Mogginn ekki svipur hjá sjón lengur

oskar.jpg

Það fór eins og mig grunaði, að þegar Óskar Magnússon ásamt auðmannahjörð sinni tók yfir Morgunblaðið. Blaðið er breytast í einhverja lummulega útfærslu af Séð og Heyrt. Síðustu mánuðina hefur blaðið verið djarft og framsækið, mikið um fréttaskýringar og hart vegið að útrásinni. Höggvið var til vinstri og hægri og meira að segja vissi maður aldrei hvar maður hefði Staksteina. Einn daginn fékk Össur það óþvegið næsta dag fékk Einar J. Guðfinnsson gúmoren. Sjálfstæðismenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð lengur. Enginn öruggur bakhjarl lengur.

Nú er þetta breytt. Nú má lesa "mini" drottningarviðtöl á forsíðu við myrkrahöfðingja útrásarinnar og þeir búnir að fá athvarf í aukablaðinu sem kallast því virðulega nafni Viðskipti, eins og um alvöru viðskiptamenn væri að ræða. Félagar úr grátkór LÍÚ leggja undir sig heila opnu vegna hugsanlegra breytinga á kvótakerfinu. Agnes Bragadóttir er orðin eins og meðal bloggari.

Svona fer þegar amatörar úr viðskiptalífinu fara að fikta í því sem þeir hafa ekki hundsvit á. Ég vorkenni færum blaðamönnum Moggans, en því miður þetta er ekkert alvöru fréttablað lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Les ekki pappírsútgáfu Moggans en ég hef heyrt þessa gagnrýni á ritstjórastefnu Moggans. Það er augljóst að eigendur fjölmiðils geta ekki annað en haft áhrif á eign sína. Eða réttara sagt innihalds hennar í þessu tilfelli.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:58

2 identicon

Skýr og greinargóð úttekt hjá þér á stöðunni. Blóðugast þykir mér misnotkun kvótagreifanna á þessu gamla blaði sem er í andarslitrunum.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:59

3 Smámynd: Eygló

Ógeð ef rétt er. Les ekki dagblöðin.

Eygló, 7.5.2009 kl. 17:01

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Les ekki blöðin heldur. Vorkenni þó blaðamönnunum að vinna að fyrirfram ákveðnum "fréttum" og umfjöllun.

Rut Sumarliðadóttir, 7.5.2009 kl. 17:09

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er ekki enn búinn að gefast upp á pappírnum, en trúlega styttist í það

Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 17:15

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Samála því að mogginn sem eitt sinn var sá fjölmiðill sem maður hélt að væri kanski hlutlausastur í sinni fjölmiðlun fyrir utan útvarp sögu. Kem alltaf við ef ég hef tíma á leið úr sjúkraþjálfun til að lesa moggann en í dag hugsaði ég " þetta er ekki mogginn sem var " það er ekki hægt að halda áfram með nafn ef ekkert stendur bak við nafnið. Sárat þykir mér að ég sem hef þrjóskast við að verða öryrki skuli með skattpeningum af minum endurhæfingarlífeyri skuli halda þessum skrifum uppi.  Veit ekki hvort þið lesendur góðir skiljið mig . Gangi ykkur öllum sem best.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2009 kl. 17:30

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skil þig fullkomlega Anna, og gangi þér vel í þínu puði.

Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 17:33

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Verst hefur mér þótt í áranna rás hve leiðinlegt blaðið er, þumbaralegt og flatneskjulegt, langvarandi skortur á alvöru úttektum og fréttaskýringum. Menningarleg umfjöllun Moggans hefur verið forpokuð og einstrengingsleg. Ég hef engan veginn fylgst með Mogganum undanfarið og get því ekki andmælt orðum þínum, kattavinur, en ég gæti best trúað því að hann myndi skána þegar stundir líða. Óskar Magnússon er skynsamur gaur, reyndur blaðamaður og veit sínu viti.

Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 18:43

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

uppsöfnuð segurskekkja  og nú að stilla "höfuðáttirnar" - en ef þeir halda svona áfram þá mun ég hugsa mig um með frekari áskrift - vil fjölbreitilegt blað sem skrifar af skinsemi til hægri, vinstri sem og miðju - ekkert bull bara segja satt og rétt frá og ekki copy paist greinar úr erlendum miðlum - nebb meira jákvætt íslenskt takk fyrir

Jón Snæbjörnsson, 7.5.2009 kl. 18:57

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það sem var svo skemmtilegt við Moggann á síðustu mánuðum var að hann var svo óútreiknalegur "enginn óhultur" hvorki vi. eða hæ. Nú er þetta copy paste eins og Jón segir og Baldur, tryllingslega leiðinlegt blað. Skari er enginn maður í þetta, en hann er skemmtilegur gaur í góðum hóp.

Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 19:05

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já er það ástæðan fyrir því að það er ekkert gaman að lesa þetta lengur,
Fattaði bara ekki hvað var að gerast, enda alltaf sofandi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 19:23

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ertu ekki líka sofandi að skrifa þetta?

Baldur Hermannsson, 7.5.2009 kl. 19:39

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála þér Finnur. Moggin er búinn á því.

hilmar jónsson, 7.5.2009 kl. 19:39

14 Smámynd: TARA

Ég kaupi helgaráskriftina og eiginlega mest út af krossgátunum

TARA, 7.5.2009 kl. 19:50

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er bara Halldór teiknari sem enn er í stuði. Krossgátur skil ég ekki :)

Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 20:09

16 Smámynd: Finnur Bárðarson

og Baldur kommentin þín.. þú veist hvað mér finnst :)

Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 20:12

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Milla: Nú væri smá lúr góður

Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 20:16

18 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst þetta frekar leiðinlegt. Það var oft svo gaman að lesa moggann með morgunkaffinu. Það fer nú trúlega að styttast.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.5.2009 kl. 20:27

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Baldur þú ert svo fyndinn, Finnur minn nú fer ég bráðum að sofa og verð kannski frambærilegri á morgun, það fer eftir því hvernið forsíðan á mogganum verður, þú skilur allt fer eftir því

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 20:31

20 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Finnur.

Þessir kallar og kerlingar, verða að hafa einhvern málssvara... ekki satt ...er þá ekki við hæfi að málgagn spillingarinnar, frjálshyggju og útrásar sé þessi hjárómarödd sem mogginn er í dag...þetta finnst mér.

Guðmundur Óli Scheving, 7.5.2009 kl. 20:48

21 Smámynd: Finnur Bárðarson

Milla: Þú ert alltaf frambærileg sofandi eða vakandi :)

Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 20:49

22 Smámynd: Finnur Bárðarson

Guðmundur: Sammála

Guðrún: Þetta var einmitt tilfinningin sem ég hafði líka hér áður fyrr

Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 20:51

23 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála Finnur. Nú er komin ritstjórnarstefna í anda PRAVDA á Moggann. Ég var alltaf á þeirri skoðun á það hefði verið skömminni skárra að fá Ástralann sem eiganda þótt hann virkaði ekki 100% solid heldur en Óskar og kó sem er alveg rosalega svona "2007".

Guðmundur St Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 23:53

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er gaman að vera svona svartsýnir?

Baldur Hermannsson, 8.5.2009 kl. 00:11

25 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Les ekkert orðið í Mogganum. hann er orðinn þunnur pappírspési. Það kæmi aldrei til greina að vera áskrifandi af þessu blaði í dag. Það er af sem áður var.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.5.2009 kl. 00:51

26 Smámynd: Himmalingur

Innihaldið þynnist með hverjum deginum, og blaðið sjálft þynnist með hverjum deginum. Það kannski hverfur bara einn daginn?

Afskrifaðir voru á fjórða milljarð, svo fátæklingarnir gætu keypt ( fengu reyndar blaðið gefins ) blaðið. Þeir þökkuðu fyrir sig með því að hækka áskriftina.

Himmalingur, 8.5.2009 kl. 07:29

27 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Finnur minn, en erum við ekki alltaf bjartsýn? Held það nú bara.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2009 kl. 08:00

28 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég ætla að halda út örlítið lengur og sjá hvort Eyjólfur hressist. Synd ef öll blöð lognist út af en trúlega er það bara tímanna tákn.

Finnur Bárðarson, 8.5.2009 kl. 08:19

29 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir þetta Finnur, létt múlbinding.  Sögur herma að Óskar þessi hafi mikinn og góðan húmor, ...... nú nú væri þá hægt að leyfa manni að njóta?

Enda húmorinn í bráðri útrýmingarhættu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.5.2009 kl. 17:21

30 identicon

Morgunblaðið verður fært ríkinu aftur fyrir jól, enda er ríkið réttmætur eigandi þess.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:56

31 identicon

Moggin er frekar þunnur

spurning hvort þeir séu ekki bara að spara

innkaup á pappírsrúllum eða kaupa þeir pappír með fiski :)

Þetta lagast örugglega í sumar vonandi

Oddur (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband