Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

IceSafe og Bjöggarnir

Hvernig í ósköpunum stendur á því í þessari Icesave-umræðu að ekkert er minnst á stærstu glæpamennina, Björgólfsfeðga og bankastjórana Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Þeir eru hvergi nefndir til sögunnar. Þessa glæpamenn á taka föstum tökum. Frysta allt sem þeir eiga og ganga fram af fádæma ruddamennsku gegn þeim. Af umræðum að dæma mætti halda að Steingrímur J. hafi stofnað til þessa mafíureikings. Þessir kónar eiga að borga allt upp í topp eða að fara í gapastokkinn á Austurvelli, nema hvort tveggja sé.

Skinkubréfsdráttur

Það er munur á þjófum og þjófum. Þegar stóra skinkubréfsmálið kom upp á Selfossi fyrir nokkru var það kallað þjófnaður og gerandinn þjófur. Þegar Armani bófarnir í bönkunum stunda margfallt stórfelldari iðju er að það kallað fjárdráttur samanber mál starfsmanns Landbankans sem "teymdi" til sín á annað hundrað milljón króna. Er ekki kominn tími á að samræma málfar og tala tæpitungulaust. Að taka eitthvað ófrjálsri hendi er þjófnaður og viðkomandi þjófur.

Flati niðurskurðurinn

Stjórnvöld nenna ekki að fara að vinna í forgangsröðun innan stjórnkerfisins. Flatur niðursksurður er þægilegastur. Um leið senda þau þjóðinni þau skilaboð að t.d. kokteilsendiráð út um allan heim séu jafn mikilvæg ef ekki mikilvægari en rekstur sjúkrahúsa. Hver er annars núverandi heilbrigðisráðherra ? Ég kannast ekki við neinn. Man bara eftir Ögmundi sem gugnaði á verkefninu á fyrsta eða öðrum degi.
mbl.is Legurúmum fækkað á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru nú einu sinni Bandaríkin

Þar er maður handjárnaður og stungið inn fyrir að hnerra á almanna færi. Að láta sér detta í hug, að maður komist upp með að fara inn í landið ólöglega, og þar að auki að stynga lögguna af, án þess að löggæslan þar í landi geri ekki eitthvað í málinu, ber vott um dæmalaust dómgreindarleysi eða bara heimsku. Nenni bara ekki að fara í vorkunnarkast.
mbl.is Íslensk kona enn í haldi í Plattsburgh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan leiðrétt hjá Arion

Á DV er greint frá launhækkunum starfsfólks bankans. Ekki fæst upp gefið hversu miklar launahækkanir er um að ræða en Berghildur Erla Bernharðsdóttir, talsmaður bankans staðfestir að launahækkanir hafi átt sér stað hjá bankanum undanfarið. Hún kallar hækkanirnar launaleiðréttingu . Hvað er í gangi hér ? Eru þetta bónusgreiðslur fyrir að leggja bankann í rúst ? Er verið að endurræsa spilavítið á ný ?

Ég er enn tortrygginn

Þetta eru vissulega skemmtileg tíðindi en tortryggni minni gagnvart þessum flokki verður ekki eytt, fyrr en ég sé skriflega staðfestingu á því, að Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson eru ekki með gíruga puttana í öllu bak við tjöldin.
mbl.is Einar sigraði Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisrekið drápsæði

Þeir hreykja sér víkingarnir í Skagafirði fyrir að murka lífið úr refum sem fluttu hingað löngu fyriri landnám. Afríka getur þakkað sínu sæla fyrir, að Íslendingar hafa ekki sest þar að svo einhverju nemi. Svei ykkur.
mbl.is Veiddu samtals 390 refi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þessi Þjóðarhagur ?

Ef Franklín og félagar vilja endilega kaupa Baug og fara út í verslunarrekstur hvers vegna opna þeir ekki bara nýja verslun og veita Baugsfeðgum verðuga samkeppni? Franklín sagði fyrst og fremst bera hag neytenda fyrir brjósti. Hverjir eru þessir huldumenn að baki Franklín. Snýst þetta bara um Baugsfeðga sem persónur? Þjóðarhagur er huldufélag þar sem ekkert gengnsæi er fyrir hendi. Hér er eitthvað sem ekki stemmir.

Er verið að biðja um samúð ?

Ekki ræða það, get ekki kreist fram eitt tár. Þegar þúsundir hafa misst vinnu, meirihluti launamanna eru að lækka í launum. Margir hafa misst allt sitt. Það eru engar hetjur á hafi, engar hetjur í landi. Bara fólk sem vinnur vinnuna sína eða er atvinnulaust.
mbl.is Hvetja sjómenn til að sigla í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fara málaliðarnir á kreik

Þess má vænta að Mogunblaðið verði uppfullt af skrifum málaliða, sem vilja verja húsbændur sína meðal útrásarvíkinganna, þegar þeir lesa þessar óþægilegu staðreyndir, sem Gunnars Andersen nefnir, varðandi stórfelld lögbrot í aðdraganda hrunsins. Gætu ekki orð hans stórskaðað rannsókn og málferli sem framundan eru ?? Hver man ekki eftir skrifum Brynjars Níelssonar lögfræðings vegna Evu Joly á sínum tíma.
mbl.is Hagvöxturinn fenginn að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband