Hvað er þessi Þjóðarhagur ?

Ef Franklín og félagar vilja endilega kaupa Baug og fara út í verslunarrekstur hvers vegna opna þeir ekki bara nýja verslun og veita Baugsfeðgum verðuga samkeppni? Franklín sagði fyrst og fremst bera hag neytenda fyrir brjósti. Hverjir eru þessir huldumenn að baki Franklín. Snýst þetta bara um Baugsfeðga sem persónur? Þjóðarhagur er huldufélag þar sem ekkert gengnsæi er fyrir hendi. Hér er eitthvað sem ekki stemmir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér finnst stórundarlegt að fólk fór að skrá sig fyrir hlutum í þessu leynifélagi þótt ekki mætti vitnast hverjir höfuðpaurarnir væru.

Þjóðin stendur upp fyrir haus í óþveranum, en sumir hafa greinilega ekkert lært.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 16:52

2 identicon

Heill og sæll Finnur; og þið aðrir/önnur, hér á síðu !

Hvort; sem Guðmundur Franklín, og liðsfólk hans, eignuðust Haga og fylgihnetti þeirra - eða; stofnuðu nýja verzlunar samstæðu, VERÐUM við, að losna við Jóhannes og son, úr augsýn okkar - helzt; að eilífu, þessa andskotans loddara, Finnur minn - og þið; Axel Jóhann.

Annars; verður vart líft, á landi hér - sama; gildir um þá hina, sem komu okkur, í þessa andskotans stöðu, piltar - innan þings, sem utan.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:02

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að fólk sé að láta teyma sig út í einhverja vitleysu Axel.

Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 17:05

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hef bara áhuga á ódýrum mat Óskar. Ekki skal ég mæra þá feðga. En spurning sem ég vil fá svar við hver þessi Franklín er. Er hann eitthvað betri ? Fyrir mér fjalla matarinnkaup ekki um hugsjónir. Kveðja skálkurinn þinn úr 101 :)

Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband