Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Er hann kominn í handjárnin ?

olafur.jpgFjárglæframaðurinn Ólafur Ólafsson sætir nú húsleit. Það skildi þó ekki vera, að tími handjárna, lögregluaðgerða og húsleita sé loksins runninn upp fyrir alvöru. Vonandi er þetta upphafið að hruni spilaborgarinnar og persónulegu gjaldþroti Ólafs. Þennan gaur vil ég sjá í handjárnum.
mbl.is Húsleit gerð á 10 stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás í nafni mannúðar

amputes.jpgStoðtækjafyrirtækið Össur er ásamt félögum úr samtökunum Ísland Palestína á Gaza svæðinu um þessar mundir. Þegar hafa 11 einstaklingar fengið gervifætur frá fyrirtækinu, eftir voðaverk Ísraelsmanna. Það er ekki gróðavonin sem knýr Össur til þessa verkefnis. Þetta er ferð í þágu manngæsku fyrir einstaklinga sem skortir allt. En við skulum ekki guma af þessu í nafni þjóðarinnar heldur gleðjast yfir framtakinu, sem einstaklingar.

Ímyndarþráhyggja

Það þurfti að hóa í einhvern útlenskan speking til að segja okkur að fjölin og fossarnir væru enn á sínum stað þrátt fyrir efnahagshrunið og ferðamenn hefðu fullan áhuga á að skoða þessi náttúrufyrirbrigði. Minnimáttarkend og ímyndarþörf þjóðarinnar er komin á sjúklegt stig.
mbl.is Ímynd Íslands er sterk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátkórinn byrjaður á ný

Dúett krátkórs LÍÚ á þingi þeir Einar K. Guðfinnson og Guðmundur Steingrímsson kyrjuðu söng eymdarinnar á þingi í dag. Nýliðanum í kórnum Guðmundi Steingrímssyni tókst skelfilega upp í þessari frumraun og tónverkið endaði í ámátlegu bauli þeirra félaga, svo jafnvel þeir sem ekki hafa snefil af tóneyra gripu fyrir eyrun af hryllingi.
mbl.is Veruleikafirrtur grátkór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir verða ekki rannsakaðir ?

inq.jpgÞetta ætti nú ekki vera flókið. Margir eru enn innanbúðar hjá Glitni frá því fyrir hrun, sem geta veitt nauðsynlegar upplýsingar. Listinn yfir þá, sem Kroll má ekki rannsaka er örugglega nokkuð langur.
mbl.is Rannsaka óeðlilegar millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Févíti

feviti.jpgEkki hef ég glóru, hvað févíti er eiginlega. Minnir einna helst á skattaskjól. En hvað um það, nú reiðir Þórður Friðjónsson, sem starfar í einhverri s.k. Kauphöll, refsivöndinn hátt á loft og ætlar beita févítinu gegn Straumi Burðarás og Bakkavör Group. Hvort félagið þarf reiða fram, hvorki meira né minna en 1,5 milljónir króna. Févítismaðurinn ætlar sem sagt að keyra félögin í þrot upp á eigin spýtur og hreinsa upp í spilavítissukkinu, í eitt skipti fyrir öll.

Ekki á Litla Hrauni svo mikið er víst

Berlingur spyr í undrun hvar Björgólf Thor Björgólfsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Sigurður Einarsson séu niðurkomnir. Í siðuðu landi væru svona menn bak við lás og slá. En Íslandi á ekki samleið með siðuðum þjóðum lengur, svo þeir valsa um óáreittir meðan yfirvöld beina kröftum sínum í að góma skinkubréfsþjófa.
mbl.is Hvar eru íslensku gulldrengirnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásaraðallinn er fórnarlambið

einar.jpgÚtrásarvíkingarnir hafa nú stofnað sinn eign krátkór í anda LÍÚ. Forsöngvarinn að þessu sinni er einhver Einar Sveinsson, sem jarmar söng fórnarlamsins sem nú er leitt til slátrunar. "Það er hörmulegt að sjá hvernig komið er fyrir fyrirtækjum á Íslandi. Þau virðast hvert af öðru lenda í eigi ríkisins. "Það er eins og einn allsherjar ríkissósíalismi sé tekinn við" og í lokastefinu heyrist ámátlegt baulið í þessum misheppnaða söngvara: "Við erum fórnarlömb þessarar atburðarrrásar en ekki gerendur". Er maðurinn ekki með öllu mjalla?
mbl.is Fjöldi fyrirtækja í ríkiseigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það glittir í járnglófana

gloves.jpgÞað er greinilegt að yfirvöld eru farin að sjá, að það dugar lítið að strjúka fjárglæframönnum með silkihönskum. Það er farið að glitta í járnglófana þegar  Jóhannes Rúnar Jóhannsson lögmaður, sem á sæti í skilanefnd Kaupþings segir: „Skilanefnd Kaupþings mun elta peninga bankans hvar sem þá er að finna, hvort sem þeir hafa farið í gegnum aflandsfélög eða ekki. Þá skiptir ekki máli hver á í hlut.“ Svona á tala um hlutina, tæpitungulaust.
mbl.is Munu elta peninga bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjarmað að Guðföðurnum

finnu.jpgÞað fer brátt að grynnka í gullkistu sjálfs Guðföðurs Framsóknarflokksins, Finns Ingólfssonar. Eitthvað húmbúkksfyrirtæki, Langflug, í eigu hans verður innan tíðar tekið af honum og fært til Landsbankans. Það er þó góð byrjun.
mbl.is Bréfin tekin af Nausti og Mætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband