IceSafe og Bjöggarnir

Hvernig í ósköpunum stendur á því í þessari Icesave-umræðu að ekkert er minnst á stærstu glæpamennina, Björgólfsfeðga og bankastjórana Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Þeir eru hvergi nefndir til sögunnar. Þessa glæpamenn á taka föstum tökum. Frysta allt sem þeir eiga og ganga fram af fádæma ruddamennsku gegn þeim. Af umræðum að dæma mætti halda að Steingrímur J. hafi stofnað til þessa mafíureikings. Þessir kónar eiga að borga allt upp í topp eða að fara í gapastokkinn á Austurvelli, nema hvort tveggja sé.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála því að taka eigi þessa glæpona föstum tökum, einnig þá sem afhentu þeim bankana og gáfu þem grænt ljós til allra þeirra óhæfuverka.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Þarna kemurðu að athyglisverðum og mikilvægum punkti Finnur.

Það er auðvitað búin að vera systematisk herferð hjá mbl, Sjálfstæðismönnum og Framsókn við það að snúa öllu havaríinu upp á núverandi stjórn. Þ.e. upp á stjórnina sem fékk það hlutskipti að þrífa upp viðbjóðinn eftir græðgivæðingu Do, xd og xb.

Það er afskaplega mikilvægt að mínu mati að halda fókus á það hvað raunverulega gerðist hér. Þjóðin er jú eins og allir vita haldin illvígu gleymskusyndómi.

Persónulega þá held ég að hér verði lítill vinnufriður, uppbygging og endurnýjun fyrr en fólkið í landinu getur gengið að því vísu að þeir sem ábyrgð bera verði dregnir fyrir dómstóla.

hilmar jónsson, 5.12.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Tek undir hvert orð hjá þér HIlmar. Það á að lauma þesu máli yfir á einhverja aðra sem hvergi hafa komið næri þessum viðbjóði.

Finnur Bárðarson, 5.12.2009 kl. 20:56

4 identicon

Svo er drullusokkurinn/glæpamaðurinn Sigurjón Árnason að spóka sig á Tenerife eins og ekkert sé. Það þarf að fara að þurrka glottið af þessum glæpamönnum,þeir munu svo sannarlega ekki sleppa. Ef það fer ekkert að ské í málum þessara glæpamanna verður allt brjálað og það verður upplausn í þjóðfélaginu,fólk hættir að virða lögin og dómstóll götunar tekur þessa menn fyrir.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 21:57

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála þér Finnur í stað þess að taka málin föstum tökum þá er stjórnin að gera samninga um atvinnuuppbyggingu við þessa þá sem hafa sett landið á hausinn.

Sigurjón Þórðarson, 5.12.2009 kl. 21:59

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Annars þá léku þessir gaukar í Landsbankanum eftir þeim leikreglum sem stjórnmálamennirnir settu þeim.

Sigurjón Þórðarson, 5.12.2009 kl. 22:01

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta fer að verða óþolandi Sigurjón og Árni. Ég heimta ofbeldi gagnvart þessum mönnum eins og þeir hafa beitt okkur. Ekki neina skoðun og málavafstur heldur bara járnglófana með göddum

Finnur Bárðarson, 5.12.2009 kl. 22:20

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

og Árni einmitt "glottið".....

Finnur Bárðarson, 5.12.2009 kl. 22:21

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ósköp einfalt Finni og það er að stjórnarflokkarnir vita sem er að mál þessara manna eru eða munu fara í rannsókn og það væri þar að auki notað gegn þeim í umræðunni. Stjórnarandstaðan forðast auðvitað eins og heitan eldinn að minnast á aðalgerendur málsins.

Það erum við bloggara sem getum haldið þessum þætti á lofti og það er okkar hlutverk. Ekki má svo gleyma Kastljósviðtalinu hans Davíðs Oddsonar sem varð þess valdandi að Ísland fékk á sig hryðjuverkalögin frá Bretum.

Ég er næstum því farin að skilja Bretana vegna þess að þeir tóku mark á DO en við vorum auðvitað löngu hætt því og vissum svo vel um hinar frægu smjörklípur og markleysu þeirra

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.12.2009 kl. 23:19

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Hólmfríður er alveg með þetta....

hilmar jónsson, 5.12.2009 kl. 23:23

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott innlegg Hólmfríður

Finnur Bárðarson, 6.12.2009 kl. 01:16

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Helvíti er Björgúlfur góður í að gera þetta skuldamál sitt að pólitískru umræðu. Bæði að hirða allan aurinn og skilja síðan eftir væna skuld fyrir þjóðinna og fara síðan á hasinn.

Að hrapa frá því að vera einn af 50 ríkustu mönnum á kringlunni og fara síðan í gjaldþrot, er afrek út af fyrir sig...þeir sem trúa þessu gjald-roti... 

Óskar Arnórsson, 6.12.2009 kl. 02:16

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hólmfríður bullar eins og venjulega. Hún veit ekkert um þetta. Alistair Darling hefur sjálfur sagt frá því hvað varð til þess að ákvörðun var tekin og það var eftir samtal við íslenskan ráðamann. Í Umsátrinu er atburðarásin rakin ítarlega, greint frá fundum og skeytasendingum frá breska fjármálaeftirlitinu og það er alveg ljóst að þessi aðgerð var lengi í undirbúningi af hálfu Breta.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband