Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ég er norskur

Það var skynsamlegt að bendla ekki Seðlabankann við Íslending heldur ráða Norðmann í djobbið. Nú vona ég bara að umheimurinn hætti að líta á okkur sem Íslendinga. Mér hugnast betur um þessar mundir, að veröldin haldi að ég sé norskur a.m.k. þar til það versta er yfirstaðið.

Norðmenn bregðast okkur

Jæja Steingrímur þar fór það. Þá er ekkert í stöðunni lengur. Við erum ein í alheiminum.
mbl.is Telja gjaldeyrissamstarf Íslands og Noregs óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt bankahrun í aðsigi

Einn af stærstu spámönnum samtímans, Sigurður Kári Kristjánsson, telur að ný skipan Seðlabankans muni leiða til nýs bankahruns. Ég sé enga aðra lausn en ráða Davíð aftur sem Seðlabankastjóra til að koma í veg fyrir að slík ósköp endurtaki sig.
mbl.is Gæti kollvarpað fjármálalífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verður þú að fara að ákveða þig

Höskuldur, nú verður þú að fara að gera upp hug þinn: Ætlarðu að vera áfram í Framsókn eða ganga í Sjálfstæðisflokkinn ? Það gengur bara ekki að vingsast svona endalaust fram og aftur. Er Jón Magnússon ekki bara að plumma sig vel í Sjálfstæðisflokknum? Svo er ekkert að því að láta sína innstu drauma rætast og tækifærið er núna.
mbl.is Sakar forseta Alþingi um valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki aflögufær

images

Gunnar Örn Kristjánsson, sem nýlega lét af starfi sem stjórnarformaður Nýja Kaupþings og sagði af sér eftir tveggja daga setu, stendur í málaferlum. Þessi maður á nokkuð skrautlegan feril að baki. Í apríl 2004 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem endurskoðandi þegar framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna varð uppvís  að draga að sér 77 miljónir úr sjóðnum. Af einhverjum ástæðum hefur Gunnar höfðað mál gegn ríkinu og krefst 449 milljóna króna.

Vandamálið er þetta: Ég er ríkið ásamt nokkrum öðrum skattgreiðendum.Hann er í raun að krefja mig um hálfan milljarð króna. Ég er bara ekki aflögufær Gunnar minn, þó þú sér á kúpunni. Þú verður að snúa þér annað. Þú getur  t.d. farið í röðina hjá mæðrastyrksnefnd eins hundruðir annarra Íslendinga þurfa að gera um þessar mundir.


Mannvitsbrekkur

Það er nokkuð þjáningafullt að segjast vera sammála Pétri Blöndal.En ég er sammála honum þegar hann segir, "að mestu mannvitsbrekkur þjóðarinnar eigi að skipa nefnd vegna IceSafe reikninganna". Var bara að velta því fyrir mér hvort hann teldi sig meðal þeirra.
mbl.is Afdrifaríkasta nefnd ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf á jákvæðu nótunum

„Við teljum eftir þessar málalyktir lýsi fráleitum vinnubrögðum," sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Þessi gaur fer nú að verða ansi þreytandi.
mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leti er holl fyrir sálina

Loksins fáum við letingjarnir uppreisn æru. "Langir vinnudagar geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu fólks og mögulega leitt til elliglapa." Þetta er nú vísindalega sannað. Ég finn t.d. ekki fyrir neinum glöpum..... eða er ég kanski ekki dómbær á það sjálfur ?
mbl.is Langir vinnudagar geta haft slæm áhrif á andlegt heilsufar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti Framsóknarmaðurinn

Ef svo fer að Helga Sigrún Harðardóttir taki 1. sætið af Siv Friðleifsdóttur, þá hefur átt sér alger endurnýjun í flokknum. Ekki örlar á slíkri endurnýjun hjá öðrum flokkum. Hrós fyrir það. Svo er það annað mál hvort þetta skili sér kosningum. Uppákoman í viðskiptanefnd síðustu daga veit ekki á ekki gott fyrir flokkinn. Sömuleiðis er gulrótin um 20 % lækkun skulda, sem veifað er fram í þjóðina, ekki vænlegt til að skapa trúverðugleika þótt girnileg sé, við fyrstu sýn.
mbl.is Helga Sigrún keppir við Siv í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samband við Guð

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari sem rannsakar hugsanleg lögbrot í tengslum við hrun bankanna, hvetur Davíð Oddsson seðlabankastjóra til að hafa samband við sig og veita sér upplýsingar hafi hann vitneskju um refsiverða starfsemi í viðskiptabönkunum fyrir hrun.

Þessi maður er bjartsýnn, að halda að Davíð hafi sambandi si svona. Hann gæti alveg eins reynt að biðja Guð almáttugan að hóa í sig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband