Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Ragnarök

Sigmundur Davíð spáir öðru hruni. Þetta er dómsdagsspá og ekki beinlínis uppörvandi fyrir hrjáða þjóð. Varla trúir því nokkur að spámaðurinn sjálfur muni redda okkur frá þessum yfirvofandi ragnarökum, sem hann boðar. En ætli það sannist ekki hið fornkveðna: Enginn er spámaður í sínu föðurlandi.
mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskræming lýðræðisins

Afskræming lýðræðisins birtist í sinni verstu mynd með þessum ójöfnuði. Það er skýlaus krafa: Einn kjósandi eitt atkvæði, annað er óþolandi.
mbl.is Tvöfaldur munur á atkvæðavægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brot og afbrot

Ég var að velta fyrir mér, fyrirsögninni: " Skattalagabrot rannsökuð". Af hverju er þetta frétt? Fíkniefnabrot rannsökuð, umferðarlagabrot rannsökuð, þykja ekki fréttnæmar fyrirsagnir. Kanski er það málið að það hefur aldrei talist til eiginlegra brota eða öllu heldur afbrota, sem mér finnst betra orð yfir ólögleg athæfi, sem tengjast sköttum.

Þetta eru heldri manna afbrot, sem almenningur lítur á sem eins konar herkænsku, þar sem verknaðurinn er óbeinn. Jakkaföt og silkiskyrtur hafa gegnum tíðina mýkt ásjónu þeirra siðlausu, sem finnst sjálfsagt að við hin borgum fyrir heilbrigðisþjónustu þeirra og skólagöngu barna þeirra. Ég vil að það sé gengið fram með sama hraða og hörku varðandi skattalagafbrot eins og þegar skinkubréf er tekið ófrjálsri hendi.


mbl.is Skattalagabrot rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töfralausnin

er þá til eftir allt saman. Þorgerður ætlar standa fyrir Harry Potter trixinu í þetta sinn. Svo er bara að kíla á hvalveiðar og þá er þetta allt saman komið. Ja hérna, að maður skildi ekki sjá þetta.
mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt fram í dagsljósið

Við viljum fá öll nöfn sem gætu tengst þessu sukki. Búið er nefna  Guðlaug
Þór Þórðarson, Illuga Gunnarsson, Guðfinnu Bjarnadóttur, Helga Hjörvar, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur
og Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. En þau eru fleiri. Upplýsingar um þetta þarf að birta áður en gengið er til kosninga. Einfaldast er að sjálfsögðu að viðkomandi komi fram sjálfviljugir, og leysi frá skjóðunni. Er hugsanlegt að fótgönguliðar útrásarinnar hafi allan tímann verið innan veggja alþingis ?
mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólskuleg árás á mig

Í einfeldni minni rölti ég niður í Landsbankann og vildi fá að skipta nokkrum krónum fyrir Evrur. Afgreiðslukonan benti mér kurteislega á að það væri því miður ekki hægt. Reglurnar væru þannig. Eitt augnablik hugsaði ég að þetta væri fólskuleg árás á mig persónulega og var að spá í að fara með þetta í blöðin. En svo rann mér reiðin og ég skildi að hún var bara að segja mér sannleikann.
mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt fyrir ekkert

Enn og aftur afhjúpa sjálfstæðismenn sig sem kjánar. Í fréttum RÚV er yfirlýsing frá ESB, að það sé útilokað að fá FME til að hjálpa Íslandi til að taka upp Evru. Þetta hljóti að vera misskilningur hjá sjálfstæðisflokknum. Er einhver á þessu landi sem treystir þessum flokki fyrir fjármálum þjóðarinnar ef hann skilur ekki einu sinni þessi augljósu sannindi.

Snekkjur líka takk

Landhelgisgæslan sýndi snarræði þegar hún náði í skútuna. Nú væri við hæfi að snúa sér meira krefjandi verkefnum eins og t.d. snekkju Jóns Ásgeirs þó langt sé að fara. Og fyrir alla muni gerið þetta í skjóli nætur svo við þurfum ekki að hlusta á baulið í lögfræðingunum um hin helga eignarrétt. Andvirði snekkjunnar myndi þar að auki gera niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu óþarfan og vel það.
mbl.is Á leið til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur vill verða Seðlabankastjóri

Á eyjan .is er hægt að lesa þetta: Sigmundur vill völdin af Seðlabankanum. Hvað er nú eiginlega að honum? Fyrst vill hann sprengja í loft upp nokkra kollega í stjórnmálum og nú vill hann taka völdin í Seðlabankanum. Þetta fer nú að verða ágætt  í bili Sigmundur.

Sjálfsvígsárás ?

Var þá gaurinn að undirbúa að sprengja Jóhönnu og Steingrím í loft upp. Hvað stjórnmálamenn þora að vinna með Sigmundi eigandi þetta yfir höfði sér ? Frekar skítlegt eðli.
mbl.is Ræddu um að sprengja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband