Fjölbreytt dagskrá

Var að skoða hvað væri í boði í Alþingisleikhúsinu í dag. Það eru hvorki fleiri né færri en 26 leikendur Sjálfstæðisflokksins, sem ætla að skemmta þjóðinni með söng, einræðum og hljóðfæraslætti. En það sem allir bíða eftir er að sjálfsögðu harmþrungin lokaría Birgis Ármannssonar við undirleik Árna Johnsen. Enginn má missa af þessari skemmtun, sem er fyrir alla fjölskylduna.
mbl.is 26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ha ha ha ha. Góður Finnur. Dramaleikrit í 3. þáttum með vel völdum söngatriðum. Persónur og leikendur: Jói IDOL-stjarna (Árni Johnsen). Sigga kjaftfora (Katrín Júlíusdóttir). Grátandi leikskólabörn (nokkrir sjálfstæðismenn)......

Guðmundur St Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er magnað drama sem er í gangi. En verður aldrei leikhlé? Ég er að örmagnast

Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband