Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Er formaður skilanefndar kominn í spillinguna líka ?

skilanefnd.jpgSkilanefnd Landsbankans seldi 2,6% hlut í Byr til lítils fjárfestingafélags rúmri viku fyrir aðalfund. En það vill svo til að Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans er jafnframt  endurskoðandi þessa félags. Á ekkert að breytast í þessu þjóðfélagi, er engum treystandi lengur? Burt með þennan mann úr bankanum mínum.

Þessi gjörningur hefur víst verið dreginn til baka en Lárus er hlaupinn í felur og lætur ekki ná í sig. Vel þekkt trix þegar svara þarf óþægilegum spurningum. 


Sjálfsagt mál

Sem Sigmundur Davíð kallar lýðskrum. Ætli að þjóðin sé honum sammála ? Litlir gaurar í embættismannakerfinu hafa tvöföld laun á við Forsætisráðherra og bíl til afnota að auki. Hvaða vitleysa er þetta. Þjóðin þarf forsætisráðherra en við við komumst vel af, án útvarpsstjóra.
mbl.is Margir með betri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrægammar hrunsins

Svo var tryggileg búið um hnútana að hjónakornin töpuðu ekki krónu þó illa gæti farið. Þau græddu bara. Þau voru ekki í persónulegri ábyrgð frekar en aðrir fjárglæframenn og standa nú uppi með fullar hendur fjár þótt allt sé tapað. Siðleysið og græðgin blómstrar hjá þessu fólki þrátt fyrir hrunið.
mbl.is Teymi tók yfir skuldir stjórnenda félagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kemur mér IceSafe við ?

icesafe.jpgÞað voru eigendur hins einkarekna Landsbanka og bankastjórar hans, sem hönnuðu þessa svikamyllu til að hafa fé af grandalausu fólki. Hvers vegna í ósköpunum er verið að troða þessum skuldum upp á mig ? Ég segi bara, kemur ekki til greina, ekki ein króna með gati frá mér. Björgólfur Guðmundsson átti þennan banka alveg prívat og hann skal borga allt klabbið ásamt þeim, sem stóðu með honum að þessu sukki. Punktur.
mbl.is Skuldastaða skýrist ekki fyrr en Icesave samningar eru í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þetta gat hann

Það er víst alveg bannað að skrifa eitthvað jákvætt um Brown, erkióvin Íslendinga. Hann gat þó stunið upp afsökunarbeiðni, vegna þess að nokkrir ráðherrar höfðu sukkað. Geir Haarde hafði ekki þann manndóm í sér, eftir að að hafa horft sljóum augum á land sitt sporðreisast og verða gjaldþrota.
mbl.is Brown biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru að slátra

Sjávarútvegsfyrirtækin skulda nú þegar hátt í 900 milljarða króna. Þau eru langt komin með að slátra blessaðri mjólkurkúnni sjálf.
mbl.is Ekki hyggindi að slátra mjólkurkúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfallahjálp

Það er hætt við því, að sumir þurfi nú að fá öfluga áfallahjálp í formi samtalsmeðferðar, lyfjagjafa og í svæsnustu tilvikum, jafnvel innlögn. Nú er búið að lyfta asklokinu, sem þeir haft fyrir himinn, og því verður ekki svo auðveldlega lokað aftur.
mbl.is Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður leyndinni aflétt ?

Ný stjórn í dag. En mesta athygli vekur yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur, sem líklega verður ráðherra. Hún ætlar að aflétta leyndinni af orkuverði til stóriðjufyrirtækja. Það verður fróðlegt að sjá hvort enn eitt hneykslismálið verði afhjúpað.
mbl.is Ríkisráðsfundir boðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðlendingar vígbúast

Norðlendingar líta á ketti og hunda sem meindýr. Hinn skotglaði Ómar Örn Jónsson hefur ekki undan í útrýmingarherferðinni svo heimamenn eru farnir að taka málin í eigin hendur og æða nú um sveitir, gráir fyrir járnum, í leit að þessum vágestum. En hvers vegna þetta hálfkák, af hverju ekki að skilgreina fugla líka sem meindýr eða gefa hreinlega út skotleyfi á allt kvikt? Síðan mætti geta þess í túristabæklingum, hversu vasklega er staðið að málum þar í sveit við útrýminguna, bjóða jafnvel upp á þáttöku.

husvikingar_844992.jpg

 


mbl.is Meindýraeyðir ver sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara misskilningur

Það var völlur á talsmanni Landsvirkjunar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum Standard & Poors. Þetta var allt á misskilningi byggt, fyrirtækið blómstraði þrátt fyrir hundruð milljarða skulda. Þeir hjá Standard & Poors kunna bara ekki að reikna. Hver trúir svona bulli í dag ?
mbl.is Landsvirkjun á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband