Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Birgir hefur áhyggjur velferðinni !

Sjálfstæðisflokkurinn er á móti stjórnlagaþingi. Það gæti haft áhrif á völd þeirra þjóðfélaginu. Birgir Ármannsson notar síðasta hálmstráið, kostnaðinn. Hann ber sérstaka umhyggju fyrir velferðarkerfinu og segir "... er ríkisstjórninni alvara með að leggja út í útgjöld af þessu tagi á sama tíma og niðurskurðar er þörf á öllum sviðum ríkisrekstrarins, þ.á.m. í velferðar-, heilbrigðis- og menntamálum,“ síðan hvenær hefur Birgir haft áhyggjur af þessum málaflokkum? Grátbroslegt.
mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eitthvað að fela ?

Þeir sem gefa kost á sér til stjórnmálastarfs hljóta að geta valið um það með hvaða hætti þeir sýna sín fjármál,” segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna. Nú er það þannig að þetta eru þjóðkjörnir fulltrúar sem er ætla sér að ráðskast með líf okkar næstu árin.  Þeir sem neita að opna bókhald sitt fyrir kosningar hafa eitthvað að fela. Svo einfalt er það. Kjósum þá ekki.

Rosaleg endurnýjun

Sjálfstæðismenn mega ekki vatni halda yfir hinni stórkostlegu "endurnýjun" innan flokksins. Mér finnst ég kannast eitthvað við nöfnin: Illugi Gunnarsson, Pétur Blöndal, Ólöf Nordal og Sigurður Kári. Eru þetta endurunnir þingmenn ? Eru þeir með nýjar áherslur eða fengu þeir sér bara ný Armani jakkaföt ?

Engin tilviljun

saksoknari.jpgEva Joly segir um skipaðan saksóknara að hann hefi enga reynslu af alþjóðlegum fjársvikamálum. Auðvitað ekki. Það var aldrei meiningin að ráða mann með slíka reynslu. Honum var aldrei ætlað að grafa það djúpt í spillinguna að glitti skóför stjórnmálamanna og skjólstæðinga þeirra.

Strákarnir mættir aftur

Kíkti á Silfur Egils og nú eftir fjarveru voru það stjórnmálamenn sem voru mættir. Ég verð að segja að Sigmundur kom sá og sigraði, afslappaður og talaði af skynsemi. Í næsta sæti var Guðfríður Lilja og í neðsta sæti var Árni Páll, eins og venjulega, froðufellandi og strax byrjaður að berja á báða bóga baðandi út höndum. Allt eins og venjulega þegar strákarnir á þingi hittast. Hápunkturinn var auðvitað samtalið við Evu Joly.

Fulltrúar þjóðarinnar.

Af 12 efstu í forvalinu hjá Sjálfstæðismönnum er einn hagfræðingur, einn hagfræðinemi, fjórir lögfræðingar, einn laganemi, einn stjórnmálafræðingur, einn stærðfræðingur, tveir hjúkrunarfræðingur. Hvað eru þessir tveir hjúkrunarfræðingar að vilja upp á dekk ?

Hófsemi hjá Granda

Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda, Árni Vilhjálmsson segir arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þær nema 150 milljónum. Það er þó öllu meiri hófsemi hjá Granda að greiða ekki starfsfólki 13 þúsund króna launahækkun. Menn sem tala svona eiga ekkert erindi í fyrirtækisrekstur.

Uppselt

Æ getur Mbl.is ekki bara birt eina síðu með yfirskriftinni. "Niðurstöður prófkjöra", í stað þess að drita þessum ófögnuði út um allt.
mbl.is Illugi sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berserkir óhróðurs

hjolli.png

Einn af máttarstólpum þjóðfélagsins , Hjörleifur Jakobsson, forstjóri eins af fyrirtækjum Ólafs Ólafssonar, Kjalars, fer mikinn í blaðagrein í Fréttablaðinu. Hann segir "ofurbloggara", sem hannn kallar berserki óhróðurs,  í skipulagðri rógsherferð gegn saklausum athafnamönnum og líkir aðförinni við ofsóknir á hendur meintum kommúnistum á McCarthy tímanum í Bandaríkjunum. Þeir, athafnamennirnir, eru sem sagt kommarnir.

McCarthy tókst að setja venjulegt fólk á vonarvöl sem ekkert hafði til saka unnið. Fjárglæframenn  settu íslensku þjóðina á vonarvöl. Skildi Hjörleifur þessi hafa gleymt því að fóstbróðir hans Ólafur Ólafsson var einn af þeim sem veitti sjálfum sér 500 milljarða króna lán. Ef þessi maður er kalla eftir meðaumkun er hann á rangri braut. Fjárglæframönnum verður aldrei fyrirgefið og ég ætla bara að vona að "ofurbloggarar" haldi ötulir áfram að minna okkur á tilvist þeirra og gjörðir a.m.k. þangað til sérstakur saksóknari fer að skoða mál þeirra af alvöru.


AGS ofsækir framsókn

Sigmundur er að detta í hefðbundna stjórnmálagírinn þegar hann sakar ríkisstjórnina um að hafa "pantað" umsögn AGS til þess eins að bregða fæti fyrir Framsókn. Ég held AGS hafi bara ekki nokkurn áhuga á Framsóknarflokknum eða öðrum flokkum yfirleitt. Hins vegar treysti ég mati þeirra á hugmyndinni um 20% flatan niðurskurð, sé arfavitlaus þó Flanagna hafi ekki orðað þannig, en örugglega hugsað.
mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband