Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Geir fann engan lygara
17.2.2009
Ögmundur plokkar fjaðrir af Guðlaugi Þór
16.2.2009
![]() |
Þingmenn karpa um fjaðrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var einhver að skrökva ?
16.2.2009
![]() |
Segir Jóhanna ósatt um trúnaðinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er traustsins verður?
16.2.2009
![]() |
Flestir bera traust til Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ísland í boði forsetans
16.2.2009
![]() |
Á svig við sannleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ískaldur hrollur
16.2.2009
![]() |
Ánægja með söluna í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðlögunartími fyrir hvern ?
16.2.2009
![]() |
Enginn aðlögunartími |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Raddir fólksins þagna
15.2.2009
Egill Helgason fær það óþvegið í bréfi, sem hann birtir á bloggsíðu sinni frá öðrum aðstandanda Radda fólksins, Hjálmari Sveinssyni. Egill kom með þá hugmynd, að nú væri kominn tími til að beina spjótunum að fjárglæframönnum. Meirihluti þjóðarinnar hefur krafist þess að gengið verði af hörku gagnvart þessum mönnum sem steyptu landinu í glötun. Þetta hugnast ekki talsmönnum Radda fólksins. Ég leyfi mér að birta eina athugasemd úr þessu fúkyrðabréfi Hjálmars. Bréfið er hægt að skoða í heild að bloggsíðu Egils á eyjan.is
"EH hefur lengi verið með ólígarkana og kleptókratana sem settu landið á hausinn á heilanum og viljað stjórna framgöngu mótmæla á þann veg að fyrst yrði ráðist á auðmenn og bankamenn og síðan landsfeður. Í pólitískum barnaskap telur EH að það sé vísasta leiðin til árangurs að fara á svig við landslög. Hann verður að eiga það við sjálfan sig".
Ef það er opinber stefna Radda fólksins, að ekki megi hrófla við þessum fjárglæframönnum þá ætla ég ekki framar að ljá þessum samtökum rödd mína.
Skrípaleikurinn endalausi
15.2.2009
Það virðist ekki vera gjá milli stjórnmálamanna og þjóðarinnar heldur heilt sólkerfi. "Snúum bökum saman" voru hvatningarorðin frá fyrri ríkisstjórn. Almenningur brást strax við, þjappaði sér saman m.a. á Austurvelli og sneri bökum saman. En þetta átti að sjálfsögðu ekki við stjórnmálamennina sjálfa.
Þegar þeir voru mættir til leiks á ný eftir jólafrí breyttist alþingi umsvifalaust í leikhús fáránleikans. Farið var að þrasa um einhvern tittlingaskít eins höfundarrétt á frumvarpi, forseta þingsins, bréfaskriftir og annan hégóma. Nú síðast var það enn og aftur Birgir Ármannsson froðufellandi út af frumvarpi um lífeyrissjóði. Leiksýningin í beinni á hverjum degi.
Það er bersýnilegt að þeir ætluðu sér aldrei að standa við stóru orðin um gegnsæi, uppstokkun í fjármálakerfinu, nýtt Ísland með ný gildi og viðhorf. Völd og persónulegir hagsmunir leikaranna eru enn og aftur settir í forgang. Þeir bjóða þjóðinni dag eftir dag upp á grafalvarlegan skrípaleik með vonlausum leikurum meðan allt er að brenna til kaldra kola. Það sem verra er, að okkur verður boðið upp á áframhaldandi sýningu án hlés, trúlega með sömu leikurunum, að kosningum loknum.
Vonandi mæta þá fjölmargir áhorfendur vopnaðir búsáhöldum til að stöðva þessa skelfilegu uppákomu.
Heimasætan á Mogganum
15.2.2009
