Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Nei, nei nei

Í Guðanna bænum Jón Baldvin, ekki koma, bara vera þar sem þú ert
mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Ég er búinn að bíða í 22 ár eftir þessu
mbl.is Valgerður ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennuvargar verði hundeltir

Brunaliðið helti eldfimum vökva yfir landið. Rétti síðan brennuvörgum útrásarinnar eldspýtur. Samkvæmir sjálfum sér fóru þeir að að kveikja í. Slökkviliðið horfði sem dáleitt á eldhafið magnast. Jafnvel forsetinn kíkti við til að orna sér við bálið. Þegar slökkviliðinu tóka að leiðast sýningin lagðist hún til svefns. Þegar liðsmennirnir vöknuðu seint um síðir sáu þeir að allt sem brunnið gat var brunnið. Bara rjúkandi rústir einar eftir.

Ábyrgð slökkviliðsins er mikil en ábyrgð brennuvarga er ekki minni. Nú þarf að fara að draga þessa brennuvarga út úr skúmaskotum og koma þeim fyrir dóm. Það er beinlínis skilda þjóðarinnar að keyra þessa einstaklinga í þrot með öllum tiltækum ráðum og hirða síðan af þeim eignirnar.

Ég vil sjá Raddir fólksins beina spjótum sínum að þessu fólki. Á Austurvelli vil ég sjá spjöld með myndum af þessum brennuvörgum þar sem þeir eru eftirlýstir af þjóðinni sem ótíndir glæpamenn. Ef ákæruvaldið ætlar ekkert að aðhafast þarf hreinlega að stofna dómstól fólksins.


Kærleikur í verki

Þetta er bara gott mál. Skapa jákvæða stemningu með blysför og söng gangandi í kringum tjörnina. Spurningin er hvort nóg er að gert með þessu. Ættum við kanski að banka upp á hjá stjórnmálamönnum og gefa þeim blóm og rauð hjörtu og jafnvel faðma þá og knúsa, og þakka þeim vel unnin störf ?
mbl.is Kærleiksganga á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvottavélin

Auðvitað var umfangsmikið peningaþvætti í gangi á Íslandi. Miðað við þá gerspilltu starfsemi sem fram fór í bönkunum er það nánast útilokað að slíkt hafi ekki verið hluti af daglegum rekstri bankanna. Aðspurð sagði þingmaðurinn Valgerður Sverrisdóttir; "kannast ekki við það". Þegar stjórnmálamaður notar setninguna "kannast ekki við" renna alltaf á mig tvær grímur.
mbl.is Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manni vöknar um augun

Hvar fékk Ólafur Ólafsson peninga í þennan eins milljarðs króna sjóð ?
mbl.is Aurora úthlutar 111,5 milljónum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin rannsókn hér

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar ætlar að rannsaka starfsemi Landsbankann og Kaupþings þar í landi. Þegar að lögsókn kemur, verða Björgólfsfeðgar, Sigurður og Hreiðar Már ekki á sakborningabekk heldur íslenska þjóðin. Hvers vegna er ekki íslenska efnahagsbrotadeildin að rannsaka sömu banka hér á landi og fjárglæframennina sem þeim stýrðu?
mbl.is Íhuga rannsókn á bankahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðbót hin nýja

Hvað sjálfskipaða auðmannaelíta er þetta eiginlega sem er sífellt að gefa þjóðinni ráð? Ég man þegar þetta sama ráð skrifaði skýrslu fyrir hrunið, þar sem þess var krafist að ríkið væri ekkert leggja stein í götu peningabraskara með einhverju regluverki. Ísland ætti þar að auki enga samleið nokkrum öðrum þjóðum því við stæðum þeim framar á öllum sviðum. Nú, þegar ósköpin hafi dunið yfir, sendir þetta s.k. viðskiptaráð frá sérgrátklökkt siðbótarplagg þar sem kveður við allt anna tón. Getur þetta óþarfa ráð ekki lagt sig sjálft niður eða hlíft þjóðinni við þessu jarmi.
mbl.is Bætt stjórnsýsla eykur traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum við virkilega fleiri bankastjóra ?

Maður er nefndur Birgir Ármannsson og situr á alþingi. Hann hefur helst unnið sér það til frægðar, að hamast gegn hugmyndum um frystingu eigna fjárglæframanna erlendis. Nú er það seðlabankafrumvarpið. Hann vill vinna allt upp á nýtt enda tíminn nægur og ekkert liggur. Áhyggjur hans beinast að fjölda og menntun bankastjóra í seðlabankanum. AGS hefur komið með ábendingu um, að venjan væri að hafa 1-3 bankastjóra. Það er hins vegar staðreynd að í yfir 36 löndum er aðeins einn bankastjóri og allir með próf í hagfræði. Jean-Claude Trichet bankastjóri seðlabanka Evrópu er t.d. með meistarapróf í hagfræði. Þetta virðist duga þeim. Hafa þrír seðlabankastjórar hingað til ekki valdið landinu nógum skaða?
mbl.is Þarf að hugsa málið upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmulegt og óskiljanlegt

Geir er enn að, um daginn var hann með "áhyggjur" og "depurð" yfir því að hrófla ætti við flokksgæðingum innan kerfisins. Á þingi í dag notaði hann orðin "hörmulegt" og "óskiljanlegt" vegna þess að ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins hafi verið vikið til hliðar. Þetta er innlegg hans í björgunarleiðangrinum, afdrif moldríks embættismanns úr flokknum er honum efst í huga, eins og fyrri daginn en ekki vandamál þjóðarinnar.

mbl.is Niðursveiflan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband