Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Málningarslettur að handan ?
14.12.2009
Lögreglan hefur ekki græna glóru hverjir standa á bak við málningarslettur á glæsihallir fjárglæframanna. Eftirlit og myndvélar leiða ekkert í ljós. Ég er farinn að hallast að því, að þeir sjálfir standi á bak við þetta, í veikri von um samúð alþýðunnar. Nema einhverjir að handan, okkur dauðlegum ekki sýnilegir, séu þarna á ferð að veita þeim verðskuldaða áminningu.
Skilur eftir sig rjúkandi rústir
12.12.2009
hvar sem Hannes Smárason hefur farið um, hefur hann skilið eftir sig brunarústir einar. Sjálfur fitnar eins og púkinn á fjósbitanum. Vona að sérstakur saksóknari fari að taka þennan mann fyrir af alvöru. Það bókstaflega verður að koma slíkum brennuvörgum úr umferð áður en enn meira tjón hlýst af.
![]() |
350 milljarða tap Stoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glæpaþjóðin
11.12.2009
Hvar sem borið er niður birtast fréttir af þessu tagi. Það er ekki ofmælt að kalla Ísland glæpaþjóð miðað við umfangið af glæpum miðað við höfðatölu. Svo eru menn að væla hér á landi um skort á vinum. Við eigum enga samleið með siðuðum þjóðum. Bjóðum Dr. Mugabe í opinbera heimsókn og finnum okkur samherja við hæfi.
![]() |
Grunur um milljarða sýndarviðskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2009 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ekkert athvarf fyrir auðmenn ???
11.12.2009
Í fréttum RUV var sagt frá því að framkvæmdum við sérstaka svítu ætluð auðmönnum hefði verið frestað um sinn. Björgólfur Guðmundsson vildi hafa hönnun í "heldri manna stíl" enda ekki annað við hæfi manna sem vilja skrá nafn í sögubækurnar fyrir að setja þjóð sína í gjalþrot. Það eru hins vegar til lúxussvítur á Litla Hrauni sem hæfa betur mönnum eins og honum og syni hans.
![]() |
Harpa skal tónlistarhúsið heita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bandaríska siðgæðið
11.12.2009
Hvern fjandan varðar fólk um það þótt gaurinn hefði 200 hjákonur. Annað eins hefur nú gerst.
![]() |
Netverjar hella sér yfir Tiger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er í gangi hér ?
10.12.2009
Fékk hrappurinn 3,9 milljarða króna í eigin vasa eftir allt saman eða er ég að misskilja eitthvað ?
![]() |
Kröfu Bjarna ofaukið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Innrásin að hefjast
10.12.2009
Þrátt fyrir engilbjarta ásjónuna leynist biksvört sál græðgi og siðleysis. Þessi maður sem átti drjúgan þátt í að setja þjóðina á vonarvöl tekur við þar sem frá var horfið. Úr brunarústunum ætlar hann að næla sér í síðustu aurana til eigin brúks. Fleiri af hans sauðahúsi munu fylgja í kjölfarið. Það er kominn tími til að sérstakur saksóknari, með handjárnin á lofti, vaði í þennan mann .
![]() |
Heildarkröfur Bjarna 4 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hæstiréttur mun frelsa þá
9.12.2009
Trúlegt er að Daníel Þórðarson og Stefnir Agnarsson muni áfrýja dómnum til hæstaréttar. Þar eiga þeir hauka i horni. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að Hæstiréttur muni ógilda dóminn umsvifalaust. Hæstiréttur verndar sína, ef ekki er um að ræða ketþjófa.
![]() |
Dæmdir fyrir markaðsmisnotkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leiðinlegastur maður þingsins
7.12.2009
Höskuldur Þórhallsson hefur velt Birgi Ármannssyni úr sessi sem leiðinlegasti maður þingsins. Á hæla þeim koma Árni Johnsen, Bjarni Bendeikstsson, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadótttir, Birgitta, Sigmundur Davíð, og Robert Marshall. En það er af nógu að taka. Spurning er: Eru ekki þingmennirnir allir leiðinlegastir allra. Jón Valur er ekki á þingi svo hann er undanskilinn.
![]() |
Átök innan Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þyrlur og torfbæir
7.12.2009
Dósmálaráðherra er ósáttur við fækkun á þyrlum hjá Gæslunni. Það er vel skiljanlegt enda um líf og öryggi að ræða. "Heilbrigðisráðherrann", Álfheiður Ingadóttir hefur hins vegar ekki lýst sambærilegum áhyggjum vegna stórfellds niðurskurðar á LSH. Síðast þegar hún tjáði sig opinberlega var það vegna verndunar torfbæja. Heilbrigiðiskerfið hefur engan ráðherra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)