Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Ekki nógu feitt fyrir bændur

Þess vegna á bara útrýma því. Þetta sagði Ásgeir Jónsson, formaður fjallskilanefndar á Tálknafirði: "Það er ekki eftirsóknavart að rækta þetta fé til manneldis. Á því sé ekki sú vöðvafylling sem bændur sækist eftir". Hvað koma þessar kindur bændum við ? Á ekki bara útrýma öllu sem ekki uppfyllir fitustaðal bænda.

Hæstiréttur sér um sína

Þannig munu öll mál sem koma fyrir Hæstarétt enda þegar einhver leyfir sér að höfða mál gegn glæpabönkunum.
mbl.is Skelfileg skilaboð frá Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítvoðungaþjóðin

baby.jpg

Bara spurning ein, er lýsandi fyrir þroskastig þjóðarinnar. Hverjum treystir þú best til að leiða þjóðina úr kreppunni ? Ég skil vel að einhver þarf að leiða ungabarn yfir umferðargötu. En fullorðnir eru greinilega á þroskastigi hvítvoðungsins og þarf alltaf að láta leiða sig, fram á gamals aldur. Trú á eigið frumkvæði er ekkert eins og hjá óvitanum sem treystir því, að einhver annar muni leysa öll vandamál og gera allt fyrir hann. Hvers vegna valdi enginn Guð ?


mbl.is Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áður óþekkt áhættusækni

Það veit sá sem allt veit, að allt kapp verður lagt á að frýja íslenska eftirlitsaðila allri ábyrgð. Við munum sjá það í hvítbókinni þegar hún verður gefin út. Skuldinni verður að sjálfsögðu skellt á vonda útlendinga eins og alltaf, og hinir meðvirku íslensku svefngenglar munu sitja áhyggjulausir áfram í feitum störfum sínum.
mbl.is Eftirlitsstofnanir brugðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborg um fjárglæpamennina ?

Ég sannfærist æ meir um réttmæti gagnrýni Þórs Sari á frumvarp Árna Páls Árnasonar. Það virðist hreinlega sérsniðið að þörfum fjárglæpamanna. Maður fer að spyrja sig í hvaða félagsskap hefur Árni Páll verið. Hverjir hjálpuðu honum að semja frumvarpið ?

Hvers vegna bara bréfin hans ?

Það er hið besta mál að Alþingisnefndin fái þetta til skoðunar. En hvað um bréf forsvarsmanna hrunaflokkanna sem steyptu öllu í glötun. Ég vildi nú gjarnan sjá tölvupósta þeirra líka. Eða er búið að finna sökudólginn sem stjórnmálaelítan getur sameinast um, og allir aðrir verða stikk frí.
mbl.is Forsetinn birtir bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fær Birgir gullið tækifæri

Það er nánast útilokað að Birgir Ármannsson nýti ekki tækifærið og finni þessu allt til foráttu þó hann gæti í hjarta sínu verið sammála frumvarpinu. Bara svona til að láta vita af sér og að hann sé hvergi hættur í leiklistinni.
mbl.is Samið við Verne Holding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og hvað með það

Bjarni segir við sitjandi formann. "Ég ætla að bjóða mig fram" . Snúast ekki stjórnmál um að einstaklingar bjóði sig fram ?
mbl.is „Átti bara að vera okkar á milli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örugglega ekki sá eini

Það er full þörf á því, að skoða stjórnsýsluna, embættismenn og stjórnmálamenn með smásjá. Ef einhver minnsti grunur er á misferli þá á hrinda þeim til hliðar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi komist yfir skinkubréf á grunsamlegan hátt eða sé innblandaður í fjármálasukk. Átti ekki að "velta við hverjum steini" eins og Björgvin G. Sigurðsson sagði á sínum tíma ? Enn sem komið hef ég bara séð hreyft við nokkrum sandkornum. Ég vil sjá öfluga jarðýtu, sem skilur eftir sig auða jörð.
mbl.is Baldur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórleikarinn hneykslaður

Stórleikarinn á Alþingi Birgir Ármannssson er viðkvæmur maður eins og títt er um leikara. Hann gekk nánast af göflunum yfir þessari setningu: „Já, þú ættir nú að þekkja það Tryggvi. Þú ert nú hár í loftinu.“ Kanski ætti þessi ofurviðkvæma sál að fara að leita að annarri vinnu þar sem álagið er minna.
mbl.is Sagði framkomu Steingríms hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband