Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Engin frétt

Ef maður er neyddur til að taka afstöðu til tveggja frekar leiðinlegra valkosta velur maður trúlega þann skásta. Ef spurt hefði verið: Hvern viltu sjá sem formann flokksins? væri niðurstaðan mun áhugaverðari.
mbl.is Tæp 46% vilja hvorugan frambjóðandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri hreinsun takk

Það er lítið mál að ganga í stjórnmálaflokk og fá skírteini. Gilda engar almennar siðareglur fyrir þá sem bera slík skírteini? Er ekki hægt að vísa mönnum úr flokkum ? Mér finnst eðlilegt að Finni Ingólfssyni og Ólafi Ólafssyni yrði vísað úr Framsóknarflokknum. Ef Björgólfsfeðgar eru með skírteini í Sjálfstæðisflokknum á hann að gera slíkt hið sama. Ef Jón Ásgeir er með skírteini í Samfylkingunni á hann að fjúka. Að sjálfsögðu á að skoða fleiri en hér eru taldir. Þessir vítisenglar útrásarinnar eiga ekki að fá athvarf neins staðar. Þeir eru óværa sem flokkarnir þurfa losna við.

Á fullu í vinnunni

Það fer alltaf hrollur um mig þegar ég sé nafnið Björgólfur Thor. Hjá honum gengur allt sinn vanagang, taka lán, selja og kaupa. Hvað skyldi hann gera við hagnaðinn? Koma með hann heim ? Nei það held ég ekki, það er enn laust pláss á Tortolla.
mbl.is Reuters: Novator selur í Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil ekki setninguna

"Dagpeningar fyrir maka" Hver hnoðaði þessarri setningu saman á sínum tíma ? En gott hjá Steingrími að strika þessa setningu út .
mbl.is Steingrímur sker í dagpeninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vítisenglar Íslands

Það þarf ekkert að skoða þetta frekar. Frysting eigna þessarra manna strax. Handjárn með hendur hendur fyrir aftan bak. Inn í dómssalinn með þá. Þetta verður að gerast með hraði svo þeir valdi ekki þjóðinni enn meiri skaða því það er einbeittur vilji þeirra ef þeir ganga lausir áfram.
mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leðurjakkar ógn við þjóðaröryggi

Nokkrir gaurar, sem eru með brennandi áhuga á mótorhjólum voru boðnir í samkvæmi á Íslandi. Hálft lögreglulið borgarinnar og sérsveitin mætti umsvifalaust upp á völl. Hvað er nú þetta. Má fólk með áhuga á bifhjólum ekki bregða sér af bæ og skreppa í gleðskap hjá félögum sínum á Íslandi. Þeirra mistök voru kanski að vera ekki í slepjulegu Armani dressi. Yfirvöld, full skelfingar, segja að þeir tengist einhverjum glæponum úti í heimi. Hefur t.d. verið kannað hverjum Björgólfsfeðgar tengjast í Rússlandi eða Búlgaríu. Ég hef miklu meiri áhyggjur af þessu Armani liði sem valsar inn og út úr landinu óáreitt, en fólki í leðurjökkum með bifhjóladellu.
mbl.is Viðbúnaður í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svindlað á ríkum konum

imagesKvennabósinn má þó eiga það að hann var ekki að kúga þá fátæku.
mbl.is Kvennabósi fyrir rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsgagnasalinn

Jón Ásgeir er að selja húsgögn skrifstofu Baugs í London. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Baugs, sagði engan hagnast á sölunni. Er þá Jón þá enn verri bisnessmaður en ég hélt ? Hagnast ekkert á því að selja. Hvers vegna gaf hann bara ekki húsgögnin.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feitabolla

Þessi kona er í bullandi afneitun. Hún er hreinlega afmynduð af spiki.
mbl.is Neitar því að vera of feit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litli reiði maðurinn

Sturla Böðvarsson, sem aldrei hefur verið eitt eða neitt í stjórnmálum, hreytir ömurlegum orðaflaumi framan í þjóðina. En þegar hann sjálfur lítur yfir galauðan stjórnmálaferill sinn, er ekkert annað eftir en beiskja og reiði, sem hann þarf greinilega að fá útrás fyrir.
mbl.is Deildu hart í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband