Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Einhver óvissa í gangi ?

Tveir Háskólanemar fullyrða að það sé gríðarleg óvissa um ákveðna þætti í skuldastöðu ríkisins. Ég er svo aldeilis hissa. Jafnvel ég hef þetta líka sterklega á tilfinningunni að það séu ákveðnir óvissuþættir en að öðru leiti er þetta allt saman ljóst, eða hvað ?
mbl.is Mikil óvissa um skuldastöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Býður Kúbverjum nýtt upphaf

Obama, gætir þú ekki gert Íslendingum sams konar tilboð ?
mbl.is Býður Kúbverjum nýtt upphaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru enn að

bakki.jpgBakkabræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir vilja og eins og fyrr fá allt fyrir ekkert. Keyrum þessa fjárglæframenn í þrot í eitt skipti fyrir öll. Þjóðin þarf að losna við þessa óværu.
mbl.is Ætlar að krefjast verðmats á Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smotterí

og hverrar krónu virði, 600 kall á kjaft.
mbl.is Kosningar kosta 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smellt saman í eitt

Er ekki örugglega búið að fá leyfi hjá Sjálfstæðisflokknum ? Er ekki séns á smá málþófi núna ? Birgir, hvar ertu ?
mbl.is Samþykkt að fækka ráðuneytum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á alþýðumáli

Tapið upp á 8,6 miljarða er skýrt á kjarnyrtu alþýðumáli til að tryggja að allir skilji örugglega: "Tapið liggur í því að stöðustærðir sem vextir reiknast af hafi lækkað mikið á milli ára". Ég vissi það.
mbl.is Seðlabankinn tapaði 8,6 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki farin að vaxa grön?

Þeir birtust á skjánum, Sigurð Kári og Birgi Ármannsson. Ég skrúfaði að sjálfsögðu niður niður í hljóðinu áður en þeir byrjuðu með harmaþuluna. Ég veit ekki hvers vegna ég  fór ég allt í einu að velta því fyrir mér hvers vegna þeir væru svona gljándi puffy og sléttir í framan. Enginn vísir að gróðri ekki eitt stingandi strá. Hvaða ofurrakvél nota þeir hugsaði ég, einhverja sem rífur allt upp með rótum. Nota þeir kanski háreyðingarvax og einhver gljásmyrsli á eftir. Eða var þeim ekki enn farin að vaxa grön. Var bara að spá í þetta án sérstaks tilefnis.

Sáttarhöndin mikla

Sjálfstæðismenn eru enn í gríninu. Er þeim ekki sjálfrátt ?
mbl.is Slegið á sáttahendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir skyldu nú vera á móti ?

Býð spenntur eftir að heyra frá einhverjum úr grátkór LÍÚ og svo að sjálfsögðu lokadúett Birgis Ármannssonar og Einars Guðfinnssonar.
mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr skilaboð fyrir kosningar

Sjálfstæðisflokkurinn sendir þjóðinni skýr skilaboð: Við erum á móti þjóðaratkvæðagreiðslu, við erum á móti því að auðlindir þjóðarinnar séu sameign þjóðarinnar, við eru á móti stjórnlagaþingi. Sjálfstæðismenn segjast standa vörð um virðingu og völd alþingis. Hvað virðinguna varðar, er hún í kringum 10%, samkvæmt skoðanakönnunum, og við það verkefni gæti einn þingvörður auðveldlega ráðið við.
mbl.is Ekki samkomulag í nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband