Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Verið ÞIÐ bara bjartsýn
2.2.2009
Á hverjum degi birtast nýjar tölur um aukið atvinnuleysi, þúsundir eru án atvinnu. Þetta virkar eins og tölfræði líkt og breytingar á gengi krónunnar. En á bak við þessar óhugnanlegu tölur eru einstaklingar sem ekki geta lengur geta séð sér og sínum í farborða. Í kjölfarið kemur vonleysi, kvíði og depurð. Ýmsir sérfræðingar enn á fullum launum hafa, örugglega í bestu meiningu, bent á nauðsynleg viðbrögð við slíku ástandi: Vakna snemma, fara út að ganga, hitta vini og kunningja eða gera bara eitthvað skemmtilegt.
Þetta er örugglega allt vel meint. En óneitanlega kemur upp í hugann skilgreining franska skáldsins Viktor Hugo á hugtakinu bjartsýni: Bjartsýni er það, að líta björtum augum á vandamál annarra.
Boltaleikur hefur forgang
1.2.2009
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)