, fara óvarlega, landráð af gáleysi, óheppni, löglegt en siðlaust. Notum réttu orðin á kjarnyrtri íslensku yfir þessa einstaklinga og gjörninga þeirra eins og þjófnaður, glæpamenn, svikarar, bankaræningjar, landráðamenn, einbeittur brotavilji.

Að veiða hval

Meirihluti þjóðarinnar er hlynnt hvalveiðum. En málið snýst bara ekkert um að veiða hval eða ekki veiða hval. Þetta er spurning um að búa til afurð sem er eftirsótt og seld á dýru verði og skapar miklar gjaldeyristekjur. Ef svo er, Þá er þetta gott mál. Ekki ætla menn að fara að stunda sporthvalveiði og jafnvel sleppa þeim eins og gert er við laxinn eða hvað?
mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf léttur hann Hannes Hólmsteinn

Í viðtali við Wall Street Journal segir sérlegur ráðgjafi Davíðs Oddssonar, að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og Davíð Oddsson seðlabankastjóri kunni að vera fyrstu pólitísku fórnarlömb alþjóðlegu efnahagskreppunnar en líklega ekki hin síðustu. Svo bætir hann við, að vinstri menn séu með Davíð Oddsson á heilanum og vilji losna við hann úr embætti bankastjóra Seðlabankans.

Honum láðist hins vegar að geta þess hver hin raunverulegu fórnarlömb þeirra tvímenninga voru þegar yfir lauk, nefnilega íslenska þjóðin. Svo má deila um hver sé í raun með Davíð á heilanum.


Af hverju bara hundar

Nú meiga hundar koma í stutta heimsókn til vistmanna Hrafnistu. Gott svo langt sem það nær. En af hverju meiga ekki vistmenn bara hafa sín eigin gæludýr, þetta er þeirra heimili, og hvers vegna í ósköpunum meiga ekki kettir koma í heimsókn.
mbl.is Hundar fá að koma á Hrafnistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhæfir bankamenn

Í frétt í Morgunblaðinu er greint frá því, að fram hafi komið í Times, að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að taka yfir rekstur fyrirtækisins Singer&Friedlander. Þetta er í sjálfu sér engin frétt. Þeir ætluðu sér aldrei að reka nein fyrirtæki hvað þá banka. Þeir ætluðu bara að búa til risavaxið seðlaveski handa sjálfum sér
mbl.is Var aðvarað vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna ekki hvalveiðar?

Ég hef aldrei verið andstæðingur hvalveiða og er ekki tilfinningalega tengdur þessum skepnum, ekki frekar en öðrum dýrum, ef undan er skilinn Nói kötturinn minn. Ef málið er þannig, að mikil eftirspurn er eftir hvalkjöti víða um heim og neytendur reiðbúnir að greiða gott verð fyrir afurðina og þar með skapa umtalsverðan gjaldeyri fyrir þjóðarbúið þá er þetta hið besta mál.

En ef ávinningurinn verður aðeins eitthvað þokukennt og misskilið þjóðarstolt, er hugmyndin í besta falli hallærisleg.


Þeir munu aldrei borga

Það vekur upp spurningar um hversu almennt orðaður og fátæklegur kaflinn um frystingu eigna fjárglæframanna útrásarinnar er í starfsáætlun nýrrar ríkisstjórnar. Mig grunar þó ég viti ekki með fullri vissu, að flokkseigendafélag Framsóknar hafi sett þrýsting á Sigmund Davíð að afstýra slíkum gjörningi með öllum ráðum eða jafnvel hótunum.

Hvaða einstaklingar eða einstaklingur var að anda ofan í hálsmálið á Sigmundi? Upp í hugann kemur að sjálfsögðu sjálfur holdgervingur spillingarinnar, Finnur Ingólfsson.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband