Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Grafalvarlegt mál

Margir hérlendis virðast hafa bara gaman af þessum ósköpum og sumir jafnvel gleðjast yfir vandamálum flugfarþega erlendis. En þetta kemur í bakið á okkur. Hvað með þá sem t.d. bíða eftir líffæragjöf, lífsnauðsynleg lyf geta hætt að berast til landsins svo eitthvað sé nefnt.
mbl.is „Eins og í hryllingsmynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr öskunni í eldinn

Þorgerður farin og kanski er Bjarni líka á förum. Hvað kemur inn í staðinn, Óli Björn og Sigurður Kári. Lengi getur vont versnað. En það leynist vonarneisti í flokknum og hann er Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar maður veldur ekki starfi sínu

og hefur gert mistök á mistök ofan þá leitar maður að nýjum starfsvettvangi sem betur hæfir þroska og hæfni. Almennt launafólk er hreinlega rekið úr starfi og oft af litlu tilefni eins og t.d. að stelast í síma yfirmanns síns.
mbl.is „Létum þetta líðast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgvin vísar veginn

og koma svo, Bjarni, Þorgerður, Össur, Illugi og Tryggvi, og öll hin. Út með ykkur.
mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsbræður biðjast afsökunar

Bandaríski glæpa- og fjárglæframaðurinn Bernard Madoff bað fórnarlömb sín afsökunar eftir að hafa fengið lífstíðardóm, fyrir að ræna þau öllum eigum sínum. Þegar kollegi hans, Björgólfur Thor Björgólfsson fær sambærilegan dóm, sem hann á skilið, mun ég kanski skoða, með takmörkuðum velvilja þó, hugsanleg iðrunarmerki. En slíkt jarm mun ekki hjálpa núverandi og framtíðar fórnarlömbum.
mbl.is Björgólfur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið sem hafið mist húsnæði eða atvinnu

skandal.jpgÞetta eru nokkrir sem komu ykkur í þá stöðu, en þeir eru fleiri, miklu fleiri og hér vantar stjórnmálaelítunua

Ömurlegasti þáttur hrunsins

er hafinn á Alþingi. Gamla ömurlega leikritið endurtekið, skotgrafirnar yfirfullar. Frá þessu leikhúsi og með þessum leikendum mun ekkert jákvætt koma. Alþingi götunnar þarf að taka við stjórn.
mbl.is Dýrkeypt samfélagstilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærdómsritið kemur út á mánudag

og Bjarni Benediktsson leiðbeinir þjóðinni í lestri. Hann vill að við lesum skýrsluna eins hvert annað alfræðirit. Drögum lærdóm og aukum visku. Gott og blessað. En ég vil bara svo óendanlega miklu meira, úthreinsun og uppgjör við þá sem steyptu þjóðinni fram af hengifluginu. Þá dugar ekkert annað en harka.
mbl.is Varist dómhörku og sleggjudóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilefnið er ærið

Bara nafnið eitt og sér, Pálmi Haraldsson, nægir til að stefna og vonandi leiðir sú stefna til persónlegs hyldýpis gjaldþrots og vægðarlausrar refsingar.
mbl.is Segir stefnu tilefnislausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

250 milljónir fyrir atvinnulausa

Vilhjálmur Þ. Vilhjálsson borgarfulltrúi sagði að golfvöllurinn við Korpúlfsstaði yrði ákjósanlegur tómstundavettvangur fyrir atvinnulausa. Nú er bara að færa út kvíarnar og dubba upp umhverfi helstu laxveiðiáa í nágrenni Reykjavíkur og víðar svo atvinnulausir geti haft eithvað annað fyrir stafni en að spila bara golf. Ég hélt að Hanna Birna væri ekta en svo er ekki.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband