Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Bara smáaurar

Formaður skilanefndar Landsbankans Lárus Finnbogason sagði á kynningarfundi með kröfuhöfum gamla Landsbankans að líklegt væri að 72 milljarðar króna falli á Ísland vegna Icesavereikninganna í Bretlandi. Þetta er bara smotterí. Maður er löngu hættur að velta fyrir sér þúsundum og milljónum. Talan 72 er ekki há. Það eru til miklu hærri tölur eins 100 og 300. Þetta eru bara vasapeningar.

Lögfræðimenntun dugar ekki

Jæja þá er það nokkuð klárt, próf í lögfræði dugar ekki til að verða seðlabankastjóri. Nú hlýtur Davíð loksins, að vera kominn í frakkann.
mbl.is Hafi próf í hagfræði eða tengdum greinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur er þá til eða...

Ég var að enda við að skrifa blogg um að trúlega væri Sigmundur sýndarveruleiki en ekki alvöru manneskja, hannaður af Finni Ingólfssyni. Svo birtist hann skyndilega í sjónvarpinu eftir að vera horfinn um nokkurt skeið og segist ætla að bjóða sig fram í Reykjavík. Ég er samt ekki alveg sannfærður að þetta sé hann alvöru. Það er hægt að trixa með svo margt í sjónvarpinu nú orðið og svo er myndin sem fylgir fréttinni ansi spúkí.
mbl.is Sigmundur Davíð býður sig fram í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hættir að vera til

Þetta er dómsdagsspá sem Gylfi Zoëga kemur fram með. Ég er ekki frá því að þetta er einmitt það sem bíður okkar. Ef þetta gengur eftir verður Ísland í raun ekki til. Á meðan snýst öll umræðan um einhver prófkjör, eins og það muni eitthvað hjálpa þeim 20-30 þúsund manns sem missa missa vinnuna í vor eða þeim þúsundum fyrirtækja sem verða gjaldþrota á árinu.
mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sigmundur Davíð ekki til ?

sigmundurÞað er eins og jörðin hafi gleypt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formann Framsóknarflokksins. Hefur hann ef til vill aldrei verið til sem manneskja af holdi og blóði ? Var hann kanski bara sýndarveruleiki sem Finnur Ingólfsson og aðrir flokkseigendur hönnuðu til tímabundinna nota ?

Rökstuddur grunur um glæp?

olafurFjárglæframaðurinn Ólafur Ólafsson, vistaði leynifélög sín á Tortola eyju. Félögin voru stofnuð til að Ólafur gæti komist hjá því að uppfylla flöggunarskyldu í Kauphöll Íslands í júní 2005.Er ekki hér loksins kominn rökstuddur grunur um glæp og er ekki hægt að veita honum réttarstöðu sakbornings ? Mig langar að fara að heyra hringl í handjárnum lögreglumanna.


mbl.is Leynifélög Ólafs vistuð á Tortola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komið úr nefnd

og koma nú Birgir Ármannsson, og drífa í að samþykkja. Þú ert búinn að vera allt of lengi á sviðinu.
mbl.is Seðlabankafrumvarpið úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur IceSafe á að borga

bankastjorinnGylfi Magnússon viðskiptaráðherra vill ekki lofa því að bresk sveitarfélög, sem áttu fé í íslensku bönkunum, muni fá alla peningana til baka. Að sjálfsögðu, íslenska þjóðin getur einfaldlega ekki borgað. Á íslenska þjóðin yfir höfuð að borga nokkurn skapaðan hlut í þessu viðurstyggilega sukki? Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, höfundur IceSafe sukksins á að sjálfsögðu að borga skuldina. Í viðtali við RÚV eftir hrunið sagði hann að það væri einmitt IceSafe, sem hann væri stoltastur af á starfsferli sínum sem bankastjóri. Ég er sannfærður um,  að stolt hans sé nægilega mikið, að hann vilji gera upp þetta mál við viðskiptavini sína í eitt skipti fyrir öll, án aðkomu þjóðarinnar.
mbl.is Gylfi lofar Bretum engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgisvæðingin hafin á ný

Í þetta sinn eru það ekki bankastjórar á ofurlaunum. Nú eru það lögfræðingar í skilanefndum bankanna, sem koma fram sem hinn nýi græðgisaðall. Samkvæmt frétt í DV fá þeir á 18-24 Þúsund krónur á tímann sem gera um 3 -5 milljónir á mánuði. Svo er verið að tala um ofurkjör þingmanna. Það á sem sagt engu að breyta bara bara halda áfram að sína þjóðinni fingurinn.

Verði flokknum að góðu

Einn helsti talsmaður gegn útlendingum á Íslandi er genginn í Sjálfstæðisflokkinn. Þetta hlýtur að verða flokknum til framdráttar í næstu kosningum. Guði sé lof að honum var ekki hleypt inn í aðra flokka.
mbl.is Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband