Ömurlegasti þáttur hrunsins

er hafinn á Alþingi. Gamla ömurlega leikritið endurtekið, skotgrafirnar yfirfullar. Frá þessu leikhúsi og með þessum leikendum mun ekkert jákvætt koma. Alþingi götunnar þarf að taka við stjórn.
mbl.is Dýrkeypt samfélagstilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Mæl þú manna heilastur , eru litlu börnin í sandkassanum byrjuð?

Hörður B Hjartarson, 12.4.2010 kl. 16:10

2 identicon

Sæll Finnur.

Ég er innilega sammála.

Og ég slökkti á IMBAKASSANUM, þetta var of mikið fyrir mig.

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 16:29

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég slökkti þegar Sigmundur var hálfnaður. Var eins og að hlusta á gramófónsplötu sem maður er búinn að fá ógeð á.

Finnur Bárðarson, 12.4.2010 kl. 16:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég var að renna yfir bloggin og sá ákveðið mynstur. Það er að Björgvin eigi að segja af sér. Þá sé af sviðinu horfinn sökudólgurinn með stórum staf. Alþingi verði á eftir ný skúrað og skrúbbað.

Þvílík blinda og afneitun. Auðvitað á Björgvin að segja af sér þingmennsku. En hann er aðeins einn af mörgum sem það þurfa að gera. Ef menn ætla aðeins að horfa á þetta í gegnum flokkgleraugun, mun ekkert breytast.

Áfallið, þjáningarnar, fórnirnar verða án lærdóms og til lítils færðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 18:12

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Axel, en bloggið er nú þegar komið á þetta stig. Reyndar á ég engin flokksgleraugu sjálfur og hef aldrei haft. Nú reyna menn að finna einn blóraböggul til að hvítþvo hina.

Finnur Bárðarson, 12.4.2010 kl. 19:11

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef aldrei farið leynt með mínar stjórnmálaskoðanir. Ég var flokksbundinn í Samfylkingunni, studdi Ingibjörgu gegn Össuri, soglegt eftir á að hyggja. Ég hef harla lítið álit á henni núna og hef ekki farið leynt með það sé bloggið mitt skoðað. Hvarflar ekki að mér að reyna að verja hana.

Þegar Ingibjörg lagði sig og Samfylkinguna undir íhaldið á Þingvöllum sagði ég mig úr flokknum með tölvupósti um leið og það hafði verið tilkynnt.

Ég hef ekki hikað við að gagnrýna það sem ég tel gagnrýnivert í fari minna manna og ekki samrýmist mínum tilfinningum og skoðunum.  Rétt í mínum huga hættir ekki að vera það þótt flokkurinn ákveði annað á þingflokksfundi.

Það er sorglegt hve margir ætla að meta og vinna úr skýrslunni eingöngu út frá flokkshagsmunum.

Hvort Samfylkingin sem slík lifir eða deyr í því uppgjöri sem framundan er skiptir ekki máli. Jafnaðarstefnan mun lifa áfram þótt formið kunni að vera annað í endurreisninni.

Það mun íhaldið og fasisminn líka gera svo og allir vinstrisinnarnir og að ógleymdum miðjumanninum Jóni Val Jenssyni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 20:57

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Axel þetta er megafærsla en ekki athugasemd, en mögnuð

Finnur Bárðarson, 12.4.2010 kl. 21:34

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ákvað að gera þessa trúarjátningu mína að sérstæðri færslu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband