Lögfræðimenntun dugar ekki

Jæja þá er það nokkuð klárt, próf í lögfræði dugar ekki til að verða seðlabankastjóri. Nú hlýtur Davíð loksins, að vera kominn í frakkann.
mbl.is Hafi próf í hagfræði eða tengdum greinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Það er væntanlega reynsla sem að gildir líka, eins og í öðrum störfum.

Svo er nú líka talað um "skyldar greinar" sem eru:

"Greinar sem nefndar eru sem ,,tengdar greinar“ eru til dæmis viðskiptafræði, rekstrarhagfræði, fjármálaverkfræði, fjármálastærðfræði, tölfræði við hagrannsóknir, fjármálafræði, viðskiptalögfræði og fleira."

Davíð Oddsson er með 20 ára reynslu í fjármálastjórn, bæði hjá borg og ríki.

Finnst þér að gera ætti menntakröfur eingöngu til seðlabankastjóra ?

Hvernig var það með Árna Mathiesen, það sem allt varð vitlaust því hann er dýralæknir.

Öllum er slétt sama þó að núverandi fjármálaráðherra sé Jarðfræðingur og manni með Meistara próf í Hagfræði skipt út fyrir Flugfreyju.

Ég held að pakkið sem talar mest um menntakröfur, ætti að skoða aðeins hvaða menntun það hefur sjálft, fyrst að menntunin vegur svona þungt.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.2.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Takk fyrir áhugaverða athugasemd Ingólfur. Það er bara gott að fá nýja vinkla. Pæli aðeins í þessu.

Finnur Bárðarson, 20.2.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, viðskiptalögfræði er þarna. Davíð yrði sennilega ekki lengi að bæta þeim fáeinu einingum sem á vantar, svo lögfræðipróf hans færi upp um level eða svo.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2009 kl. 12:23

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hann verður þá bara að sækja um Gunnar, og láta á það reyna.

Finnur Bárðarson, 20.2.2009 kl. 12:27

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Það er bara að koma betur og betur í ljós, að þetta hefur ekkert með það að gera hvaða menntun Davíð hefur.

Þetta eru pólitískar ofsóknir !

Maðurinn er vel hæfur stjórnandi, og mjög líklega reynslumesti efnahagsstjórnandi Íslands frá upphafi.

En þessi menntunarvinkill er gríðarlega ofmetinn, Samgönguráðherra síðustu 20 mánaða er t.d. íþróttakennari, er hann því betur eða verr til þess fallinn að taka ákvarðanir um jarðgöng ?

Umhverfisráðherra er leikaramenntuð, er það rétta eða ranga menntunin til þess að hreinlega skilja eða geta tekið ákvarðanir um álver, til að mynda ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.2.2009 kl. 12:36

6 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Svo er hlægilegt að sjá hvað núverandi blaðrarar í stjórn Íslands, þ.e.a.s. Álfheiður Ingadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri, hafa verið með stórar yfirlýsingar um að "ráðinn verði einn Seðlabankastjóri", og sá skuli hafa "meistarapróf í Hagfræði".

Svo þegar öllu er á botninn hvolft, þá getur stjórnin ekki staðið við neitt af sínum eigin kröfum,  og segja því "seðlabankastjóri og einn aðstoðarseðlabankastjóri", og að "menntunin megi vera nánast hver sem er", s.br. lista hér að ofan.

Er hægt að kúka meira uppá bak ? , og þegar fyrir lá frá upphafi að frumvarpið væri meingallað, sem einmitt kemur vel í ljós núna.

Það væri stundum ekki verra ef að vinstra fólk myndi hugsa áður en gjammað er, og á það kannski helst við um Álfheiði Ingadóttur.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.2.2009 kl. 12:45

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það getur orðið talsverður spuni út af stuttu bloggi. En bara hið besta mál.

Finnur Bárðarson, 20.2.2009 kl. 12:50

8 Smámynd: Benedikta E

Finnur - Þegar Davíð var ráðinn þá var hann metinn hæfur - síðan breytir Jóhanna hæfniskröfum gegn Davíð - Hvað þá - Ef Jóhanna rekur svo Davíð - verður hún þá ekki stjórnlagalega brotleg í annað sinn?????

Þetta Seðlabanka mál er ekki búið - ef beðið er eftir því -  svo Jóhanna fari að gera eitthvað af öllu sem hún lofaði þjóðinni - þá gertu fólk eins farið að flytja.

Benedikta E, 21.2.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband