Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Við erum hryðjuverkamenn

Nú er sjálfstæðisflokkurinn að ganga af göflunum yfir því að forsætisráðherra skuli ekki vera á fundi Nato til að mótmæla því að okkur sé skipað á bekk með hryðjuverkamönnum. Mótmæla hverju? Við erum jú hryðjuverkamenn.
mbl.is Harðar deilur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö hús

Á DV er greint frá því að annað af tveimur húsum Hannesar Smárasonar við Fjölnisveg hafi verið atað rauðri málningu. Vörður er nú við húsið. Það var ekki rauða málningin sem vakti athygli mína heldur þetta græðgislega fyrirbæri að eiga tvö risavaxin hús við dýrustu götu borgarinnar. Svo má spyrja sig hvort Hannes eigi húsin en ekki þjóðin ? En ljóst má vera að það fer þrengja að fjárglæframönnum.

Skjaldborg um blaðamenn ?

FME telur það hlutverk sitt að koma í veg fyrir að þjóðin fái upplýsingar um spillingarmál með ofsóknum á hendur blaðamönnum. Blaðamennirnir eru að gera þar sem FME ekki þorir. Þjóðin óttast ekki pappírstígrana hjá FME svo mikið er víst.
mbl.is Viðskiptaráðherra vill blaðamenn úr snörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbrigðult blogg til að láta fólk ganga af göflunum

Kunningi minn byrjaði að blogga og skrifaði góða pistla, nokkuð langa að vísu. Hann kvartaði yfir því við mig að hann fengi bara engar athugasemdir við færslurnar. Þetta leiddist honum og spurði mig ráða. Ég stakk upp á því að hann skrifaði eina stutta færslu sem gæti hljóðað eitthvað á þessa leið: "Ég er hlynntur skilyrðislausri inngöngu í ESB, ég er líka á móti hvalveiðum og byggingu álvera"

Daginn eftir að hann birti færsluna hætti hann að blogga. Hafði fengið um 70 athugasemdir. Nú varstu ekki ánægður? Nei svaraði hann, annan eins fúkyrða flaum hef ég aldrei lesið, fólk bókstaflega gekk af göflunum, ég gat bókstaflega séð froðuna vella út úr skjánum. Er eðli Íslendinga virkilega svona skítlegt, spurði hann. Já svaraði ég ef þú vilt orða þetta hófsamlega.


VÍS í sukkinu

Ég hafði bara ekki hugmyndaflug til að halda tryggingafélög stunduðu útlánaviðskipti. Greinilega hefur VÍS talið það mikilvægasta verkefnið að skjóta sumarhúsi yfir Sigurð upp á 840 fermetrar, með fimm baðherbergjum, 50 fermetra vínkjallara, tvöföldum bílskúr og tveimur gufuböðum. Það verður stutt að bíða þess að Tryggingafélögin fari sömu leið og bankarnir og lífeyrissjóðirnir. Formúlan er þekkt.
mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf léttir hjá FME

Þetta eru markmið FME, sem eru að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Það vantar ekki húmorinn hjá liðinu.
  • Að vera mótandi og stuðla að traustri fjármálastarfsemi.
  • Að vera þekkt fyrir fagmennsku, áreiðanleika og árangur.
  • Að njóta virðingar og trausts.
  • Að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður.

Fjölbreytt dagskrá

Var að skoða hvað væri í boði í Alþingisleikhúsinu í dag. Það eru hvorki fleiri né færri en 26 leikendur Sjálfstæðisflokksins, sem ætla að skemmta þjóðinni með söng, einræðum og hljóðfæraslætti. En það sem allir bíða eftir er að sjálfsögðu harmþrungin lokaría Birgis Ármannssonar við undirleik Árna Johnsen. Enginn má missa af þessari skemmtun, sem er fyrir alla fjölskylduna.
mbl.is 26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lái henni hver sem vill

Gaurinn er 66 ára, hún er 39 ára, sökudólgurinn er 23 ára. Eru freistingar til að standast þær? Kanski var hann 160 milljóna króna virði eftir allt saman.
mbl.is Auðjöfur í mál við hjákonuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins verkefni sem FME ræður við

Þeir hjá FME vöknuðu greinilega upp af Þyrnirósarsvefninum, þegar þeim var tilkynnt um aðkallandi verkefni, sem hugsanlega væri viðráðanlegt, grunur um að bankaleynd hafi verið rofin. Þá brettu menn aldeilis upp ermarnar. Gengið var rösklega til verks og tveir hugsanlegir sakborningar fundust samdægurs á Morgunblaðinu. Er ekki kominn tími til að loka þessari gagnslausu stofnun í eitt skipti fyrir öll og verja fjármunum í eitthvað annað. Morgunblaðið á hins vegar þakkir skildar fyrir að rjúfa þessa sprenghlægilegu bankaleynd.
mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð í tíma töluð

Hvað er hægt að segja annað þegar Arnbjörg Sveinsdóttir kvartar yfir því að þurfa að vinna yfir miðnætti. Hundruðir einstaklinga standa vaktina möglunarlaust á næturna t.d. á sjúkrahúsum á skítalaunum. Þar er ekki kvartað, en vælið kemur að sjálfsögðu úr þingsal, er við öðru að búast ?
mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband