Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Ég kýs hana

eva_808637.jpgAð Jóhönnu ólastraðri vildi ég sjá þessa konu sem næsta forsætisráðherra. Hér eru engir silkihanskar eða barngælur á ferðinni. Hún kann greinilega að taka á stórkrimmum í Armani jakkafötum. Þetta er kona sem þorir að sparka upp hurðum að rotnum felustöðum og leiða svikahrappa út í járnum. Svona manneskju þarf þjóðin.

Jón Ásgeir færir út kvíarnar

Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs hafi stofnað nýtt félag (ekki fyrirtæki) í Bretlandi. Það heitir Carpe Diem (”gríptu daginn”) Frá þessu er greint í The Independent . Það verður fróðlegt að sjá hvaða góðgerðamálum þetta félag ætlar að sinna. Væntanlega er  þetta ekki félag sem ætlar að framleiða hannyrðavörur. Eitthvað segir mér, að þetta kunni að tengjast væntanlegu gjaldþroti Baugs.

Aftur í bankabóluna

Nú hefur enn einn bankinn bæst í safn ríkisins og fleiri eru á leiðinni. Er ekki bara eðlilegt fyrir ríkið að leggja niður mennta og heilbrigðiskerfið og snúa sér alfarið að bankarekstri? Við vorum best í heimi á því sviði á sínum tíma. Að vísu voru þetta bara loftbólubankar en þeir svínvirkuðu um tíma. Það er engin ástæða að gefast upp þó þetta hafi ekki gengið alveg upp í það skiptið. Fall er fararheill. Það er ekkert sjálfgefið að ekki sé hægt að framleiða loftbólur á nýjan leik. Nóg er til að hæfu fólki til að koma slíkri starfsemi í gang á nýjan leik. Hér liggja sóknarfæri.
mbl.is „Auknar líkur á þjóðargjaldþroti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfrétt

Hvers vegna er ekki vitnað í mig, ég óska henni líka góðs bata, eða er það fréttnæmt að BB óski einhverjum góðs bata svona yfirleitt. Því vil ég ekki trúa.
mbl.is Björn óskar Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtæki ?

Ekki getur hann verið að meina Verslun Guðsteins eða Belgjagerðina ? Svo kölluð fyrirtæki Jóns Ásgeirs heita nú félög og eru staðsett á eyjaklösum úti í heimi þar sem enginn viðskiptavinur er til staðar nema hann sjálfur.

Ekki rógsherferð

Þú ert að misskilja þetta Jón Ásgeir. Það er  að hefjast herferð gegn fjárglæframönnum, vonandi.
mbl.is „Skipulögð rógsherferð“ gegn fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill að FME rannsaki Morgunblaðið

Stundum trúir maður ekki sínum eigin augum. Hvernig dirfist maðurinn að opna munninn yfirleitt?

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaðurað segir að sér þyki hryggilegt að skýrsla Kaupþings til Fjármálaeftirlitsins hafi lekið út til fjölmiðla. Sigurður segist vonast til þess að Fjármálaeftirlitið rannsaki birtingu Morgunblaðsins á þessum trúnaðarupplýsingum því birtingin sé brot á lögum um fjármálafyrirtæki. „Án verndar fyrir svona meðferð trúnaðarrupplýsinga mun engin bankastarfsemi þrífast í landinu,“ segir Sigurður í yfirlýsingunni. Úr frétt á DV:

 


Sleppum kynjakvótanum

Þær raða sér í efstu sætin hjá VG, Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, og Lilja Mósesdóttir. Einvala lið. Nú ætla ég bara að vona að körlunum verði ekki dröslað upp á listanum. Minnugur þess að það var karlpeningurinn sem steypti landinu í glötun, treysti ég þessum konum best til að gera eitthvað af viti.
mbl.is Katrín og Svandís efstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrkeypta hugsjónir

Það má þó segja Kolbrúnu til hróss, að hún stóð og féll með sínum hugsjónum. Hvað sem mönnum svo finnst um þær hugsjónir.
mbl.is Keik og stolt í sjötta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farnir

Nú geta litlu hræddu sálirnar sofið rótt í nótt. En synd að þeir fengu ekki að smakka á kjötsúpunni.
mbl.is 18 Vítisenglar sendir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband