Þetta eru nú einu sinni Bandaríkin

Þar er maður handjárnaður og stungið inn fyrir að hnerra á almanna færi. Að láta sér detta í hug, að maður komist upp með að fara inn í landið ólöglega, og þar að auki að stynga lögguna af, án þess að löggæslan þar í landi geri ekki eitthvað í málinu, ber vott um dæmalaust dómgreindarleysi eða bara heimsku. Nenni bara ekki að fara í vorkunnarkast.
mbl.is Íslensk kona enn í haldi í Plattsburgh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er mikið í USA og málið er, að þegar kemur að opinberum starfsmönnum eða yfirleitt yfirvaldinu þar, þá hlýðir maður í einu og öllu, það er ekkert til sem heitir elsku mamma þar og maður fær ekki neina sérstaka samúð nema síður sé ef maður er "útlendingur". Þetta er alveg rétt hjá Magnúsi, það er allt sett undir einn hatt, stinga lögguna af er bara þannig brot, skiptir ekki máli hvort maður sé fjöldamorðingi eða bara að stinga hana af í gamni sínu.

Agnar (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:20

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Agnar. Bandaríkin eru bara svona og það ættum við að vita. Ekki hugnast mér lögregluveldið þar í landi. Þeir líta jafnvel á útlendinga sem hugsanlega hryðjuverkamenn.

Finnur Bárðarson, 2.12.2009 kl. 17:24

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

samála ykkur - vissara að fara að settum reglum

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 17:31

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já Jón hvort sem manni hugnast lögin eða ekki.

Finnur Bárðarson, 2.12.2009 kl. 17:33

5 identicon

Samt mætti læra ýmislegt af þeim, þeir taka td glæpamenn engum vettlingatökum og þar eru efnahagshryðjuverkamenn ekki útundan.

Arngrímur (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:39

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það líkar mér hins vegar vel Arngrímur.

Finnur Bárðarson, 2.12.2009 kl. 17:53

7 Smámynd: Offari

Reglur eru til að brjóta þær. annars þyrfti engar reglur ef enginn er til að brjóta þær.  Annars er þetta hvimleitt mál og ég vorkenni greyið stúlkuni og hennar aðstandendum.

Offari, 2.12.2009 kl. 18:11

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já auðvitað er þetta barnakapur en ekki glæpamennska Offari. Kanninn tekur bara á svona smámálum af taumlausu offorsi.

Finnur Bárðarson, 2.12.2009 kl. 18:14

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessi kona á að baki ærið vafasaman feril, rak hér sértrúarsöfnuð ásamt amerískum friðli sínum, þar sem fjárplógsstarfssemi og andleg kúgun var daglegt brauð. Vísast gengur hún ekki á öllum stimplum. En það fer áreiðanlega vel um hana í bandarísku dýflissunni. Engin ástæða til að vorkenna henni. Hún sýpur nú sitt eigið meðal og verði henni að góðu.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 18:26

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er ekkert verið að skafa af því Baldur :)

Finnur Bárðarson, 2.12.2009 kl. 22:30

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég vildi hinsvegar óska þess að íslenska löggan tæki á málefnum útlendra sakamanna af sömu einurð og sú bandaríska.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 22:47

12 Smámynd: Eygló

Einmitt það sem ég vildi sagt hafa, - að hér tækist betur að hafa hendur í hári lögbrjóta. Segi ekki að við þurfum að ganga eins langt og vænisjúkir Kanarnir, en eitthvað mætti af þeim læra og nýta.

Eygló, 2.12.2009 kl. 22:59

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú við ættum að ganga skrefi lengra en Kanarnir.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 23:03

14 Smámynd: Eygló

Baldur, hvar endar skrefið þeirra og hvar lenti okkar þá? 

Nei, þekki maður lögin ætti maður svona helst að fara eftir þeim. Nema mann langi rosalega til að fá þyrlu til að leita og finnist smart appelsínugulir samfestingar.

Hérna vantar ýmislegt í lögin. Höfum fengið smjörþefinn af því eftir Fallið. Og það sem verra er, - þeim lögum sem þó eru til, er ekki fylgt eftir.

Eygló, 2.12.2009 kl. 23:21

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Menn hunsuðu viðvaranir Frjálslynda flokksins og nú hefnist mönnum fyrir það.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 23:24

16 Smámynd: Eygló

Hör nu og se:  "...ærið vafasaman feril, rak hér sértrúarsöfnuð ásamt amerískum friðli sínum, þar sem fjárplógsstarfssemi og andleg kúgun var daglegt brauð..."

Er þetta bara si svona slúður eða VEISTU þetta? Þetta getur verið hættulegur leikur, ekki síst á netinu þar sem google finnur flest og pælingar verða að staðreyndum

Eygló, 2.12.2009 kl. 23:28

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, það var mikið skrifað um þau skötuhjúin í blöðin á sínum tíma og fólk kom fram undir nafni og sagði raunasögur af samskiptum við þau. Það voru ferlegar sögur, ég fæ enn martraðir á næturnar þegar ég minnist þeirra. Og þær voru rifjaðar upp nú um daginn þegar frúin er kominn í tukthúsið. Ég trúi því ekki andartak að hún hafi verið þarna í friðsamlegum erindagerðum. Þeir trúi sem vilja en ég geri það ekki.

Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 23:34

18 identicon

Þetta er nú líka svolítið kjánalegt, það er glæpur útaf fyrir sig að flýja úr fangelsi, eða lögreglustöð, og miklu alvarlegra en að koma ólöglega til landsins. Ef hún hefði ekki reynt að fara þá hefði henni sennilega bara verið vísað úr landi og málið dautt. Auðvitað á að taka á þessu því að ef lögreglan sýnir að það sé allt í lagi að reyna að stinga af þá reyna það náttúrulega allir.

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 01:48

19 Smámynd: Eygló

Ekki sæi ég ástæðu til að hlaupa (fyrir utan að nenna því ekki) ef ég teldi mig saklausa og ætti mér einskis ills von.  Veit ekki með aðra.

Eygló, 3.12.2009 kl. 03:30

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með Baldri og segi þessari konu er engin vorkunn, eigi mun ég segja frá því sem ég veit, þjónar engum tilgangi, en að vorkenna henni er út í hróa.

Tek svo einnig undir það að réttarkerfi Íslendinga er sniðið fyrir glæpamenn,
Fékk eiginlega nett sjokk á sínum tíma er ég komst að því, en þeir eru eiginlega alltaf að hræra í smámálunum, en láta hin stóru sleppa.
Hvað segir það okkur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2009 kl. 07:23

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þegar frú Guðrún Emilía tekur jafn sterkt til orða er ástæða til þess að staldra við og hugsa. Aldrei hef ég reynt þessa fögru frú að því að fara með fleipur. Hún er orðvör og tillitssöm. Við skulum taka mark á henni.

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 11:03

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna, ég er titluð fögur frú, þessi orð þín Baldur minn kæri, bjargaði deginum og segi virðingin er gagnkvæm.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2009 kl. 11:33

23 Smámynd: Jens Guð

  Við sem höfum alist upp við umburðarlyndi og einhverskonar frjálsræði nágrannalanda (Skandinavíu) hrökkvum dáldið við þegar kemur að Bannríkjum Norður-Ameríku (Bandaríkjunum).  Ég var giftur konu með bandarískan ríkisborgararétt í USA í næstum aldarfjórðung og hef húmor fyrir þessari alvörusemi.  Og þar fyrir utan hef gaman af að sprella.  Í fyrra fór ég til Boston.  Var í flugfél með Geir H.  Haaarde,  Kára Stefánssyni (De Code) og fleirum.  Landamæraverðir fóru samviskusamlega yfir gjaldeyrisforða minn.  Hann samanstóð af evrum,  enskum pundum og fleiri gjaldmiðlum. 

  Ábúðafullir og einkennisklæddir tollverðir vildu slumpa á útreikning á gjaldmiðlum.  Ég tók það ekki í mál.  Krafðist nákvæms útreiknings.  Það olli miklum vandræðum því ég var líka með færeyskar krónur og ýmsan annan gjaldeyri sem ég krafðist að væri reiknaður út frá dollar.  Þetta stíflaði alla afgreiðslu á komu Ísendinga til Boston.  Ég gaf hvergi eftir.  Lét reikna út allan gjaldeyri. Vesalings tollverðirnir þurftu að hringja út og suður til að fá staðfestingu á tollgengi hinna ýmsu gjaldmiðla.  Á meðan biðu Geir Haaarde og hvað hann heitir Samfylkingarkallinn,  Lúðvík eða Lúðvíksson.  Minn aulalegi einkahúmor tafði afgreiðslu um hálftíma eða svo.  Það var bara gaman.  Smá sprell.

Jens Guð, 4.12.2009 kl. 01:48

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábært hjá þér Jens

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.12.2009 kl. 08:30

25 Smámynd: Finnur Bárðarson

Snilld Jens

Finnur Bárðarson, 4.12.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband