Erum við að losna við banana ?

Þeessi fyrirsögn í business.dk kom mér á óvart: "Ísland er nú á hraðri leið frá því að vera bananalýðveldi". Ég stóð í þeirri trú að þróun frá frá banalíðveldi til alvöru líðveldis tæki áratugi ef ekki aldir. Ég held að þrátt fyrir góðan vilja Evu Joly, erum við og verðun í hópi líðvelda sem kenna sig við banana um ókomna áratugi. Nokkrir tugir einstaklinga skipuðu okkur á þann sess meðal þjóða heims.
mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Ósammála. Samkvæmt algengum skilgreiningum á bananalýðveldi er þar um að ræða land sem býr við einhæfa atvinnuvegi sem byggjast oftast á landbúnaði, t.d. bananarækt, og lýtur stjórn sjálfskipaðrar valdaklíku sem hugsar mest um að skara eld að eigin köku. Hvað sem okkur finnst um stjórnvöld hér á landi fellur Ísland ekki að þessari skilgreiningu. Valdamenn eru kosnir og sinna margir starfi sínu af samvizkusemi. Hér eru fjölbreyttir atvinnuvegir og landbúnaður skilar ekki mjög miklu til landsframleiðslu (og hér er ekki einu sinni bananarækt þrátt fyrir erlendar flökkusögur).

Birnuson, 18.3.2009 kl. 16:10

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég get ekki komið með andsvar við þessu innleggi. En af einhverjum ástæðum eru ýmsir farnir að flokka undir þessa tegund líðveldis.

Finnur Bárðarson, 18.3.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband