Þurfum við virkilega fleiri bankastjóra ?

Maður er nefndur Birgir Ármannsson og situr á alþingi. Hann hefur helst unnið sér það til frægðar, að hamast gegn hugmyndum um frystingu eigna fjárglæframanna erlendis. Nú er það seðlabankafrumvarpið. Hann vill vinna allt upp á nýtt enda tíminn nægur og ekkert liggur. Áhyggjur hans beinast að fjölda og menntun bankastjóra í seðlabankanum. AGS hefur komið með ábendingu um, að venjan væri að hafa 1-3 bankastjóra. Það er hins vegar staðreynd að í yfir 36 löndum er aðeins einn bankastjóri og allir með próf í hagfræði. Jean-Claude Trichet bankastjóri seðlabanka Evrópu er t.d. með meistarapróf í hagfræði. Þetta virðist duga þeim. Hafa þrír seðlabankastjórar hingað til ekki valdið landinu nógum skaða?
mbl.is Þarf að hugsa málið upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband