Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Þarf að leggja FME niður ?

Er virkilega kominn tími til að taka aftur fram potta og sleifar og storma niður að Fjármálaeftirlitinu? Eftirlitið ku standa í vegi fyrir að nauðsynleg gögn berist rannsóknarnefndinni. Hvað er í gangi hér? Hvað er verið að fela? Spörkuðum við óhæfu fólki úr FME og settum inn enn óhæfara fólk?

Getur ekki nefndin hreinlega sparkað upp hurðinni að þessari rotnu stofnun og náð í nauðsynleg gögn ? Þarf hreinlega ekki að leggja þetta svokallaða eftirlit niður fyrir fullt og allt. Það virðist kominn tími til að brýnna raddir fólksins á ný.


mbl.is Óvíst að gögn að utan nýtist nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vill Framsókn ?

Sigmundur hefði getað stytt mál sitt með því að nota gamla frasann "við göngum óbundnir til kosninga" sem að sjálfsögðu þýðir: "Við viljum samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn því það er vænlegast til fjár".
mbl.is Vill vera í vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðfrysting

og koma svo Birgir Ármannsson. Upp á svið með þig. Þú hlýtur að luma á einhverjum stórfenglegum tilþrifum, svona rétt áður en tjaldið fellur.
mbl.is Heimild til að frysta eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreiðar Már Sigurðsson

Viltu sýna þjóðinni lágmarks kurteisi: Ekki opna munninn. Við eru orðin svo yfirgengilega leið á að hlusta á þvæluna sem vellur upp úr þér.
mbl.is Afskrifuðu ekki tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afríka norðursins

Þetta fer að verða skuggalegt. Um daginn var ég sannfærður um að ég væri Norðmaður en nú er það að koma í ljós að ég er Afríkubúi. Það er ekki laust við að mér finnist húðin vera dökkna ískyggilega svo þetta er örugglega satt.
mbl.is Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensín dýrmætara en heilsan

Það er dapurlegt ef fólk þorir ekki í endurhæfingu vegna ótta við atvinnumissi. Hins vegar furðar mig að fólk skuli setja fyrir sig verð á bensíni, og mæta ekki af þeim sökum. Hversu mikið meta þessir einstaklingar líkamlega og heilsu sína eiginlega ?
mbl.is Afþakka endurhæfingu eftir langa bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mættur í vinnuna

asmundurÁsmundur Stefánsson skipaði sjálfan sig bankastjóra Landsbankans og fór síðan í mánaðarlangt frí til Indlands til að kynna sér matarvenjur heimamanna. Nú er hann mættur aftur í vinnuna endurnærður og útbelgdur af karrý og albúinn að að reisa bankann við. Það er einhver fortíðarfnykur af þessu.

Er til landráðadómstóll ?

Er ekki til einhver alþjóðlegur dómstóll sem getur gefið út handtökuskipun á hendur fólki, sem fremur landráð af gáleysi eða með einbeittum vilja ? Ég er tilbúinn að veita slíkum dómstóli alla hugsanlegar upplýsingar.
mbl.is Forseti Súdans ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuggalegt

Nú kemur sjálfstæðishjörðin jarmandi: Höft, ríkisvæðing, einstaklingsframtakið horfið, auknir skattar. Byrjar ekki þulan einhver vegin svona. Eins og mig minni það.
mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

300 sækja um störf á alþingi

Ísland er einhver skelfilegur sýndarveruleiki. Þjóðin er sokkin í kviksyndi upp fyrir höfuð. god Um 300 einstaklingar hafa sótt um starf í alþingishúsinu við Austurvöll. Hver og einn einasti af umsækjendunum reynir að telja þjóðinni trú um að, einmitt hann búi yfir guðlegum kraftaverkamætti, sem dugar til að draga þjóðina upp úr kviksyndinu og koma henni á rétta braut í nýju landi þar sem engin eru vandamálin.

Guð einn hefur einkaleyfi á kraftaverkum. Umsækjendurna 300 hefði alveg eins mátt velja úr símaskránni. Þetta eru bara einstaklingar eins og við hin, og geta ekki boðið upp á neinar töfralausnir eða lausnir almennt, frekar en við. Umsækjendurnir 300 eru ekki illmenni, bara venjulegir einstaklingar að leita sér að vinnu. (sjá greinina í Vanity Fair hér)


mbl.is Wall Street á túndrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband