Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Réttlæti
23.3.2009
Nokkuð ljóst að þeir sem hafa há laun finnst þetta hið mesta óréttlæti.
3% skattur á 500 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góði hirðirinn
23.3.2009
Pétur Blöndal sagði um Spron á sínum tíma: " að sjóðurinn væri fé án hirðis". Maðurinn hlýtur að hafa farið í pontu og tjáð sig um einkagræðgisvæðinguna, sem hann tók þátt í og endaði svo með þessum ósköpum. Nú er féð horfið og góði hirðirinn líka. Trúi því, að hann hafi fundað með starfsfólkinu og beðið það afsökunar.
Gerði Alþingi grein fyrir sparisjóðaaðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki kolsvart ?
23.3.2009
Trúi þessu varlega, en gott ef satt reynist, en höfundar IceSafe skulu ekki halda eina mínútu að þeir séu sloppnir.
Hagfelld niðurstaða í augsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að kunna að tapa
22.3.2009
Ég hélt að menn almennt þroskuðust með árunum og tækju ósigri af karmennsku og æðrluleysi. Hann telur að hann hafi goldið fyrir eitthvað landfræðilegt kosningafyrirkomulag. Hvers vegna segir hann bara ekki hreint út: "Mér var hafnað kjósendum sem hugnaðist annar maður betur". Það hefði þó verið örlítil reisn yfir slíku í staðinn fyrir þetta fórnarlambsvæl.
Mun að sjálfsögðu taka þetta sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nei nei ekki gera neitt
22.3.2009
Ásbjörn Óttarsson sagði við fréttamann RÚV: "Ég ætla að láta verkin tala" Í guðanna bænum Ásbjörn ekki gera neitt. Það veldur minnstum skaða.
Ásbjörn vann baráttuna við Einar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ættlaus maður í framboð
22.3.2009
Já hann hefur aldeilis kjark að storka flokknum á þennan hátt. Ættlaus alþýðumaður gegn manni úr sjálfri Engeyjarættinni. Öllum hlýtur að vera brugðið.
Kristján Þór í formannskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Endurvinnsla
22.3.2009
Mikil endurvinnsla er í gangi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Einar er kominn í dökkblá jakkaföt og með nýtt bindi.
Einar efstur, Ásbjörn nú annar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er auminginn?
22.3.2009
Er eðlilegt að Neyðarlínan styrki stjórnmálaflokka með þessum hætti spyr blaðamaður? Þórhallur Ólafsson, frkvstj. Neyðarlínunnar svarar:
"Í mínum huga er þetta léttvægt. Maður er kannski of aumingjagóður að eðlisfari".
Hann var bara góður við aumingja, sem sagt Sjálfstæðisflokkinn. 300.000 krónur af almannafé er ekki mikið fyrir sanna aumingja.
Enginn sóttist eftir styrk nema Sjálfstæðisflokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki meir !!
21.3.2009
Byr kemur ekki til greina. Keyrum sukksjóðinn í þrot. Ég borga ekki krónu í þetta kasínó spillingarinnar.
6 sparisjóðir óska eftir aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsókn kann þetta öðrum betur
21.3.2009
Í útdrætti Ríkisendurskoðunar um ársreikninga stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2007 kemur fram að í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, sem utanríkisráðherra styrkti ráðuneytið Framsóknarflokkinn um 90 þúsund krónur. Það skákar enginn Framsóknarflokknum þegar kemur að því að næla sér í peninga.