Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hann er hvergi hættur

Einn skuggalegasti myrkrahöfðingi útrásarinnar, sem skildi eftir sig sviðna jörð ætlar ekki að láta staðar numið. Meðan enn glittir í einhverjar krónur er hann mættur til að hrifsa þær til sín með skítugum krumlunum. Það væri nærri lagi að taka allt af þessum manni gera hann eignalausan með öllu. Útskúfun úr samfélagi siðaðra er síðan sjálfsagt framhald.
mbl.is Lýsir 1,2 milljarða kröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Finnur þarna ?

Mér skilst að það sé verið að safna í púkk til að kaupa Haga. Ekki fæst uppgefið hverjir milljarðamennirnir á bak við þennan Franklín eru. Ef þeir kumpánar Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson eru þarna komnir með gírugar og óseðjandi krumlurnar í málið, þá mun ég heldur versla í nýlenduvöruverslun Lúsífers.

Morgunblaðið afhjúpar sannleikann

Á forsíðu blaðsins rak ég augun í þessa frétt: "Tölur ríkisskattstjóra sýna að á Íslandi er hópur fólks sem er mjög vel efnum búinn". Hvað mig varðar kom þessi frétt eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það er eins gott að hafa allsherjargoðann í Hádegismóum til að segja okkur hinum óupplýstu hvað er um að vera í þessu þjóðfélagi. 

Að sjálfsögðu

þarf Microsoft að sækja í smiðju Apple til að gera viðmótið notendavænt. Ef maður vill vera sá lummulegasti útbíaður í veirusmiti þá velur maður Windows stýrikerfið. Hugsandi og heilbrigðir skapandi einstaklingar velja Mac OS X að sjálfsögðu.
mbl.is Umdeild „Makka“ ummæli Microsoft-manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja

Svo er verið að tala um auka fjölda þessa hátekjufólks í 64 Fyrir að dúlla sér í einhverjum tilgangslausum nefndum og sitja á rassinum í bólstruðum stólum. Þar að auki er engin mætingarskylda. Ekkert mál, Reykavíkingar borga án þess að mögla. Það er notalegt að vera undir pilsfaldinum án þess að þurfa að gera nokkurn skapaðan hlut sem máli skiptir.
mbl.is Allt að 900 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn þjófnaður ?

Það að maðurinn skuli yfir höfuð tilkynna, að Magma væri komið ekki komið til Íslands til að stela auðlindum landsins, vekur upp hjá mér tortryggni, svo ekki sé meira sagt. 
mbl.is „Erum ekki að stela auðlindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásgerður ?

Hvað með það, þetta s.k. sveitarfélag sem sækir alla sína þjónustu til Reykjavíkur. Hvað kemur það okkur við þó viðkomandi heitit Ásgerður eða eitthvað annað ? Geisp
mbl.is Ásgerður sigraði á Nesinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarnám strax

Hrifsið jarðirnar úr höndum þessarra fjárglæframanna strax. Þessum mönnum skal ekki einnig líðast að saurga íslenska náttúru með nærveru sinni.
mbl.is Skulda milljarð út á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsóknir

Þessi pörupiltur þingsins sakar Þórunni um ofsóknir í sinn garð. Sér þessi piltur engan mun á réttu og röngu. Svo mikið er víst að hann kann enga almenna mannasiði.
mbl.is Höskuldur stendur við orð sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðfaðirinn

Guðfaðir mestu spillingar í sögu Íslands hélt að han myndi sleppa undan réttvísinni. Annað er að koma á daginn. Það veitir á gott. Hann hélt að hann væri Guð.
mbl.is Vísað til efnahagsbrotadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband