Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Skildu þau mega þrífa þetta hús ?

Að sjálfsögðu ekki. Sérsveitin er komin í stellingar, eins og alltaf þegar þjóðarörygginu er ógnað.
mbl.is Hópur fólks kominn inn á Vatnsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flýja til Sviss

Fleiri fjárglæframenn ætla að flýja land. í DV er greint frá því að m.a. Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip, og Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, íhugi að sækja um ríkisfang í Sviss. Þegar ferilskrá þeirra er skoðuð myndi maður ætla að Sviss hugsaði sig um tvisvar áður en þeim yrði veitt ríkisfang þar í landi. En Sviss mun væntanlega ekki setja slíkt smáræði fyrir sig, þegar ljóst verður að milljarðar eru í farteski þeirra kumpána.

Morgunblaðið finnur gullnámu

Já það er mikilvægt að hafa eftirlit með misnotkun á atvinnuleysisbótakerfinu. Ef eftirlitið verður jafn skilvirkt og Fjármálaeftirlitið hefur verið gegnum árin, þá mun kreppan fljótlega líða hjá.
mbl.is Háar fjárhæðir gætu sparast með eftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar upp á gullstallinn aftur

Nú á Hæstiréttur að skera hann úr snörunni. Það verður fróðlegt að fylgjast með fragangi mála þar á bæ. Skildi þó ekki verða gamla góða klisjan, frávísun vegna formgalla ?
mbl.is Skoðar málskot til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn í viðbót á leið í þrot

Þá eru svona 47 stykki eftir. Þeir eru væntanlega að stilla sér upp í röðina.
mbl.is Björgólfur ábyrgur fyrir 58 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn keyrður í þrot

Þá er a.m.k. einn fjárglæframaðurinn að falla af gullstalli sínum. Rússland reyndist ekki vera það skálkaskjól sem hann hélt. Þetta þokast í rétta átt.
mbl.is Fallist á gjaldþrotakröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og nú er komið börnunum

Nú eru gjörðir útrásarfíklanna að koma í ljós. Ekki bara gjaldþrot og atvinnuleysi. Börnin og foreldrarnir fara að bíða óbætanlegt sálrænt tjón vegna myrkraverka nokkurra einstaklinga, sem unnin voru með vitund og vilja stjórnvalda. Ábyrgð ykkar er mikil, svo vægt sé tekið til orða.
mbl.is Barnaverndarmálum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru starfsemi

Burt með loftbóluliðið og inn með menn á borð við Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson og Marorku. Það er svona fólk sem þjóðin þarfnast.
mbl.is Í hundruð skipa á hverju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir slæmir í fótunum ?

jeep.jpg

Það er makalaust með þessa ofurlaunaforstjóra undir verndarvæng ríkisins. Nú síðast Hannes Sigurgeirsson sem umbunaði sjálfum sér fyrir að reka sextán manns frá Steypustöðinni með LandCruiser jeppa. Svo ekki sé minnst á útvarpsstjórann og fleiri á ofurlaunum, sem þurfa nauðsynlega að láta skattgreiðendur borga til þess að þeir komist í vinnuna.

Þeir lifa enn á góðæris tímunum og hafa aldrei heyrt minnst á kreppu og samdrátt. Þessir menn eins og almúginn geta bara drullað sér í vinnuna á tveimur jafnfljótum eða á eigin bíl. Að vera slæmur í fótunum er engin afsökun.


Svimandi upphæð

Ætli þetta sé ekki eitthvað nálægt því, sem það kostar að reka bifreið bæjarstjórans.
mbl.is Opið skemur og 10-12 milljónir sparast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband