Ímyndarþráhyggja

Það þurfti að hóa í einhvern útlenskan speking til að segja okkur að fjölin og fossarnir væru enn á sínum stað þrátt fyrir efnahagshrunið og ferðamenn hefðu fullan áhuga á að skoða þessi náttúrufyrirbrigði. Minnimáttarkend og ímyndarþörf þjóðarinnar er komin á sjúklegt stig.
mbl.is Ímynd Íslands er sterk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Finnur,

Veit ekki hvort er betra, meirimáttarkennd eða minnimáttarkennd, en ljóst að fyrrnefnda kenndin hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Langar til að sjá okkur fljúga aðeins undir ratar næstu misseri, á meðan innri íhugun og skoðun fer fram. 

Það er algjörlega ónauðsynlegt að vera: mestur, bestur, flottastur, stærstur og gáfaðastur.

Ímynd Íslands mun byggjast upp á æðruleysi og dugnaði fólksins, en ekki einhverjum fjandans rembingi.  Svo myndi það ekki saka að stjórnvöld tækju af myndugsskap á meintum fjármálaglæpum, slíkt myndi hefja ímyndina í hæstu hæðir, án þess að nokkur ástæða væri til að grobbast yfir því.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.5.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Einmitt Jenný, slaka á, gefa gaum að því sem stendur manni næst og fá sér letiköst, og þetta síðasta sem þú nefnir myndir auka hróður okkar ef við framkvæmdum það sem sjálfsagðan hlut. Smelli Fogherty á fóninn og fer í horisontalis stöðu.

Kveðja

Finnur

Finnur Bárðarson, 21.5.2009 kl. 18:00

3 identicon

Sæll Finnur.

Ég tók eftir þessari grein þí dag og gerði létt grín,..... en gamanlaust.

Ég er hjartanlega sammála ykkur báðum.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 18:17

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk fyrir komuna Þórarinn, og höfuðið greinilega á sínum stað :)

Finnur Bárðarson, 21.5.2009 kl. 19:24

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

umhugsunarefni Finnur, erum við að missa okkur út í einhverskonar vitleysu - vonum ekki

Jón Snæbjörnsson, 21.5.2009 kl. 19:36

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jú Jón þetta er komið út í vitleysu þessi taugaveiklun í þjóðinni sem langar svo til að vera eitthvað sérstakt en ekki bara venjulegar manneskjur.

Finnur Bárðarson, 21.5.2009 kl. 20:32

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við eigum að standa í lappirnar það er ekki að vilja eða þykjast meiri en maður er.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2009 kl. 20:55

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

núnú, hrundu ekki fossarnir og hvernirnir?

við erum þá ekki að tala um Geysi ohf eða Gullfoss ohf?

Brjánn Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 21:11

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vel mælt: "Jú Jón þetta er komið út í vitleysu þessi taugaveiklun í þjóðinni sem langar svo til að vera eitthvað sérstakt en ekki bara venjulegar manneskjur."

Þetta er svo hrikalega rétt hjá þér að það hálfa væri nóg. Ég vil losna fyrir fullt og allt við þennan sjúklega rembing. Við þurfum ekkert að vera alltaf bestir í öllu. Stundum er annað sætið alveg nóg!

Hvað ertu með á fóninum? Ég tók góða rispu með Mark Knopfler í gær. Ágætis náungi. Málið er annars að ég á bara Creedence. En ég er að heyra að Fogerty sé bara þrælgóður einn og sér og án gömlu félaganna. Er það líka þitt mat?

Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 22:47

10 Smámynd: Leifur Finnbogason

Ímyndarþrá þjóðarinnar er enn í hófi, það eina sem er að er að stundum er gert of mikið úr því þegar Íslendingar standa sig erlendis. Það er annars ekkert að ímyndarþrá, góð ímynd er gulls ígildi þó það sé töff að standa á móti því sem virðist vera straumurinn.

Leifur Finnbogason, 22.5.2009 kl. 01:00

11 identicon

Komið þið sæl öll.

 Mér finnst best að segja: "FAKE IT UNTILL YOU MAKE IT "

 þessi setningi á oft við.

 Kveðja á ímyndaða hópinn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 03:32

12 identicon

Góður

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 11:47

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Milla: Þú hefur lög að mæla eins og fyrri daginn. Brjánn: Vonandi eru þessir ohf fossar horfnir af yfirborði jarðar :) Takk Baldur: Annað sætið er fínt fyrir mig. Smelltti Johnny Cash, einum af síðustu diskunum hans á fóninn. Mögnuð dulúð og maður finnur í hvað stefnir. Gíra mig upp í eitthvað þyngra í kvöld. Sammála: Hallgerði góður þessi hjá Þórarni :) Leifur: Nú er tíminn að fylgja ekki straumnum að feigðarósi eina ferðina enn.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 12:12

14 Smámynd: Offari

Þessi ímyndarþráhyggja kostar alltof mikið. Það er hreinn og beinn miskilnigur að við getum keypt okkur einhverja ímynd með því að hefja aðildarviðræður eða borga icesavskuldir.

Ímyndina getum við hinsvegar byggt upp aftur með því að sýna öðrum þjóðum að við getum leyst okkar vanda sjálf með okkar samstöðu. En það getum við ekki nema við byrjum á því að endurreisa heimilin til að hafa einhvern grunn til að byggja á.

Offari, 22.5.2009 kl. 14:23

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála þér Offari en hef ekkert á móti viðræðum, en það er engin töfralausn. Svo eigum við að sýna hörku þegar kemur að hvítflibbaglæponum sem að sjálfsögðu eiga að greiða allt klabbið svo við getum einhent okkur í að vera "bara" manneskjur

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 14:42

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kannist þið við þessa ferskeytlu, hún er góð - og lýsir því best hvað gott er að vera bara maður:

Þar sem enginn þekkir mann,

þar er gott að vera,

því að allan andskotann

er þar hægt að gera.

Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 15:36

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Helv. góður Baldur. Hentar okkur hinum dauðlegu vel. Hafa það bar hyggeligt án rembings.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 15:57

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æjá kæri kattarvinur, það er fagurt líf sem er án rembings. Sitja úti á veröndinni og fylgjast með sólarlaginu, Fogerty rolling down the river, Pepsí max í glasinu, Sylvia Saint á skjánum, lappirnar uppi á borði, Arsenal með 3-0 á móti ManU, Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn, nágranninn að grilla, pollarnir í fótbolta á grasflötinni og telpurnar í parís.........

Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 16:24

19 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það færist bara værð yfir mig eftir lesturinn og maður fer að lygna augum eins og kötturinn :)

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband