Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hvað er í gangi ?

Er þá komin endanleg staðfesting á því að hér séu verstu bankamenn veraldar. Þá er ekki um að ræða annað, en að flytja inn t.d. pólska bankamenn sem kunna eitthvað í faginu. Við þurftum að hóa í Pólverja til að byggja fyrir okkur virkjun og þeir skiluðu verkinu án þess að eyðileggja nokkuð.
mbl.is Samkomulag um lækkun gengisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með dekrið

LSH berst í bökkum við að annast sjúklinga vegna fjárskorts. Á meðan er lagt ofurkapp á að halda við tilgangslausum sendiráðum Íslands víða um heim. Að sjálfsögðu vill Össur eiga mikið undir sér og hafa stóran flokk manna á ofurlaunum við vínsmökkum og sjálfsdekur. Grunnviðir samfélagsins eins og sjúkrahús eru í hans huga hégómi einn miðað við drauminn um STÓRÍSLAND. Hugmynd Styrmis Gunnarssonar um stórkostlega fækkun á þessum kokteilstofnunum er löngu tímabær.
mbl.is Læknaráð lýsir áhyggjum af sparnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurkoma spilavítis

Nýja nafnið á þessum s.k. banka á að vísa til þrautseigju, samvinnu og endurkomu. Mig hryllir við þessum orðum í þessu samhengi. Aldrei mun ég setja minn fót inn fyrir dyr í þetta spilavíti endurkomunnar.
mbl.is Kaupþing verður Arion banki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurstyggðin holdi klædd

Er hægt að ganga lengra í viðbjóði, sem hann hann býður þjóðinni upp á. Þjóðinni sem hann átti drjúgan þátt í að setja á vonarvöl. Útskúfun úr samfélaginu er látlaus krafa.
mbl.is Krafa Hannesar vegna innláns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rétti sökudólgurinn

Davíð Oddsson eys ótrúlegum fúkyrðaflaumi yfir sérstakan saksóknara í Staksteinum í dag. Ástæðan: Baldur er persónulegur vinur Davíðs og innmúraður Sjálfstæðismaður og aðrir hafa líklega gert meira af sér. Svo eru 250 milljónir bara smáaurar. Þarf nokkur lengur að velkjast í vafa um niðurstöðu rannsóknar hrunsins ef Davíð hefði væri við völd. Embætti saksóknarans og nefndin yrðu lögð niður og Evu Joly vísað úr landi. Öllum gefin grið nema Baugsfeðgum.

Milli hvað ?

Ég er að velta því fyrir mér hvaða millistétt Bjarni er alltaf að tala um. Eru það ræstingarkonurnar á LSH kanski, öryrkjar og einstæðingar sem formaður hefur svona miklar áhyggjur af ? Spyr bara si svona.
mbl.is Skattahækkanir koma verst niður á millistéttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er hvergi hættur

Einn skuggalegasti myrkrahöfðingi útrásarinnar, sem skildi eftir sig sviðna jörð ætlar ekki að láta staðar numið. Meðan enn glittir í einhverjar krónur er hann mættur til að hrifsa þær til sín með skítugum krumlunum. Það væri nærri lagi að taka allt af þessum manni gera hann eignalausan með öllu. Útskúfun úr samfélagi siðaðra er síðan sjálfsagt framhald.
mbl.is Lýsir 1,2 milljarða kröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Finnur þarna ?

Mér skilst að það sé verið að safna í púkk til að kaupa Haga. Ekki fæst uppgefið hverjir milljarðamennirnir á bak við þennan Franklín eru. Ef þeir kumpánar Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson eru þarna komnir með gírugar og óseðjandi krumlurnar í málið, þá mun ég heldur versla í nýlenduvöruverslun Lúsífers.

Morgunblaðið afhjúpar sannleikann

Á forsíðu blaðsins rak ég augun í þessa frétt: "Tölur ríkisskattstjóra sýna að á Íslandi er hópur fólks sem er mjög vel efnum búinn". Hvað mig varðar kom þessi frétt eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það er eins gott að hafa allsherjargoðann í Hádegismóum til að segja okkur hinum óupplýstu hvað er um að vera í þessu þjóðfélagi. 

Að sjálfsögðu

þarf Microsoft að sækja í smiðju Apple til að gera viðmótið notendavænt. Ef maður vill vera sá lummulegasti útbíaður í veirusmiti þá velur maður Windows stýrikerfið. Hugsandi og heilbrigðir skapandi einstaklingar velja Mac OS X að sjálfsögðu.
mbl.is Umdeild „Makka“ ummæli Microsoft-manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband