Engin slagsmál í Kastljósi

Kíkti á Kastljósið í gær. Tryggvi Þór úr Sjálfstæðisflokki og Sigríður Ingibjörg úr Samfylkingu voru að ræða efnahagstillögur Framsóknarflokksins um að færa niður skuldir um 20 % . Það var kanski ekki innihaldið sem vakti mesta athygli mína heldur framkoma þeirra tveggja.

Þurfti að klípa mig tvisvar í handlegginn til að sannfærast um að þarna væru tveir stjórnmálamenn á ferðinni. Engin hróp, engin frammíköll, bara afslappaðar málefnalegar samræður. Hugsaði eitt augnablik hvernig þetta hefði verið ef t.d. Árni Páll og Birgir Ármannsson hefðu verið þarna: Leðjuslagur óþroskaðra götustráka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þetta voru málefnalegar umræður og bæði sýndu hinum tillitsemi og voru ekkert að grípa fram í hvort fyrir öðru, eins og alltof algengt er í svona þáttum.

Jakob Falur Kristinsson, 17.3.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kanski er vonarglæta þrátt fyrir allt

Finnur Bárðarson, 17.3.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband