Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Erum við að losna við banana ?

Þeessi fyrirsögn í business.dk kom mér á óvart: "Ísland er nú á hraðri leið frá því að vera bananalýðveldi". Ég stóð í þeirri trú að þróun frá frá banalíðveldi til alvöru líðveldis tæki áratugi ef ekki aldir. Ég held að þrátt fyrir góðan vilja Evu Joly, erum við og verðun í hópi líðvelda sem kenna sig við banana um ókomna áratugi. Nokkrir tugir einstaklinga skipuðu okkur á þann sess meðal þjóða heims.
mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikrit í boði FME

Auðvitað er þetta smotterí sem FME býður þjóðinni upp á. FME varð að sýna einhvern lit og kastar fram "smámálum" til að telja fólki trúa fólki frú um að stofnunin sé að gera eitthvað. Þessi mál sem eru til rannsóknar eru ekki sinu sinni refsiverð. Stóru málin sem einhverju skipta verða áfram falin og vel geymd. Það er kominn tími til að leggja þessa sýndarstofnun niður í eitt skipti fyrir öll og stofna nýja alvöru stofnun sem tekur á málum af grimmd. Þetta er ekkert annað en skrípaleikur.

Svikamillan stækkar og stækkar

Þar fór ævisparnaður margra. Einhvern tíma hélt maður að lífeyrissjóður væri eitthvað sem hægt væri að taka mark á og treysta. Nú er það farið líka.
mbl.is Fimm lífeyrissjóðir í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pétur kemur oft á óvart

Þegar Birgir Ármannsson var búinn hamast gegn frumvarpi um endurskoðun stjórnarskrárinnar sté Pétur Blöndal í pontu og benti á einfalda leið. 30 manns vinna sleitulaust og gera ekkert annað á meðan, í 6 mánuði og ljúka málinu fyrir "smápening". Bætti því síðan við, að stjórnarskráin eins og hún liti út í dag, væri nánast eldsmatur. Pétur á marga góða spretti og vert að leggja við hlustir. Hann er jú stærðfræðingur.
mbl.is Tekist á um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblinda

Siðferði og réttlæti er ekki til í orðabók stjórnarmanna HB Granda. Þeir skilja bara eitt orð, græðgi. Verkalýðsforystan á að afturkalla allar frestanir á launahækkunum strax.
mbl.is Siðlausir eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin slagsmál í Kastljósi

Kíkti á Kastljósið í gær. Tryggvi Þór úr Sjálfstæðisflokki og Sigríður Ingibjörg úr Samfylkingu voru að ræða efnahagstillögur Framsóknarflokksins um að færa niður skuldir um 20 % . Það var kanski ekki innihaldið sem vakti mesta athygli mína heldur framkoma þeirra tveggja.

Þurfti að klípa mig tvisvar í handlegginn til að sannfærast um að þarna væru tveir stjórnmálamenn á ferðinni. Engin hróp, engin frammíköll, bara afslappaðar málefnalegar samræður. Hugsaði eitt augnablik hvernig þetta hefði verið ef t.d. Árni Páll og Birgir Ármannsson hefðu verið þarna: Leðjuslagur óþroskaðra götustráka.


Gott hjá þér Gylfi

Nú er nóg komið. Burt með þessa fjandans bankaleynd. Ég vil ekki sjá neitt frumvarp. Ég vil ekki hlusta á neitt jarm úr lögfræðingum. Ég vil ekki heyra álit Birgis Ármannssonar. Opnið möppurnar svo við fáum að sjá eiturgrænt gumsið vella út. Þjóðin er kominn með sterkan maga og þolir það vel.
mbl.is Fráleit bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risaskref í rannsókninni

Þeir ætla að hittast svona af og til, yfir kaffibolla væntanlega.
mbl.is Samstarf milli FME og sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gera viðskiptavini tortryggilega

Auðvitað á ekki að svíkja og stela, en tilgangurinn með þessari könnun er að gera alla viðskiptavini tortryggilega og hvítþvo tryggingafélögin. Og að sjálfsögðu er verið að búa jarðveginn undir hærri iðgjöld. Ég er farinn að bíða eftir færeyska tryggingafélaginu.
mbl.is Fjórðungur vissi um svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert atvinnuleysi

Fulltrúar sjálfumgleðinnar hafa tryggt sér dvöl á Alþingi. Ekkert atvinnuleysi þar, 0%. Hins vegar er atvinnuleysið á óvernduðum vinnustöðum í landinu komið í 10,5 % og atvinnulausir 17.000. Með sömu framvindu verða 20.000 manns atvinnulausir um páska. Skiljanlegt að allur þessi fjöldi sækti um störf á Alþingi. Skiptir engu þó fyrirtækið njóti virðingar aðeins 13 % þjóðarinnar. Alþingi eru jú ekki heldur að framleiða eitt eða neitt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband