Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Er eitthvað að gerast ?

Tengist þetta eitthvað útrásarvíkingunum ? Og eru notuð svona tæki til að þvo peninga ?
mbl.is Komið upp um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur okkur ekki við

Einhver smá sjoppa ætlar ekki að selja fiskinn okkar. Ekkert mál. Við getum bara selt fiskinn í Bónus.
mbl.is Hætta að kynna íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það heppnaðist ekki allt

Þetta segir Geir Haarde um hrunið: Það er sagt að ekki hafi allt heppnast sem gert var og gerð hafi verið ákveðin mistök á sumum sviðum. Það er sjálfsagt að gangast við því. Þetta var sem sagt ekkert alvarlegt mál, bara smá mistök. Engin ástæða til að biðjast afsökunar á smotteríi. En orðavalið er athyglisvert. 

Brandari ársins

Geir Haarde finnst bankaleyndin gengin út í öfgar. Er ekki í lagi með manninn ? Ætlar hann að bregðast flokknum?
mbl.is Bankaleyndin gengið út í öfgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama vísan enn og aftur

Vilhjálmur Egilsson kemur með gömlu viðurstyggilegu þuluna: Stefna flokksins brást ekki heldur fólkið. Sem sagt: Ég brást. Afsakið meðan ég........
mbl.is Fólkið brást, ekki stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páfinn gleymir Íslandi

Benedikt XVI páfi hvatti Afríkubúa til þess að útrýma spillingu í eitt skipti fyrir öll. Hefur hann ekki heyrt um Ísland. Af hverju fáum við ekki sambærilegan boðskap og stuðning ? Eða var þetta bara smokkaspillingin.
mbl.is Páfinn: Útrýmið spillingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflutningur á spiki

images_815484.jpgRóbert Wessman ætlar að hefja stórfelldan innflutning á spikfeitum Bandaríkjamönnum. Þetta ku ekki vera neinir venjulegir einstaklingar, örlítið yfir kjörþyngd. Þetta eru fleiri tonn af spiki sem um er að ræða.

Geri ráð fyrir að Icelandair Cargo sé að sérútbúa flugvélar sínar til að geta tekist á við innflutninginn. Þegar búið verður að skera burt mörina dugar væntanlega svifflugvél til að koma þessari endurunnu vöru til síns heima.

Eitt augnablik hugsaði ég um HIV smituð og sveltandi börn í Afríku. En auðvitað vill dr. Wessmann ekki svoleiðis fólk. Hann vill feita, ríka og freka. Þar er gróðavonin.


mbl.is Gætu orðið til 300 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með það ?

Litli smásálarhátturinn og minnimáttarkenndin blossar upp í þessum langa pistli. Einhver gaur í Bandaríkjunum segir eitthvað svo kemur annar og segir eitthvað allt annað um Ísland. Getum við ekki hætt þessu rugli að sífellt þurfa að leita að einhverjum til að klappa okkur á bakið.
mbl.is Íslendingar engir hálfvitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá var öldin önnur

Nú eru menn handteknir fyrir að bera saman þjóð sína við Ísland. Fyrir nokkrum mánuðum þótti það fínt. Við voru jú fremstir í heimi þá. Hér með ætla ég að líkja Íslandi við Zimbabve. Bíð svo rólegur eftir sérsveitinni.
mbl.is Handtekinn fyrir samlíkingu við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Lóan

Gat enginn varað hana við ?
mbl.is Lóan er komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband