Ríkisrekið drápsæði

Þeir hreykja sér víkingarnir í Skagafirði fyrir að murka lífið úr refum sem fluttu hingað löngu fyriri landnám. Afríka getur þakkað sínu sæla fyrir, að Íslendingar hafa ekki sest þar að svo einhverju nemi. Svei ykkur.
mbl.is Veiddu samtals 390 refi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tel að tjón af völdum refsins sé stórlega ýkt, annað mál er með minkinn.

Refurinn nam land löngu á undan manninum, því má segja að við séum boðflennur á hans landi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 20:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Refurinn nam land á Íslandi löngu á undan manninum... átti þetta að vera

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 20:21

3 identicon

Og hver var það sem útrýmdi geirfuglinum, var það refurinn؟

Matthías (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:25

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Algerlega sammála Axel minkurinn er annað dæmi en ég er formaður refavinafélagsins sem ekki hefur verið stofnað :) Eins og þú segir þá ætti rebbi að hafa forgang. Hvað er virðing fyrir frumbyggjum? Eða getur víkingþjóðin ekki lifað mmeð öðrum ferfætlingum en kindum og kúm ?

Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 20:26

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þið hafið greinilega ekki komið að greni og talið á milli 30 og 40 hausa af vorlömbum á víð og dreif umhverfis. Það hef ég gert og sá enga ástæðu til að velta vöngum yfir landnámi Íslands. Enda voru þessir hausar með mínu fjármarki.

Árni Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 20:51

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég gef fullokominn skít í þessi lömb sem þú ert að tala um Árni. Nóg er af þeim og mætti fækka til muna

Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 21:14

7 identicon

Ég get ekki annað en dregið í efa að þú hafir nokkurn skilning á íslenskri náttúru. Ég hef alist upp innan um fuglalíf og refi og stundað refaveiðar í þónokkur ár. Ég er ekki á því að útrýma refnum en honum þarf að halda í skefjum, hér á landi á refurinn sér engann náttúrulegann óvin eða samkeppnisaðila um fæðuna, ef veiðum á honum verður hætt fjölgar honum fram úr öllu hófi sem á eftir að koma ansi harkalega niður á öllu lífríki landsins. Það á eftir að byrja á ákveðnum fuglategundum og leggjast svo á aðrar. Víða er hægt að sjá stórann mun á fuglalífi á milli ára í beinu samhengi við fjölda afræningja á svæðinu. Með tilkomu mannsins og ákveðinni þróun honum tengdri hafa allar aðstæður breyst verulega á einni eyju á rúmum 1100 árum, við verðum að halda áfram að lifa með því, ef við hreyfum svona skyndilega við einum þætti, og einum mikilvægasta þætti íslensks lífríkis, þá fer allt í rugl.

Að lokum finnst mér þú svara Árna hér að ofan heldur hranalega, hefur sauðfé eitthvað þvælst fyrir þér? Ef menn ætla að vera með hroka og rembing, þá er alveg lágmark að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Og eigðu ánægjulegt kaffihúsakvöld.

Vilhjálmur Arnórsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:49

8 identicon

Voðalegar sultur eruð þið, borgarbörnin, megið hvergi frétta af dýri sem dó af mannavöldum en haldið svo áfram að troða í ykkur kjúklingi og kjöti hvers konar án þess að hugsa lengra en nef ykkar nær um hvernig það er til komið á diskinn ykkar

Ef refurinn fær að valsa um mun hann útrýma öllum mófugli t.d...eins og hefur þegar gerst á Hornströndum.  Í Mývatnssveit þar sem ég þekki aðeins til, myndu þeir 100+ refir sem þar eru skotnir á ári, fjölga sér alveg gríðarlega og eyðileggja fjölbreyttasta andarvarp í Evrópu á kannski innan við 10 árum, og auðvitað taka mófuglinn í leiðinni.

 En ykkur er auðvitað skítsama...en það er allt í lagi, því okkur sem höfum e-ð vit á málinu er líka skítsama um hvað ykkur finnst.

Skarphéðinn Ingason (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:01

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég skal svara enn hranarlegar: Hefurðu kíkt í frystukysturnar í Bóbus: Lambahausar dýravinnanna gaddfreðnir blasa við. Allt þett bull um fugla í þér Vilhjámur er ekki svarvert. Í Guðana bænum látum ekki manneskjuna og alls ekki bændur fara að fikta í náttúrunni.

Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 22:02

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skarphéðinn: Refurinn mun útrýma mannkyninu það vita hinir miklu víkingar norðursins. LEYFUM REFNUM AÐ VALSA UM EINS OG HONUM SÝNIST: HANN Á HEIMA HÉR OG HANN MÁ ÉTA EINS MIKIÐ OG HANN VILL.

Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 22:09

11 identicon

Heldur þú að þetta snúist bara um bændur? Og þú talar um drápsæði, ég þekki marga refaviðimenn, engir þeirra fær sérstaka ánægju út úr því að drepa þessi dýr, og ekki hef ég neitt yndi af því að drepa dýr, en þetta er verulega erfitt að útskýra fyrir sjálfskipuðum besservissurum sem virðast hafa ótrúlega yfirgripsmikla yfirsýn yfir heiminn útum gluggann hjá sér. Ég hef reynt að fylgjast með náttúrunni gagnrýnum augum og láta ekki tilfinningarök hlaupa með mig í gönur, en nú á síðustu misserum hefur ruðst fram hver sófariddarinn á fætur öðrum og babblað út í buskann um hluti sem þeir hafa takmarkað eða ekkert vit á, þrungið af beiskju og ergelsi, og oftast tengt einhverjum pirringi út í bændur. Og ef þú álítur það sem ég skrifaði um fuglana bull og ekki svaravert, þá kemur það úr hörðustu átt. Dýravinir svona og dýravinir hinsegin, svoleiðis lagað leggst á fólk sem lætur tilfinningar gagnvart náttúrunni hlaupa með sig í gönur, og gerir upp á milli dýra, veit að þetta hljómar þversagnakennt þar sem ég er að tala með því að menn veiði refi, en þetta er mín meining. Næst þegar þú ferð í þennan Bóbus þinn með öllum frystu kystunum þá skaltu bara horfa alveg framhjá þeim og drífa þig í grænmetiskælinn.

Vilhjálmur Arnórsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:19

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það skyldi þó ekki vera að mófuglabresturinn á Hornströndum hafi orðið um svipað leiti og minkurinn nam þar land. Hvernig var það, voru engir mófuglar á Íslandi fyrr en veiðar hófust á refnum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 22:21

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

He,he Axel kmeur þú áður en ég geng amok :)

Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 22:35

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Árni, er ekki meðalfallþungi lamba að hausti 16 kg? helmingum þá tölu til að fá sirka meðal þyngd lambsins yfir sumarið bætum við smá innmat og þá má lauslega áætla að rebbi hafi fengið minnst 10 kg. af hverju lambi. Það gera 3 til 400 kg af kjöti.

Árni þetta hafa verið meiri kraftaverkarefirnir á þessu greni að éta 400 kg af kjöti yfir sumarið, en vandlátir hafa þeir verið að velja bara lömb með þínu marki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2009 kl. 22:51

15 identicon

Þykir þér það óeðlilega há tala Axel. Ekki man ég nú þessa stundina hvar það var grenið sem var skoðað í einhverjum breskum náttúrulífsþætti, en þar kom t.d. fram að refahjón sem þar áttu sex yrðlinga hefðu læmingja sem megin fæðu, og frá því að yrðlingarnir fóru að nærast á fastri fæðu og þangað til að þeir færu að heiman, s.s 8-9 vikur, þá báru dýrin heim 3500-4000 læmingja, þeir vega nú sjálfsagt um 100 grömm í það minnsta þannig þannig að þessi tala, 3-400 kíló er ekkert uppi í skýjunum.

Vilhjálmur Arnórsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:13

16 identicon

Axel!    heldur þú að refurinn drepi bara þegar fullur fallþungi hefur náðst?

 Voðalegur sauður ertu þá gæskur, en það er nú lítið æti á hverju nýbornu lambinu að vori því hann þarf jú líka að næra sig á þá  og svo allt sumarið, auk þess að safna fyrir veturinn.

Varðandi þetta mikla dráp í Skagafirði þá læðist að mér sá grunur að þar sé all mikið um "búraref" þ.e hann hefði átt að vera í búrum til ræktunnar pelsa, en á einum stað var það til siðs að láta "liggja við opið"   þó ekki hafið það nú kannski gefið góða raun   foxið at tarna var ekki svo mikið á því að koma inn aftur, hvað þá heldur minkurinn á þeim sama stað. Einn flækti sig í runna hjá frænku og hélt að hann væri komið í búrið sitt, en þar lét hann sem sagt  lífið blessaður, frekar hvimleitt nefnilega að ætla vera í sólbaði út á palli með mink stökkvandi til og frá, þeir nefnilega bíta helvítin á þeim algjörlega að tilefnislausu.

(IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:27

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

LENGI LIFI REBBI . Annars flott athugaemd hhá Þér SIgurlaug :)

Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 23:37

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei Sigurlaug það geri ég ekki, lestu aftur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2009 kl. 00:08

19 identicon

Takk Finnur

Búin að lesa Axel,  en þú gleymir alveg að hann þarf lika að éta yfrir veturinn og þar sem það er langt því frá að allir bændur nái 16 kg fallþunga þá bara gegnur þetta ekki upp ...sorrý kútur

(IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:51

20 identicon

Því miður þá rakst ég hérna inn. Ég hef nú heyrt í mönnum tala um refinn af mikilli vankunnáttu og þekkingarleysi.  En að menn skrifi þetta svona hiklaust niður og setji inná veraldarvefinn. Finnur og Axel   þið gerið  veraldarvefinn leiðinlegan eða öllu heldur afar barnalegan, að tala svona um mál sem þið greinilega þekkið ekki neitt. Upphafið eða öllu heldur blogfærslan sem slík var nú nógu kjanaleg  en svo les maður commentin ykkar, þá er botninum náð.

Haldið ykkur bara við að blogga um kringluna, laugaveginn, strætó kerfið og smáralind,   ekki vera að gjamma um hluti sem þið hafið ekki hundsvit á.

bullu blogg hér er ritað

um refi hann ekkert veit 

það  er nokkuð vitað

þessi kemur ei úr sveit

Sveinn Björnsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 01:08

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurlaug, þegar þú gúglar "fallþunga dilka" þá kemur í ljós að sumstaðar rétt lafir fallþunginn í 16 kg og annarstaðar fer hann vel yfir það.

Rebbi veiðir líka yfir veturinn, en þá verður hann að snúa sér að öðru því fé mun víst farið af fjalli, en þú leiðréttir það auðvitað ef rangt er með farið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2009 kl. 01:10

22 identicon

Bara eitt að lokum Axel minn,  rebbi veiðir líka fé á veturnar, því hann lætur það nú ekki aftra sér að snúa heim að bæjum blessaður,  þar sem fé liggur við opið og oft á tíðum er það hans besti tími, en þetta myndir þú auðvitað vita ef þú vissir hvað þú værir að tala um.

Sem fyrrum sauðfjárbóndi og svo síðar refabóndi get ég nú eiginlega ekki gert upp á milli hvor skepnan er skemmtilegri, þó verð ég að segja að rebbi hefur miklu meiri karakter, svona í ætt við okkur,  sumir geðillir og tilbúnir í að stökkva upp á nef sér án þess í raun að vita af hverju, enda skýrði ég mína rebba í höfuðið á því fólki sem þeir líktust, og aðrir ljúfmennskan uppmáluð. Ég vildi ég væri enn  með refi því þá mundi ég skýra þá í höfuðið á bloggurum og þvílík flóra sem það væri.

(IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 10:31

23 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þið eruð nú meiri "ansk" refirnir

Jón Snæbjörnsson, 28.11.2009 kl. 10:33

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er fagur pistill og hjartnæmur og klökkur tek ég undir sérhvert orð. Þessi fallegu litlu dýr eru smávinir okkar og við ættum að alfriða þau nú þegar. Eins væri gaman að hafa refi sprangandi hér um höfuðborgina okkar dags daglega. Hér í hinum hýra Hafnarfirði sitja spikfeitar grágæsir á umferðareyjum og það yrði nú fengur fyrir litla rebba að gæða sér á þeim. Tófuvinafélagið er til en þótt þú getir orðið limur geturðu ekki orðið formaður því sá heitir Sigurður Hjartarson og víkur ekki úr sæti fyrir smámennum.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 17:20

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hver er þessi geðstirði Vilhjálmur Arnórsson? Réttast væri að hlífa tófunni en selja skotleyfi á svona fýlupoka.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 17:23

26 Smámynd: Finnur Bárðarson

He, he þar fór sá formannsdraumur Baldur. En refurinn ber höfuð og herðar yfir alla villta ferfætlinga og jafnvel tvífætlinga líka, að minnsta kosti ríkisdráparana.

Finnur Bárðarson, 28.11.2009 kl. 17:24

27 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já þessi Vilhjálmur sem segist ekki hafa yndi af að murka lífið úr rebba en gerir það samt með glöðu geði. Þetta kallast víst heilbrigð útivist.

Finnur Bárðarson, 28.11.2009 kl. 17:56

28 identicon

Baldur H., þú ættir að fara varlega í að tala um geðstirðsku annarra, ég leit inn á bloggsíðu þína og gat ekki séð að þar svífi hamingja og gleði yfir vötnum, ég get svosem saft þér til hróss að þú virðist fylgjast vel með fréttum, en VÁ! Þú skrifar 6 blogg beint upp úr einhverju svartagallsrausi á rétt rúmum 2 klst í dag, greinilega með allt á hornum þér. Reyndu að létta þína lund, kanski kíkja í gönguferð, sama gildir um þig Finnur, það hafa allir gott af heilbrigðri útivist. Tölvurnar ykkar hljóta að þrauka án ykkar í smástund.

Vilhjálmur Arnórsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:01

29 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fullur stuðningur við Baldur , Vilhhjámur, Hins vegar grunar mig að ú sért geðvonskuhylki

Finnur Bárðarson, 28.11.2009 kl. 21:39

30 identicon

Eins og stendur þá líður mér alveg sæmilega, en þú getur varla búist við því að varpa fram slíkum stór fullyrðingum án þess að þér sé svarað, og svo virðist þú ekki geta skrifað málefnaleg svör eða rætt málin, heldur virðist bíða eftir því að bloggvinir þínir komi og haldi í hendina á þér. Það er ekkert sjálfsagðara en að ræða hlutina og skoða þá gagnrýnum augum, en þegar menn skrifa stórar fullyrðingar með caps lopckið á meira og minna þá er tæpast mark á þeim takandi, ég get þó alltént þakkað sjálfum mér það að hafa gefið illa upplýstum manni (vægast sagt) tækifæri til að ræða hlut sem hann varpar upp á bloggsíðu sinni. Viðbrögð bloggarans eru svo aftur önnur saga. Og án þess að það komi mér neitt sérstaklega við þá langar mig að spyrja þig við hvað þú starfar, þér er að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hvort þú svarar því.

Vilhjálmur Arnórsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:50

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur, ábendingar þínar um útivist og gönguferðir eru ekki út í bláinn, því að einmitt á þessum tíma eru inniseturnar farnar að angra mig verulega. Á sumrin leik ég golf af kappi, geng úti í náttúrunni og skortir oss þá eigi útivistina - en á vetrum er oft napurt og hryssingslegt og þá líða oftlega vikur án þess að maður hreyfi sig að ráði utan dyra. Skotvopn á ég nóg og ég væri alveg til í að skreppa bæjarleið til að veiða í matinn ef þess væri kostur en mér hefur aldrei hugnast að drepa til þess eins að drepa.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 22:44

32 identicon

Sæll Baldur. Gott, og vel orðað svar hjá þér, þetta líkar mér að sjá. Ef við viljum veiða úr stofnum eins og t.d anda, gæsa og rjúpnastofnunum þurfum við einnig að vernda þá fyrir þessum afræningjum að vissu marki. Það er vissulega þversagnakennt að segja eins og ég sagði hér á undan að ég hafi ekki ánægju af því að drepa dýr en er samt að mæla með því. Svona hluti getur verið erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki skilja, og enn erfiðara að útskýra fyrir þeim sem vilja ekki skilja. Ég ætlast ekki til þess að allir séu sammála mér en það er gaman að allavega einn hér getur svarað manni eins og maður, og hafðu þökk fyrir það. Og njóttu vel næst þegar þú ferð á stúfana í ferska loftinu, það er svo hollt og gott.

Vilhjálmur Arnórsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 22:59

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Vilhjálmur fyrir hollráðin, þú gerir alveg rétt í því að taka pústrum eins og karlmenni og svara í sömu mynt. Ég hafði hugsað mér að búa mig vel út á morgun og fá mér góðan göngutúr uppi í Heiðmörk með spúsu minni, eða þá í Elliðaárdalnum, en svo er náttúrlega Arsenal - Chelsea á morgun eftir hádegi. Við karlmenn höfum í mörg horn að líta.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 23:06

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með refinn og sauðkindina - ofmetið.

Það að kindarbein sjáist kringum greni er ekki = refurinn hefur drepið það.  Alls ekki.  Refurinn hirðir öll hræ.  Han er öðrum þræði hrææta.

Það að 30-40 hausar af vorömbum öll með sama marki hafi sést einhverntíman við sama greni á eg bágt með að trúa en allt er svo sem til. 

Gæti frekar trúað að 30-40 hausar hafi sést í kringum greni og þá væri um nokkura ára afrakstur að ræða og ógerningur að sjá mörk náttúrulega.

En hitt er svo annað mál að alveg er til í dæminu að refurinn gerist það sem kallað er dýrbýtur.  Það eins og einhvernveginn ef hann kemst uppá lagið með það - þá er hann vís til að halda því áfram.  En slíkt er talið sjaldgæft.  Hundar geta líka tekið uppá þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2009 kl. 23:39

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svo er aldrei hægt að útiloka að sauðaþjófar af ætt Bólu-Hjálmars hafi verið þarna að verki, skorið lömbin og fleygt beinum og úrgangi frá sér í nágrenni við tófugreni til að koma sök á rebba. Því meir sem ég hugsa um þessa skýringu því sennilegri finnst mér hún.

Baldur Hermannsson, 28.11.2009 kl. 23:44

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er fyrir löngu síðan búið að reikna út að það er þjóðhagslega ódýrara að kaupa kindakjöt frá útlöndum og borga heldur uppihald bænda á fínu hóteli hvar sem er á plánetunni, enn að halda áfram rekstri.

Það má svosem stoppa upp einn ref och eina kind, til að hafa á þjóðmynja- safninu. Restina má svo bara skjóta...

Bændur geta fengið vinnu við að reikna skuldir þjóðarbúsins í Reykjavík og þá eru allir ánægðir..

Óskar Arnórsson, 30.11.2009 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband