Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Veiða og sleppa

Ég er vondaufur um að áhugi útlendinga á steiktu eða hráu hvalkjöti aukist á næstunni. En hvernig væri þá að þróa hvalaskoðunartúrismann frekar. Er ekki þjóðráð að leyfa ferðamönnum í hvalaskoðunarferðum, þegar þeir eru orðnir leiðir á því að glápa á þessar skepnur, að bjóða þeim skjóta þá, með einhverjum léttum vopnum og sleppa þeim svo. Þeir stunda þetta laxveiðimennirnir, og það berast engar kvartanir frá náttúruverndarfasistum. Það mættti t.d. nota slagorð eins og: Skoðið og skjótið.
mbl.is Endurskoðar umhverfi hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur skaut Einari ref fyrir rass

Pólitískt var þetta snilldarbragð hjá Steingrími. Þetta hlýtur að hafa komið Einari J. Guðfinnssyni í opna skjöldu. Einar óskaði þess heitt og innilega að Steingrímur myndi afturkalla frumvarpið í þeirri vonað hér færi allt í bál og brand. Hann sá ekki fyrir þennan leik Steingríms. Þetta skiptir svo sem ekki miklu máli. Matarlist útlendinga á hvalkjöti mun vart aukast þrátt fyrir þetta, en það er örugglega pláss í frystigeymslunum.
mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margtuggin spurning

Samfylkingin er sífellt að krefja VG um afstöðu þeirra til ESB. Þar fer fremstur fyrrverandi viðskiptaráðherra og segir að ekkert verði um áframhaldandi samstarf eftir kosningar ef þeir breyti ekki um skoðun. Eru samfylkingin heyrnarlaus. VG hafa frá stofnun flokksins verið andvígir öllu samneyti við ESB og og meðal annars krafist þess að við segðum upp EES samningum fyrir utan það að vera almennt tortryggnir í garð útlendinga. Það er alveg óþarfi fyrir samfylkinguna að vera að tuða eitthvað frekar um þetta.
mbl.is Evrópustefna VG skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðkvæm samskipti við aðrar þjóðir

Auðvitað er það með öllu óþolandi að forsetinn sé með þetta sífellda gaspur í erlendum fjölmiðlum. Við erum nú alveg nógu miklir hálfvitar fyrir, í augum umheimsins, svo ekki sé verið að bæta í. Það vakti hins vegar athygli mína að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði í samtali við RÚV um þetta mál, að það væri mjög óheppilegt að forsetinn væri að tjá sig, þar sem samskipti okkar við erlend ríki væru á mjög viðkvæmu stigi. Á sama tíma er hún og fleiri þingmenn að krefjast stóraukinna hvalveiða. Skildi það nokkuð vera viðkvæmt mál, sem gæti skaðað sambönd okkar við önnur ríki?
mbl.is Rætt um ummæli forsetans á fundi utanríkismálanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkaþjóðin

gordonjohanna

Jóhanna er ekki búin að tala við Gordon Brown. Þetta kom fram í svari Össurar Skarphéðinssonar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á alþingi. Ég held að það sé nú orðið of seint, að koma vitinu fyrir þennan ofbeldissegg. Geir glutraði niður tækifærinu þegar hann nennti ekki að taka upp símtólið á sínum tíma. Samtalið milli Jóhönnu og Brown hefði getað hljóðað eittvað á þess leið:

Jóhanna: Sæll ég er nýr forsætisráðherra Íslands og ég vil spjalla við þig um hryðjuverkalögin.

Brown: Jæja er búið að skipta um leiðtoga í hryðjuverkasamtökunum.

Jóhanna: Okkur finnst þessi framkoma ykkar gagnvart okkur vera ósanngjörn

Brown: Ha? eru viðbrögð við hryðjuverkum ósanngjörn?

Jóhanna: Getum við ekki samið um eitthvað, þetta er að sliga þjóðina?

Brown: Við semjum aldrei við hryðjuverkamenn, venjuleg skjótum við þá. En í ykkar tilfelli sýnum við áður óþekkta mildi. Í stað þess að skjóta ykkur, gerum við ykkur bara gjaldþrota. Það er einfaldara og ódýrara fyrir okkur og tilgangurinn er að sjálfsögðu að sliga ykkur. 


mbl.is Jóhanna ekki heldur rætt við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í spillingunni

Og að sjálfsögðu er það Framsóknarflokkurinn, sem þar á í hlut. Spilling liggur bókstaflega í eðli þess flokks. Athugasemd Óskars Bergssonar vegna veislu fyrir framsóknarmenn, sem borgin sá um að greiða fyrir var, að starfsmenn borgarinnar væru í fullum rétti þegar þeir haldi móttökur á kostnað borgarinnar. Það má vera að einhver lagabókstafur banni þetta ekki. En þetta eru jú mínir peningar, sem hann var að nota í þetta pjatt. Þetta er bæði spillt og siðlaust.
mbl.is Vill að Óskar Bergsson segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilur hann ekkert ?

Þetta segir Davíð Odsson við RÚV: "Seðlabankinn skilur frumvarpið þannig að ekki sé verið að leggja niður starf formanns bankastjórnar sem Davíð gegnir. Aðeins störf hinna tveggja. Því sé ekkert tilefni til að auglýsa að nýju starf aðalbankastjóra". Þetta er að verða  meiri vitfirring en mig óraði fyrir.

Hver er bastarður

"Sýna þarf mikla gát og vandvirkni til að fyrirbyggja að úr verði stjórnsýslubastarður, sem geri stjórnina óskilvirka og valdi tortryggni innan sem utan bankans". sögðu bankastjórar.

Ég hélt að frumvarpið væri einmitt gert til að skapa traust og eyða tortryggni. Ef þessir menn hefðu séð sóma sinn í að koma sér úr bankanum hefði varla þurft að gera neinar stórvægilegar breytingar á lögum um seðlabankann. Seðlabankastjóra er fyrirmunað að skilja að hann sjálfur er vandamálið holdi klætt, ekki bankinn sem slíkur. Seta hans veldur óþolandi tortryggni innan lands og utan.


mbl.is Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan styrkist um 1%

Þetta er allt að koma
mbl.is Krónan styrkist um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankastjórarnir mættir

Þjóðin bíður í ofvæni eftir boðskapnum í predikun seðlabankastjóra eftir fundinn með viðskiptanefnd. Trúlega verður þetta bara enn eina ferðina, valinn kafli úr sjálfsævisögu hans sjálfs.
mbl.is Seðlabankastjórar á fund nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband