Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Það var lagið

jail.jpgAfsökun og iðrun er góð og gild þegar búið er að dæma. Þá skal ég taka hana til greina, ekki fyrr. Svona eigum við að meðhöndla íslensku útrásarböðlana.
mbl.is Madoff í 150 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er fundinn

Enda þóttust gamlir menn þekkja Pál strax þar sem hann lá í kistu sinni.
mbl.is Leifar Páls postula fundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfileg refsing

Þetta eru ágætis viðmið þegar kemur að íslensku fjárglæframönnunum. Þó gæti ég hugsað mér örlítið mildari refsingu: 110 ár er hæfilegt og sanngjarnt að mínu mati.
mbl.is Krefjast 150 ára fangelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gungurnar komnar fram

Nú er lag að frýja sig ábyrgð. Framsóknarflokkurinn auðvitað en að Borgarahreyfingin skuli vera þarna með í báti hinna huglausu, sem þora ekki að taka afstöðu, það undrar mig. Nei annars það undar mig ekki, þetta er jú Alþingi.
mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta viðskiptaráð að tjá sig ?

Eitthvað rámar mig í að þetta s.k. viðskiptaráð hafi lýst því yfir á sínum tíma að Ísland ætti enga samleið með öðrum þjóðum því við stæðum þeim öllum framar á öllum sviðum. Allt sem kemur frá þessu ráði nú er því bara marklaust orðagjálfur sem enginn tekur mark á.
mbl.is Skattlagnin vaxtagreiðslna óráðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað veit hann um það

Hvort við munum ekki einangrast á alþjóðavettvangi ef stöndum ekki við samninga? Er hann kanski skyggn ?
mbl.is Segir að Ísland eigi að fella Icesave-samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnkar hvað ?

og hvar er þessi fjandans aflandsmarkaður og hvar er þetta Afland ? Finn það ekki á kortinu.
mbl.is Munur á gengi krónu minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu

Nú er bara að koma karlhlunkunum tveimur í nefndinni burt, svo Sigríður fái vinnufrið.
mbl.is Sigríður ekki vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég tryggður hjá fasteignasölu

Samviskusamlega hef ég greitt iðgjöld til þessa fyrirtækis. Þeir bröskuðu með peningana mína í Hong Kong og töpuðu 3,2 milljörðum. Ég hef ekki geð í mér að eiga viðskipti við spilavíti. Tillögur um aðra valkosti óskast. Eða er eins mig grunar: Ekki er lengur hægt að treysta neinu íslensku fyrirtæki.
mbl.is Rifta kaupum á húsi í Macau
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holdgervingur spillingarinnar

Finnur Ingólfsson er búinn að missa flugfélagið sitt. Það er ekkert mál fyrir hann, því að tjónið lendir á Landsbankanum eða þjóðinni öllu heldur. Allt samkvæmt áætlun hins siðlausa.
mbl.is Langflug gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband