Lærdómsritið kemur út á mánudag

og Bjarni Benediktsson leiðbeinir þjóðinni í lestri. Hann vill að við lesum skýrsluna eins hvert annað alfræðirit. Drögum lærdóm og aukum visku. Gott og blessað. En ég vil bara svo óendanlega miklu meira, úthreinsun og uppgjör við þá sem steyptu þjóðinni fram af hengifluginu. Þá dugar ekkert annað en harka.
mbl.is Varist dómhörku og sleggjudóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er mikill samhljómur í orðum Bjarna og útrásarvíkinganna sem nú sitja undir ákærum og skaðabótakröfum og þykjast ekki vita hvaðan á þá stendur veðrið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2010 kl. 16:24

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gaman verður að fylgjast með viðbrögðum þegar DO verður nefndur til sögunnar.

Finnur Bárðarson, 9.4.2010 kl. 16:48

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...sem er af tilviljun, staddur erlendis.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2010 kl. 17:03

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hann var búinn að plana þessa ferð löngu fyrir hrun

Finnur Bárðarson, 9.4.2010 kl. 17:05

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Annars trúi ég því að allir flokkar sem hlut áttu máli fái verðkuldaða hýðingu.

Finnur Bárðarson, 9.4.2010 kl. 17:19

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Flokkar flokkar -

Ég veit ekki til þess að útrásarliðið hafi starfað í nafni einhvers flokks - vissulega hafa þeir stutt alla flokka -

það gaf þeim ekki leyfi til þess að leggja milljarða hundruð eða jafnvel þúsundir milljarða eignir í rúst - hvorki banka né önnur verðmæti.

Það gaf þeim heldur ekki heimild til þess að rústa samfélaginu -

Hve margir versla enn við Bónus - Hagkaup - Samskip - Vís - Sjóvá - o.fl. o.fl.

Það er ekki að sjá annað en fólk sé elsku sátt við þann rekstur allann.

Þetta sama fólk vill svo skjóta stjórnmálamenn og flokka.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2010 kl. 17:36

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott og umhugsanvert innlegg Ólafur

Finnur Bárðarson, 9.4.2010 kl. 18:05

8 Smámynd: Aliber

Vandamálið er, Ólafur, að það voru nánast öll fyrirtæki á landinu tengd við útrásarvíkinga. Er e-ð skárra að versla við Eimskip, Nóatún, TM, Lyfju, o.fl. o.fl. ? Eigum við að hætta að versla verkjalyf, ofnæmislyf og getnaðarvarnarpillur bara vegna þess að Actavis er með 70% markaðshlutdeild á Íslandi?

Það er ekki hægt að hefna starfsfólki þessara fyrirtækja með því að versla ekki við þau. Eigendurnir fá sína meðferð skv. lögum þegar þar að kemur og eru þau hvort eð er flest í eigu bankanna nú þegar. 

Ég held að þegar rykið sest eftir 1-2 ár þá mun koma í ljós að einhverjir af þessum aðilum sem nú eru í gapastokknum hafi ekkert ólöglegt gert. Að sama skapi geri ég ráð fyrir að aðrir verði dæmdir og jafnvel í fangelsi.

Þangað til vona ég að nornabrennunum linni.

kv,

Aliber, 9.4.2010 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband