Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Reynir að gera Evu Joly tortryggilega
15.4.2009
Einhver Brynjar hæstaréttarlögmaður talar af lítilsvirðingu um Evu Joly á Stöð 2 í kvöld. Ráðning hennar hafi verið einkennileg og hún muni ekki nýtast í rannsókninni sem framundan er. Það sem fer mest fyrir brjóstið á þessum gaur er að hún skuli hafa leyft sér að ýja að því, að hér hefðu lögbrot verið framin. Er þetta bara venjulegur karlrembugangur eða minnimáttarkennd, sem er að hrjá Brynjar, að kona þar auki útlensk, skuli verið komin til að ráðleggja mönnum eins og honum, eða er eitthvað annað sem vakir fyrir lögmanninum ?
"Ógnvekjandi stofnun"
15.4.2009
Ef þessi stofnun hefur ekkert annað merkilegra við tíma sinn að gera er óhætt að leggja hana niður.
![]() |
Hóta að aflífa hreindýrskálf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Húsþrifafólk
15.4.2009
Það er ljóst að lögregluyfirvöld ráða ekki við stærri verkefni en að góma ungmenni sem lítið hafa unnið sér til saka annað en að þrífa hús. Ég fer að verða úrkula vonar um, að sjá lögregluna leiða fjársvikamennina fram í járnum.Þeim sem tókst að gera heimaland sitt gjaldþrota og hneppa samlanda sína í ævilangan þrældóm. Mennirnir sem frömdu stærsta glæp í sögu þjóðarinnar. Nei, slíkt krefst að sjálfsögðu, að hóa þarf í alla lögfræðingahjörðina til að fá leyfi. Allt of mikið vesen. Einbeitum okkur að krökkunum.
![]() |
Lögregla rýmir Vatnsstíg 4 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðkýfingur lætur húsin grotna niður
15.4.2009
Þegar ungmennin höfðu skúrað og skrúbbað vaknar eigandinn til lífsins, Ágúst Friðgeirsson, sem er bróðir Ásgeirs Friðgeirssonar talsmanns Björgólfsfeðga, og sakar aðra um að láta eignir sínar grotna niður. Hann sá ekki sóma sinn í að viðhalda eignum sínum sjálfur enda aldrei neitt viðhald á dagskrá af hans hálfu. Hann ætlaði að byggja glæsihús á rústunum. Ég frábið mér s.k. "glæsibyggingar" þessa manns á Vatnsstígnum eða annars staðar. Hver er ekki búinn að fá upp í kok af "glæsibyggingum" um þessar mundir?
![]() |
Í vegi fyrir glæsihúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Brandarakarlinn
14.4.2009
Einar Guðfinnsson klikkar ekki þegar kemur að húmor á blogginu sínu: "Loksins lét menntamálaráðherra undan þeirri kröfu stúdenta, okkar þingmanna Sjálfstæðisflokksins að opna á möguleika á háskólastúdentar geti stundað nám á sumarönn nú í sumar". Hvað segir maður ekki þegar maður er missa þingsætið.
Þeim er að takast það
14.4.2009
Sjálfstæðisflokkurin virðist vera að ná árangri í endalegri sjálfseyðingarför sinni með því að stöðva stjórnarskrárfrumvarpið. Þetta málþóf var þá kanski ekki svo slæmt þegar allt kemur til alls.
![]() |
Stefnir í sigur málþófsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tálsýnin
14.4.2009
Það er bæði þjáningafullt og kostnaðarsamt að halda lífi í því sem ekki á sér lífsvon. Það er eðlilegt manneskjunni að halda í von. Tálsýn er allt annars eðlis, hún er eyðileggjandi afl, af því að hún er ekki raunveruleg. Þeir sem eru veruleikafirrtir og með þráhyggjusýki halda dauðahaldi í hana því hún tryggir að ekkert breytist.
![]() |
Krónan veiktist um 1,37% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þingstörf með hefðbundnum hætti í dag
14.4.2009
Birgir Ármannsson fyrstur á mælendaskrá og veitir sjálfum sér síðan andsvar. Gerir þetta svona tvisvar til þrisvar í röð til að hita upp. Síðan kemur Sigurður Kári fram á sviðið og fremur sama gjörning og síðan koll af kolli þangað til allir þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lokið sér af á sambærilegum nótum. Síðan byrjar Birgir aftur og lokaþáttur harmleiksins er í algleymingi.
Umboðsmaður Íslands í Mið-Austurlöndum
14.4.2009
Einn skuggalegasti fjárglæframaður Íslands frá upphafi er án efa framsóknarmaðurinn Ólafur Ólafsson. Það er vert að benda á athyglisverða umfjöllun Sigrúnar Davíðsdóttur um viskiptahætti hans.
Búinn að missa allt
13.4.2009
sagði gaurinn á sínum tíma. Nei , nei ekki búinn missa eitt eða neitt bara fært dótið um set: House of Fraser og Hamleys, skíðakofa í Frakklandi, tvær fasteignir í Lundúnum og fasteign í Danmörku.
![]() |
Tilfærslur eigna úr búi Baugs rannsakaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |