Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Notalegt

Nú fá þau hjá mbl.is slatta af prikum frá mér fyrir þessa frétt. Sannur kattavinur hefur glaðst af minna tilefni.
mbl.is Greiddi lausnargjald fyrir kött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og venjulega

Tjáningaþörf Birgis og félaga þekkir engin takmörk: "Löng umræða hefur staðið yfir á Alþingi um fundarstjórn forseta þingsins". Leikritinu er sem sagt ekki lokið.
mbl.is Vilja vísa stjórnarskrármáli frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja

Er þetta þá aprílgabbið ?
mbl.is Naumur sigur Skota á Hampden, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikritið Málþófið endursýnt

Leikritið Málþófið í leikstjórn Birgis Ármannssonar og með hann í aðalhlutverki, verður endursýnt í kvöld í leikhúsi alþingis, vegna fjölda áskorana. Góða skemmtun
mbl.is Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama kominn í sukkið ?

Hann gefur að minnsta kosti íslensku útrásarvíkingunum ekkert eftir hvað varðar flottan lífsstíl.
mbl.is Með eigin þotu, þyrlu, bíl, lækna og kokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr Moggi ?

Ætlar Óskar Magnússon að halda úti beittum og gagnrýnum fjölmiðli eins og mér sýnist Morgunblaðið hafi verið að þróast í undanfarna mánuði eða ætlar hann að gera blaðið aftur að grímulausu og hallærislegu málgagni Sjálfstæðisflokksins ? Allir stjórnarmenn eru nátengdir flokknum. Það verður fróðlegt að fylgjast með. SJálfur er ég áskrifandi til margra ára en það er ekkert fast í hendi hvað það varðar. Ég fylgist með hverju skrefi Óskars.
mbl.is Nýir eigendur taka við Árvakri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert gabb

Í einfeldni minni var ég að vona að þetta væri aprílgabb, fyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins í dag: Bankaráðsmenn Landsbanka Íslands fengu 40 milljarða króna á fyrri hluta síðasta árs. Hverjir voru þessir menn? Ég vil fá nöfnin. Var t.d. Kjartan Gunnarsson meðal þeirra ?

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband