Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Bloggari vill verða forseti

Það ætti að vera öllum ljóst að Ögmundur Jónasson er löngu hættur sem stjórnmálamaður. Hann hefur ekki stigið í pontu á þingi síðan sautjáhundruð og súrkál. Hann bloggar þó nokkuð í miklum umvöndurtón um flest sem aflaga hefur farið eins og bloggara sæmir.

Þegar hann birtist á skjánum talar hann af þvingaðri yfirvegun og tillir fingurgómunum settlega saman, sem er afbrigði af handahnoði Ólafs Ragnars, og færir höndina mjúklega til hægri og vinstri til að vera öllum til hæfis og innleiðir predikun sína með hinni þrautreyndu setningu: "Staðreyndin er að sjálfsögðu sú..." . Að vísu hefur hann ekki enn ávarpað heimsbyggðina um þá staðreynd að Ísland springi í tætlur innan tíðar. En það má bíða fram að næstu túristavertíð. Í mínum huga stefnir Ögmundur bara á eitt, Forsetaembættið. Hann hefur alla taktana og verkfælnina sem til þarf .


Þegar allir eru fórnarlömb

skaðar ekki ekki að líta í eigin barm og spyrja sig af einlægni: Hef ég nokkurn tíma keypt of stórt og dýrt hús sem ég hafði ekki efni á, hef ég keypt dýran bíl sem ég hafði ekki efni á, fór ég í ferðalög sem ég hafði ekki efni á ? Hef ég tekið 100 % lán ? Svari hver fyrir sig.

Þetta er minn sparnaður

en nokkrir auðkýfingar ætla að ráðstafa honum í verkefni án þess að spyrja mig. Burt með þetta sjálfskipaða lið sem seilist í sameiginlegan sjóð okkar til þess eins að hagnast persónulega. Burt með samtök atvinnurekanda sem ráða þar lögum og lofum og vilja ráðskast með sparnað okkar.
mbl.is Framkvæmdir fyrir 30 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ölmusumaðurinn á þá vasapening eftir allt saman

Jóni Ágeiri munaði ekki um að punga út hátt í annan milljarð fyrir lummulega íbúð á Manhattan og allt úr slitnum og galtómum vösum. Þessi maður sem ætlaði að nærast á Diet Coke til æviloka til að ná endum saman.

Frábið mér jákvæðar fréttir

Koma svo taugaveikluðu bloggarar og keyrið þetta í kaf áður en lýðurinn fer að skynja ljós í myrkri
mbl.is Ísland af lista yfir áhættusömustu hagkerfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geisp

Hvað með keppni í frímerkjasöfnun ?
mbl.is HM-sætið öruggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogarinn Ögmundur

Er með skoðanir á öllu. Hvers vegna gerist hann ekki pistlahöfundur, hættir á þingi þar sem hann gerir ekkert gagn. Maður sem ekki þorir að taka neina ábyrgð og þaðan af síður að taka til hendinni. Gafst upp á heilbrigðismálum eftir viku enda ekki nokkur maður í slík stórræði. Eiga skattgreiðendur hafa pistahöfunda á launaskrá ?
mbl.is Misráðið að gefa út tilmæli um vaxtakjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband