Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Davíð einn af 25

Í grein í Time er að finna umfjöllun um  25 einstaklinga sem taldir er eiga stærstan þátt í efnahagshruninu í heiminum. Þeirra á meðal er Davíð Oddsson og fær hann nokkuð ítarlega umfjöllun. Sjá 25 einstaklinga

Íslenskur aðall

Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið veikir fyrir fólk af aðalsættum. Bjarni Benediktsson er kominn af Engeyjarættinni og er því nánast sjálfkjörinn sem formaður flokksins. Ég fór að rýna í ættarsögu mína í von um að finna þó ekki væri nema einn dropa af bláu blóði, einhverja Briemera, Blöndala, Thorsara, Thorarensena. Ekkert slíkt var að finna í minni ættarsögu. Annar hver forfaðir minn hét Jón og svo gomma af Guðmundum. Allt bláfátækir bændur og ekki einn einasti klerkur eða sýslumaður þar á meðal. Ég hefði aldrei átt sjéns í formanninn.
mbl.is Enn einn í formannsslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkfælni og auðmýkt

Bretar skilgreina Ísland sem hryðjuverkaríki en forsætisráðherran sá enga ástæðu til að spjalla við ofbeldissegginn Brown og fá skýringar. Nei, nei bara snúa hinni kinninni við, í auðmýkt, til að fá annan löðrung.

Manneskjur en ekki tölfræði

Lítið hefur farið fyrir umfjöllun í fjölmiðlum um einstaklinga, sem lent hafa í hremmingum vegna hrunsins. Það er kærkomin tilbreyting að fá að sjá alvöru fólk af holdi og blóði tjá sig í stað tölfræðilegra upplýsinga. Morgunblaðið óskar eftir eftir fleirum til að tjá sig. Gott framtak.
mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin iðrun

Geir Haarde þarf að bíða eftir skýrslu til þess að geta beðist afsökunar. Gott að hafa það í huga þegar maður gerir eitthvað af sér sjálfur. Heimta bara skýrslu.
mbl.is Geir: Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórtíðindi úr seðlabankanum

Ha, meira að segja ég hef gert mér grein fyrir þessu um nokkurt skeið og er þó gersamlega ómenntaður í öllu er varðar hagfræði og get varla talið upp að tíu. Hvað er verið að tuða um menntunarkröfur til að fá embætti seðlabankastjóra ? Á maður að sækja um, mér líst vel á launin.
mbl.is Mikilvægast að gengið styrkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prósentur

Í janúar 2009 6,6% um 32% að meðaltali frá desember. Frá því í janúar árið 6,8%. Á sama tíma á árinu 2008 1%. Hvaða prósentutölur eru þetta. Jú þetta eru atvinnuleysistölur. Tengjast þær eitthvað einstaklingum af holdi og blóði með nafni og svoleiðis ? Kannski er þetta ekki þjóðin eftir allt saman og þá duga tölur bara ágætlega. Ég hef séð miklu hærri prósentutölur, að vísu í öðru samhengi.
mbl.is Mesta atvinnuleysi í 14 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilur hann esperanto ?

Hvað er að manninum, skilur hann bara ekki íslenskt mál eins og "Fara núna". Það mætti prófa að senda honum bréf á esperanto eða latínu og sjá hvort eitthvað skýrist.
mbl.is Eiríkur hættir í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þokulúðrar bannaðir

Hvað með öskrin og óhljóðin í miðborg Reykjavíkur um helgar. Ætlar lögreglan ekkert að að aðhafast í þeim málum ?
mbl.is Sturlu bannað að þeyta lúðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar fleiri píslarvotta

Í gær hafði hann áhyggjur. Í dag er Geir Haarde dapur. Ekki vegna 14.000 atvinnulausra eða ástandsins í landinu. Í gær voru það áhyggjur vegna hugsanlegra starfsloka innvígðra bankaráðsmanna á ofurlaunum, sem voru að buga hann. í Morgunblaðinu í dag kemur það fram, að Geir sé dapur yfir því að Jóhanna skildi ekki lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi við þá Val og Magnús bankastjóra, sem sjálfir sögðu upp og meira að segja gegn vilja fjármálaráðherra.

Auðvitað er hann ekkert dapur yfir þessu, hann dapur vegna þess að þeir voru ekki reknir úr starfi. Þá hefði hann getað safnað tveimur til viðbótar í hóp píslarvotta flokksins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband