Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Verið ÞIÐ bara bjartsýn

Á hverjum degi birtast nýjar tölur um aukið atvinnuleysi, þúsundir eru án atvinnu. Þetta virkar eins og tölfræði líkt og breytingar á gengi krónunnar. En á bak við þessar óhugnanlegu tölur eru einstaklingar sem ekki geta lengur geta séð sér og sínum í farborða. Í kjölfarið kemur vonleysi, kvíði og depurð. Ýmsir sérfræðingar enn á fullum launum hafa, örugglega í bestu meiningu, bent á nauðsynleg viðbrögð við slíku ástandi: Vakna snemma, fara út að ganga, hitta vini og kunningja eða gera bara eitthvað skemmtilegt.

Þetta er örugglega allt vel meint. En óneitanlega kemur upp í hugann skilgreining franska skáldsins Viktor Hugo á hugtakinu bjartsýni: Bjartsýni er það, að líta björtum augum á vandamál annarra.


Boltaleikur hefur forgang

Á örlagastund í íslensku þjófélagi var verið að kynna nýja ríkisstjórn í beinni útsendingu á RUV. Í miðri sendingu er klippt á blaðamannfundinn til að sýna einhverja gaura í boltaleik. Ég ætlaði ekki að trúa mínum augum. Þetta er sem sagt forgangsröðunin Ég vil ekki lengur vera skyldaður til að vera áskrifandi að að þessu ríkisrekna einkaútvarpi. Ég heimta einfaldlega að fá að segja upp áskriftinni, ekki seinna en í dag.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband