Alltaf léttur hann Hannes Hólmsteinn

Í viðtali við Wall Street Journal segir sérlegur ráðgjafi Davíðs Oddssonar, að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og Davíð Oddsson seðlabankastjóri kunni að vera fyrstu pólitísku fórnarlömb alþjóðlegu efnahagskreppunnar en líklega ekki hin síðustu. Svo bætir hann við, að vinstri menn séu með Davíð Oddsson á heilanum og vilji losna við hann úr embætti bankastjóra Seðlabankans.

Honum láðist hins vegar að geta þess hver hin raunverulegu fórnarlömb þeirra tvímenninga voru þegar yfir lauk, nefnilega íslenska þjóðin. Svo má deila um hver sé í raun með Davíð á heilanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband