Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hvað stóð í bréfinu frá Össuri ?

"You Ain't Seen Nothing Yet, Mr. Brown" kanski ?
mbl.is Ummælum Browns mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnarök í nánd

Einn af söngvurum grátkórs sægreifa, boðar ragnarök ef hróflað verður við kvótakerfinu. Allt í þessu fína, keyrum málið bara áfram og látum ekki falskan harmagrát trufla þá nauðsynlegu vinnu. Það er nú búið að spá heimsenda í árþúsundir svo fólki syfjar nú orðið við að heyra slíkan boðskap.
mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviðin jörð

Það er lögmál, að allstaðar þar sem hinir íslensku myrkrahöfðingjar útrásarinnar hafa drepið niður fæti, hafa þeir skilið eftir sig sviðna jörð. Í Svíþjóð tókst þeim að gleypa 390 miljarða króna og létu sig síðan hverfa. Er að undra að litið sé á Íslendinga sem ótínda glæpamenn. Ekki lái ég neinum þeim það.
mbl.is Hundruð milljarða gufuðu upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnir að fá nóg af Bretum

en ætli að það sé ekki bara gagnkvæmt.
mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undantekning frá reglunni

Megin ástæðan fyrir því að Sparisjóðs Suður-Þingeyinga blómstrar var viðhorfið. Græðgisvæðingunni og siðleysinu var hafnað. Það dapurlega er, að þetta þurfi að vera fréttnæmt.
mbl.is Hrunið afleiðing græðgi og heimsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólksfjölgun

Dæmdir afbrotamenn virðast vera þeir einu sem vilja flytja til þessa volaða lands.
mbl.is Fangar vilja til Fróns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rassía hjá lögreglunni

500 manns stoppaðir af lögreglu og einn reyndist með útrunnið ökuskírteini. Glæpamenn leynast víða.
mbl.is Einn með litaða olíu á bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn ekki svipur hjá sjón lengur

oskar.jpg

Það fór eins og mig grunaði, að þegar Óskar Magnússon ásamt auðmannahjörð sinni tók yfir Morgunblaðið. Blaðið er breytast í einhverja lummulega útfærslu af Séð og Heyrt. Síðustu mánuðina hefur blaðið verið djarft og framsækið, mikið um fréttaskýringar og hart vegið að útrásinni. Höggvið var til vinstri og hægri og meira að segja vissi maður aldrei hvar maður hefði Staksteina. Einn daginn fékk Össur það óþvegið næsta dag fékk Einar J. Guðfinnsson gúmoren. Sjálfstæðismenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð lengur. Enginn öruggur bakhjarl lengur.

Nú er þetta breytt. Nú má lesa "mini" drottningarviðtöl á forsíðu við myrkrahöfðingja útrásarinnar og þeir búnir að fá athvarf í aukablaðinu sem kallast því virðulega nafni Viðskipti, eins og um alvöru viðskiptamenn væri að ræða. Félagar úr grátkór LÍÚ leggja undir sig heila opnu vegna hugsanlegra breytinga á kvótakerfinu. Agnes Bragadóttir er orðin eins og meðal bloggari.

Svona fer þegar amatörar úr viðskiptalífinu fara að fikta í því sem þeir hafa ekki hundsvit á. Ég vorkenni færum blaðamönnum Moggans, en því miður þetta er ekkert alvöru fréttablað lengur.


Enn batnar orðsporið

Þeir sem báru ábyrgð á þessari viðbjóðslegu útrás ættu að heilsa upp á þetta fólk og horfast í augu við skelfilegar afleiðingar myrkraverka sinna.
mbl.is Vilja endurheimta söfnunarfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hann meðvitundarlaus

russia.jpgFjárglæframaðurinn Magnús Þorsteinsson hafði ekki hugmynd um að hann væri kominn í gjaldþrot, hann hafði hafði hugmynd um að hann var á flótta til Rússlands. Örugglega hefur hann ekki haft hugmynd um það, þegar hann var að blóðmjólka íslenskt atvinnulíf. Ef hann skyldi nú vera kominn til meðvitundar og ekki verður hægt að sækja hann til saka, er best að hann verði áfram í slagtogi með öðrum af svipuðu sauðahúsi í slippnum í St. Pétursborg. Nærveru hans á Íslandi er ekki óskað.
mbl.is Málefnalegar og sanngjarnar varnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband