Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Loksins !!

Þetta er þá loksins að koma. En fyrir alla muni, þið hjá mbl.is, engar myndir takk. Eru þið með fréttamann á staðnum?
mbl.is Efnin að skila sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmannlegt

Hann óskaði eftir lausn frá störfum að vandlega athuguðu máli. Menn gefast greinilega upp á vinnunni af minnsta tilefni.
mbl.is Óskar lausnar frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland á einn vin

Sá er ekki af lakari taginu. Barack Obama. Vona bara að forseta vorum verði ekki blandað inn í þessa heimsókn, þá er voðinn vís.
mbl.is Áhugi á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varið ykkur á byssumönnum

Þeir ætla sko ekki að hætta að skjóta þó að þeim verði þrengt. Foringi veiðimanna segir: Menn hætta ekki að skjóta, líklegra er að menn leiti annað, m.a. á opin svæði í nágrenni Reykjavíkur. Hvað með t.d.  Bláfjallasvæðið, Heiðmörkina, Elliðaárdalinn? Þar er örugglega eitthvað á hreyfingu sem  hægt er að miða á. Nóg af skotmörkum strákar.
mbl.is Mótmæla breyttum opnunartíma skotsvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og löggan líka

Greinilega hefur spillingarvefurinn sem umlukti Landsbankann verið svo þéttriðinn, að jafnvel öflugasta lögregla veraldar sá ekki í gegnum hann.
mbl.is Scotland Yard tapaði á falli Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriggja flokka stjórn ?

Nokkrar góðar hugmyndir hjá Framsóknarmönnum. Sérstaklega hugnaðist mér þessi ályktun "Eignir auðmanna erlendis haldlagðar". Enginn flokkur hefur, að því er ég best veit, sagt þetta svona afdráttarlaust. Er kominn efniviður í þriggja flokka stjórn eftir kosningar ?
mbl.is Vaxtalækkun og niðurfærsla skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðhelgi einkalífsins og FME

FME sér allt í einu ástæðu til að senda frá sér tilkynningu. Kvartar undan ómálefnalegri umræðu um stofnunina. Tilefnið er átaksverkefni stofnunarinnar um bankaleyndina og blaðamennina sem FME ætlar að drösla fyrir dómstóla. Í tilkynningunni segir m.a.: Traust og trúverðugleiki bankakerfisins verði ekki endurheimt ef friðhelgi einkalífsins sé virt að vettugi. Sem sagt bófar og ræningjar eiga að njóta friðhelgi. Hún er ofar hagsmunum heillar þjóðar að mati FME. Þessi þvæla sannfærir mig enn frekar um, að það eigi að leggja þessa gagnslausu stofnun niður í eitt skipti fyrir öll. 

Gengur ekkert

Eru engar trefjar í þessu gumsi ?
mbl.is Fíkniefnin hafa ekki skilað sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt leikrit ??

Árni Mathiesen vill frumsýna eigið leikrit um umhverfismál tafarlaust. Vandamálið er, að hann er ekki enn búinn að semja það.
mbl.is Segir þingsköp brotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynt að gera Evu tortryggilega

Það skildi þó ekki vera að einhverjum af nýjum eigendum Morgunblaðsins hugnist ekki nærvera Evu Joly og reyni að gera aðkomu henna tortryggilega í augum almennings. Blaðið ætti að skoða laun og fríðindi ýmissa embættismanna eins og t.d. útvarpsstjóra sem notar lúxujeppa upp á 10 milljónir til að komast í vinnuna allt á kostnað skattgreiðenda. Eva er að vinna að málum sem varðar þjóðarheill. Það er meira en hægt er að segja um útvarpsstjóra. Er ný ásjóna Morgunblaðsins að koma í ljós ?
mbl.is Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband