Af hverju bara hundar

Nú meiga hundar koma í stutta heimsókn til vistmanna Hrafnistu. Gott svo langt sem það nær. En af hverju meiga ekki vistmenn bara hafa sín eigin gæludýr, þetta er þeirra heimili, og hvers vegna í ósköpunum meiga ekki kettir koma í heimsókn.
mbl.is Hundar fá að koma á Hrafnistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála því, að svo lengi sem að gæludýrin hafa engin slæm áhrif á heilsu fólksins að þá finnst mér að allir ættu að geta haft sín gæludýr ef þeim langar, einsog þú sagðir þetta er ÞEIRRA heimili.

Vilborg (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:36

2 identicon

Það var bara ekki sótt um það að þessu sinni, en eins og stendur í greininni er hægt að fá undanþágur fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. Það þarf bara að sækja um það, eins og var gert með hundana.

Svo efast ég nú um að flestir sem eru á Hrafnistu gætu annast ketti endilega, þar sem margir geta varla séð um sjálfan sig vegna veikinda.

Valur (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:37

3 identicon

já en þeir sem geta það, eiga að geta haft dýrið hjá sér

vilborg (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:45

4 identicon

Já, svo sem. Ætli það séu ekki einhverjar hreinlætis- og heilbrigðislög sem kveða gegn því vegna einhverra ástæða.

Valur (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:50

5 identicon

Jú ætli það ekki....

Stundum er nú farið út í öfga :)

Vilborg (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 15:04

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk fyrir athugasemdir ágætu gestir. Þetta er þó skref í jákvæða átt. En það vantar ekki lög og reglugerðir þegar kemur að öldruðum og stofnunum sem þeir búa á.

Finnur Bárðarson, 3.2.2009 kl. 15:25

7 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Rannsóknir hafa sýnt að það er hreinlega heilsusamlegt að hugsa um gæludýr - lækkar blóðþrýsting - dregur úr þunglyndi - eykur félagshæfni og fleira. Hlýtur að vera hægt að gera þeim kleyft sem geta og vilja að halda kött eða hund.

Halldóra Halldórsdóttir, 3.2.2009 kl. 17:33

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég þekki þetta Halldóra hann Nói minn hefur veitt mér yndi um langt skeið. Það er bara þetta ofþrifnaðarsamfélag sem við lifum í sem krefst boða og banna og það líka að hafa vit fyrir öldruðum.

Finnur Bárðarson, 3.2.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband