Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gerið hann berstrípaðan

Vona að bankinn láti ekki staðar numið hér. Takið allt af þessum myrkarhöfðingja, þyrlur, flugvélar, hús, sumarhús, kvóta og seljið hæstbjóaðanda. Skiljið hana eftir á nærbrókunum einum saman. Þá getum við loks farið að tala um einhverja sanngirni.
mbl.is Toyota á Íslandi sett í sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir geta andað léttar

Samkvæmt gildandi lögum um ráðherraábyrgð fyrnast öll brot sem ráðherrar ríkisstjórnar kunna að hafa orðið valdir að í síðasta lagi þremur árum eftir að brotin voru framin. Öll vanræksla íslenskra ráðherra fyrir árið 2007 er fyrnd í dag. Þeir geta því andað léttar, hvítþvegnir, og sýnt þjóðinni fingurinn um leið.

Nú er nóg komið !!

Sjúklingar og starfsfólk í stórhættu vegna ofdekraðra drukkinna dólga og fýkla. Fangelsi, háar sektir og þar að auki full greiðsla fyrir aðhlynningu ættu að vera sjálfsögð viðbrögð.
mbl.is Slagsmál á bráðamóttökunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekin fyrir hvað ?

Nú þetta var einmitt það sem bankinn sérhæfði sig í gegnum tíðina.
mbl.is Fjárdráttur hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi ?

Er þá komin endanleg staðfesting á því að hér séu verstu bankamenn veraldar. Þá er ekki um að ræða annað, en að flytja inn t.d. pólska bankamenn sem kunna eitthvað í faginu. Við þurftum að hóa í Pólverja til að byggja fyrir okkur virkjun og þeir skiluðu verkinu án þess að eyðileggja nokkuð.
mbl.is Samkomulag um lækkun gengisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með dekrið

LSH berst í bökkum við að annast sjúklinga vegna fjárskorts. Á meðan er lagt ofurkapp á að halda við tilgangslausum sendiráðum Íslands víða um heim. Að sjálfsögðu vill Össur eiga mikið undir sér og hafa stóran flokk manna á ofurlaunum við vínsmökkum og sjálfsdekur. Grunnviðir samfélagsins eins og sjúkrahús eru í hans huga hégómi einn miðað við drauminn um STÓRÍSLAND. Hugmynd Styrmis Gunnarssonar um stórkostlega fækkun á þessum kokteilstofnunum er löngu tímabær.
mbl.is Læknaráð lýsir áhyggjum af sparnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurkoma spilavítis

Nýja nafnið á þessum s.k. banka á að vísa til þrautseigju, samvinnu og endurkomu. Mig hryllir við þessum orðum í þessu samhengi. Aldrei mun ég setja minn fót inn fyrir dyr í þetta spilavíti endurkomunnar.
mbl.is Kaupþing verður Arion banki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurstyggðin holdi klædd

Er hægt að ganga lengra í viðbjóði, sem hann hann býður þjóðinni upp á. Þjóðinni sem hann átti drjúgan þátt í að setja á vonarvöl. Útskúfun úr samfélaginu er látlaus krafa.
mbl.is Krafa Hannesar vegna innláns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rétti sökudólgurinn

Davíð Oddsson eys ótrúlegum fúkyrðaflaumi yfir sérstakan saksóknara í Staksteinum í dag. Ástæðan: Baldur er persónulegur vinur Davíðs og innmúraður Sjálfstæðismaður og aðrir hafa líklega gert meira af sér. Svo eru 250 milljónir bara smáaurar. Þarf nokkur lengur að velkjast í vafa um niðurstöðu rannsóknar hrunsins ef Davíð hefði væri við völd. Embætti saksóknarans og nefndin yrðu lögð niður og Evu Joly vísað úr landi. Öllum gefin grið nema Baugsfeðgum.

Milli hvað ?

Ég er að velta því fyrir mér hvaða millistétt Bjarni er alltaf að tala um. Eru það ræstingarkonurnar á LSH kanski, öryrkjar og einstæðingar sem formaður hefur svona miklar áhyggjur af ? Spyr bara si svona.
mbl.is Skattahækkanir koma verst niður á millistéttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband