Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ekkert óeðlilegt

Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, segir að engir óeðlilegir eignaflutningar hafi átt sér stað frá Kaupþing Singer & Friedlander til Íslands í aðdraganda bankahrunsins.

Bara þetta sem er feitletrað hér að ofan gerir það að verkum að ég trúi ekki einu orði sem þessi maður segir. Ég trúi engu sem einhver fyrrum forstjóri íslensks fjármálafyrirtækis segir. Allra síst þegar viðkomandi notar orðin "ekkert óeðlilegt". 


mbl.is Engir óeðlilegir eignaflutningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjarta eða skynsemi

Hjartað mitt segir: Lögsækjum þá hvar sem hægt er. Berjum Gordon Brown í stöppu. Skynsemin hvíslar hins vegar að mér: Ræðum við þá, semjum við þá ef það er besta leiðin til að lágmarka það gífurlega tjón sem landráðamenn hafa valdið íslensku þjóðinni.
mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndi ég hætta ?

ef ég frétti af því að 80 % Íslendinga krefðist þess að ég, Finnur Bárðarson, hætti störfum á mínum vinnustað, ef 5000 manna hópur safnaðist saman á Austurvelli og krefðist að ég hætti og ef menn berðu búsáhöld fyrir utan vinnustað minn og þar að auki að minn æðsti yfirmaður bæði mig að fara. Við svona skilaboð fengi ég það trúlega á tilfinninguna ,að mér væri ofaukið og þyrfti ekki einu sinni þetta allt til. En ég er auðvitað bölvuð gunga ólíkt og Davíð og Eiríki sem sýna raunverulega karlmennsku.

Uppnefni

Gárungarnir á blogginu eru farnir að uppnefna Höskuld Þórhallsson og kalla hann nú Þröskuld. Kanski viðeigandi.

Skýrslan sem skipti ekki máli

hoskuldur_orhallsson.jpgÞað er komið á daginn að þessi "mikilvæga" Evrópuráðsskýrsla um regluverk evrópskra seðlabanka kom seðlabankafrumvarpinu nákvæmlega ekkert við.  Höskuldur hefði alveg eins getað pantað eintak af Séð og heyrt. Hann var eindregið á móti því á sínum tíma að fá umsögn Evrópusambandsins þegar þau stóðu til boða. Skyndlilega er einhver skýrsla ESB þingmanninum svona óskaplega mikilvæg. Ég hélt að Framsókn vildi bara ekkert með ESB og þeirra álit með að hafa.  Það var ömurlegt að horfa á hann í vonlausri vörn í Kastljósinu í gær tafsandi á orðum. Greinilegt er að hann ætlaði slá einhverjar pólitískar keilur en þær komu honum allar í koll. 
mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn misskilningur

Auðvitað skilur hann ekki hvers vegna hann eigi vera sitja á einhverjum fundum viðskiptanefndar. Hann hefur aldrei skilið yfir höfuð, verkefni nefndarinnar um þessar mundir. Það er bara eðlilegt að hann skrópi.
mbl.is Misskilningur skýrir fjarveruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Birgir ?

Loksins kom að því að taka á skattaskjólum. En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Birgir Ármannsson á eftir að hamast gegn þessu og reyndar undrar mig að hann sé ekki enn búinn að hóa í sjónvarpsfólk frá RÚV til að tjá hneykslun sína. Svo verður líka forvitnilegt að heyra afstöðu Framsóknarmanna. Á ekki að tefja þetta eins og allt annað? Angela Merkel kanslari Þýskalands bað auðmennina og koma úr skjólunum með féð heim til Þýskalands ella myndi þýski stálhnefinn verða notaður. Þeir komu með féð sáu væntanlega hag sínum best borgið að koma heim. Íslenskir kollegar þeirra hafa væntanlega ekki slíkt viðskiptavit eða jafnvel siðferðiskennd. Því miður höfum við enga stálhnefa að bjóða þeim bara silkihanska.
mbl.is Skattaskjól skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í bólið með Sjálfstæðisflokknum

finningÞað er að koma á daginn eins og mig grunaði. Stuðningur við minnihlutastjórnina var bara generalprufa fyrir frumsýninguna í apríl.  Nú hefur Höskuldur Þórhallsson ákveðið að seinka afgreiðslu seðlabankafrumvarpsins og "skoða málið betur". Birkir Jón var hins vegar hlynntur því að afgreiða málið strax. Er ekki búið að skoða þetta nóg?Ástæðan fyrir þessu útspili Höskuldar snýst ekkert um málefni. Hann telur pólitíska hagsmuni sína mikilvægari, enda eru þeir Birkir Jón að takast á um sæti Valgerðar Sverrisdóttur og hann vill sýna tennurnar.

Andlitsdrættir "nýju" framsóknarforystunnar eru óðum að skýrast, og taka á sig gamalkunnuga og skuggalega mynd eins af fortíðardraugum Framsóknar.


mbl.is Skynsamlegt að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar K. Guðfinnsson sér erfiðleika framundan

Hann er djúpvitur í bloggi sínu, Einar K. Guðfinnsson. Hann færir þjóðinni ný tíðindi þegar hann segir: "Kjarni málsins er þessi: "Nú blasa við þjóðinni gríðarleg verkefni, bæði til lengri og skemmri tíma". Þessar upplýsingar koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann hlýtur að vera skyggn. Einar beitti sér fyrir brýnasta verkefninu til að koma þjóðinni aftur á réttan kjöl með því að heimila stórfelldar hvalveiðar. Síðan kemur gullkornið: "Við Sjálfstæðismenn höfum enda sýnt það að við nálgumst verkefnun út frá efni máls og viljum þoka góðum málum áfram". Það hefði kanski verið meiri hreinskilni hjá Einari að segja það bara hreint út: "Við viljum tefja fyrir framgangi góðra mála". En látum það liggja milli hluta.

Vandamálið er hins vegar þetta. Það er bara enginn tími til að "þoka einhverju áfram" Það þarf að ganga í verkin með hraði. Ég treysti Sjálfstæðisflokknum ekki til þess og allra síst Einari þó hann hafi sýnt snerpu þegar kom að hvalveiðunum enda hafði hann ekki marga daga til stefnu að hrinda þessu mikilvæga máli í framkvæmd.


Orð í tíma töluð

Atli Gíslason talar umbúðalaust: Þjóðníðingar, landráðamenn, útlegð. Skila ránsfengnum. Þessi orð Atla hugnast mér um fjárglæframennina. Þetta eru orð sem við skiljum. Loksins stígur þingmaður fram og talar tæpitungulaust. Það verður forvitnilegt að sjá hvort aðrir stjórnmálamenn hafi sama þor. Ég á samt ekki von á því að þeir komi úr röðum Sjálfstæðismanna eða Framsóknarmanna. Tengsl þessara flokka við fjárglæframennina eru of sterk.
mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband